Falsfréttir, ósannindi og fyrirtækjadekur

Viðskiptafræðingurinn og fyrrverandi verðbréfamiðlari Guðmundur Franklín Jónsson kom víða við í pistli sínum í dag. Hann sagði m.a. mörg fyrirtæki ekki þurfa neina aðstoð frá ríkinu, þau hafa gengið það vel og greitt eigendum sínum milljarða í arð og hafa núna lokað eins og t.d. Bláa lónið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga ekki alltaf rétt á sér því það er jafnvel verið að veita fyrirtækjum aðstoð sem þurfa ekkert á henni að halda. ,,Hví eiga skattborgarar að greiða laun vel stæðra fyrirtækja sem hafa greitt eigendum sínum milljarða í arð á hverju ári og eru vel stæð?“  Þá hefur hann bent á aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilunum í landinu. 

Verðum að fá að heyra allan sannleikann hjá Almannavörnum

Guðmundur Franklín fjallar um það sem fram hefur komið hjá Almannavarnateyminu vegna Covid-19 faraldursins og bendir á atriði sem hann telur að betur mættu fara.

Raunstærð 60 milljarðar, þar af 20 milljarðar sem voru þegar ákveðnir í vegaframkvæmdir en ekki 234 milljarðar eins og ríkisstjórnin sagði
Falsfréttir að tala um heildarumfang

Aðgerðarpakki íslenskra stjórnvalda er sá minnsti í heimi segir hann eftir að hafa rýnt í tölurnar. ,,Ríkisstjórnin kynnti hann eins og hann væri sá sami og í nágrannalöndum okkar. Raunstærð 60 milljarðar, þar af 20 milljarðar sem voru þegar ákveðnir í vegaframkvæmdir. Það eru falsfréttir að tala um heildarumfang, álíka og að tala um milljarða veltu hjá gjaldkera í banka!“

Posted by Guðmundur Franklín on Wednesday, March 25, 2020