Uppfært klukkan 17:35. Maðurinn var fluttur á Landspítalann, en var úrskurðaður látinn eftir komuna þangað.
Fimm hafa verið handteknir í þágu rannsóknarinnar, sem er á frumstigi.

 

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu er með mik­inn viðbúnað í Úlfarsár­dal í Reykja­vík vegna at­viks sem til­kynnt var til lög­reglu á fjórða tím­an­um í dag. Maður féll fram af svöl­um og hafa fimm ein­stak­ling­ar verið hand­tekn­ir í tengsl­um við málið að sögn lög­reglu. Ekki er ljóst á þess­ari stundu hvort að maður­inn sé lífs eða liðinn. Mbl.is greindi frá málinu áðan en atburðurinn var að gerast

„Málið er í rann­sókn og lög­regla er að vinna á vett­vangi. Fimm aðilar hafa verið hand­tekn­ir í tengsl­um við málið. Það er ekki hægt að segja til um til­drög á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Mar­geir Sveins­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is.

Sam­kvæmt lög­reglu­manni á vett­vangi var sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra ekki kölluð til eins og áður hafði komið fram. Lög­regla þurfti að brjóta upp lás íbúðar­inn­ar á 2. hæð húss­ins til að kom­ast þar inn skv. frétt Mbl.is

Frétt­in var upp­færð kl. 16:52