Norska lög­regl­an hand­tók í morg­un Tom Hagen, eig­in­mann Anne-Elisa­beth Hagen sem hef­ur verið saknað á annað ár. Aðgerð lögreglu var fjölmenn að sögn fjölmiðla og nágranna. Norskir miðlar grein­a frá þessu og lög­regla er búin að girða af heim­ili þeirra hjóna og tækni­deild lög­regl­unn­ar er þar að störf­um.

Anne-Elisa­beth Hagen og Tom Hagen – Mynd NRK

Anne-Elisa­beth Hagen hvarf spor­laust af heim­ili sínu í októ­ber 2018 og hef­ur verið leitað síðan. Fyrst var talið að hún hefði verið num­in á brott og kröfðust meint­ir mann­ræn­ingj­ar lausn­ar­gjalds en eig­inmaður henn­ar sem er einn auðug­asti maður Nor­egs neitaði að greiða gjaldið. ,,Við höfum áður sagt að ólíklegt sé að Anne-Elisabeth Hagen verði á lífi þegar hún finnst, vegna þess að langur tími er liðinn frá hvarfi hennar. ,,Engin sönnun hefur borist um að hún sé á lífi,“  sagði Tommy Brøske, hjá norsku lögreglunni þann 8. janúar. Lögreglan hefur farið fram á mánaðar gæsluvarðhald yfir Tom Hagen.

Mynd frá aðgerðum í morgun NRK

Sam­kvæmt frétt­um norskra fjöl­miðla var Hagen hand­tek­inn klukk­an 8:30 að staðar­tíma í morg­un eða klukk­an 6:30 að ís­lensk­um tíma. Lög­regla stöðvaði Hagen er hann var á leið frá heim­ili þeirra hjóna í Sloraveien í Lørenskog til vinnu í Fut­ur­um. Sam­kvæmt VG lokaði lög­regla af svæðinu og voru fjöl­marg­ir lög­reglu­bíl­ar á staðnum þegar aðgerðin fór fram. Fjöldi athugasemda nágranna eru á samfélagsmiðlum sem segja að aðgerðin hafi verið fjölmenn.Eft­ir hand­tök­una fór lög­regla bæði á heim­ili þeirra Anne-Elisa­beth og Tom Hagens og skrif­stofu hans í Fut­ur­um og stend­ur yfir hús­leit þar.

Að sögn lög­reglu verður boðað til blaðamanna­fund­ar klukk­an 10:30, klukk­an 8:30 að ís­lensk­um tíma.

Fram kem­ur í frétt­um norska fjöl­miðla að Tom Hagen hafi verið sam­vinnuþýður vegna hvarfs eig­in­konu hans. Hann hef­ur frá upphafi, talið að inn­lend­ir glæpa­menn beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisa­beth og kraf­ist lausn­ar­gjalds.