BRAGGINN lifnar við

Vigdís Hauksdóttir skrifar:

,,Eftirfarandi bókun og fyrirspurn um Nauthólsveg 100/Braggann lagði ég fram í skipulags- og samgönguráði á fundi sem var að ljúka

Verið er að sækja um leyfi til að breyta notkun, skráðri stærð og útliti Náðhússins á Nauthólsvegi 100/Bragginn. Reykjavíkurborg á byggingarnar á Nauthólsvegi 100 og búið er að gera upp Braggann fyrir um hálfan milljarð.

Náðhúsið komið í 47 milljónir

Búið er að skrifa 47 milljónir á náðhúsið en það stendur enn fokhelt. Ævintýri í kringum Braggan eiga sér engan endi.

Minnt er á að framúrkeyrsla og dularfull notkun á fjármagni sem reikningar voru skrifaðir fyrir á viðfangsefnið Nauthólsvegur 100, upp á fleiri hundruð milljónir eru nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara og lögreglu.

1. Hver borgar þessar breytingar og hver er fyrirhuguð notkun á húsinu?
2. Ef HR borgar breytingarnar stenst það þá framleigusamning Reykjavíkur til HR?
3. Hvað borgar HR í leigu fyrir allar húsaþyrpingarnar á mánuði til Reykjavíkur?
4. Hvað er áætlað að þessar breytingar kosti tæmandi talið?“

Hópur þjófa á minnst tveimur bílum stálu klósetti