Sagði ekki orð um þá sem misstu vinnuna hjá WOW- Korter í kosningar

Jónas Jónasson, frkv.stj.

Mér blöskrar að sjá forseta Íslands sem á að vera sameiningartákn þjóðarinar, en er það alls ekki, nú allt í einu, korteri í kosningar, rísa upp á afturlappirnar með klappstýru klapp á herðar alls þess fólks sem nú er að missa vinnuna hjá Icelandair (hvað ætli það séu mörg atkvæði). Flufélaginu sem hefur hugsað svo vel um hann á SAGA CLASS í utanlands reisum á kostnað þjóðarinnar. 

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, send­i starfs­fólki Icelanda­ir kveðju og sag­ði að það muni birta til á mbl.is korter í kosningar – WOW fékk aldrei neinar kveðju

Nú sagði hinn sami forseti ekki eitt einasta orð um alla þá sem misstu vinnuna hjá WOW air. Ekki kom eitt orð frá honum þá, ekki eitt! En það er annað hlóð núna í strokknum þegar fólk er að missa vinnuna korter í kosningar og kannski forsetinn finni smá samkennd núna, þegar hann er sjálfur jafnvel að missa djobbið ef marka má skoðanakannanir.

Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur, og ég ætla að vona að fólk átti sig á því, þegar við látum Guðna gossa, að við getum átt svo miklu betri forseta en hann. Ekki Elítu forseta kostaðan af auðvaldinu sem hefur sama kosningastjóra og Sjáfstæðisflokkurinn.

Kjósum frekar forseta fólksins

Kjósum forseta fólksins, forseta okkar allra, okkar forseta – og aðeins 45% vill Guðna áfram. Við viljum ekki forseta Elítunnar og Icelandair, þar sem dekrað er við hann á SAGA CLASS. Bjarni Ben hans besti vinur, lét WOW air fara á hausinn án þess að lyfta litla putta en flaðraði svo eins og Guðni forseti, upp um Icelandair áður en nokkuð var að hjá þeim. Spilling.is eins og svo oft áður þegar þessi nöfn koma til sögunnar. Viljum við hafa svona Strengjabrúðu auðvaldsins? Sem á í raun að vera Öryggisventill þjóðarinnar og hornsteinn Lýðræðisins og verja okkur fyrir áföllum siðblindra ráðamanna.

Hvernig Ísland vilt þú? Spillinguna áfram eða forseta sem sameinar þjóðina og er partur af þjóðinni? – Forsetan okkar, óspilltan og ekki kostaðan af Djúpríkinu.

Ég mun kjósa Guðmund Franklín sem er heiðarlegur og ærlegur maður og ætlar að berjast gegn spillingunni sem fylgir m.a. núverandi forseta og hans stuðningsmönnum og stórfyrirtækjum. Við höfum séns, ef við höfum vit á að mæta og sýna í verki að kjósendur séu ekki fífl eins og þessir kaunar stóla á, kosningar eftir kosningar. Stöndum öll saman gegn spillingunni!

Staðfest í annað sinn að helmingur þjóðarinnar vill annan forseta en Guðna