,,Þetta er versta martröð sem að foreldrar geta lent í “
Faðir barnsins varð að berjast við refinn til þess að koma honum frá vagninum. Hann greip þungan blómapott og henti í hann en refurinn lét það ekkert á sig fá og hélt áfram árás sinni á barnið í vagninum. Atburðurinn átti sér stað í dag í bænum Alta í norður Noregi
Sands sem er aðeins tíu mánaða, lá í vagninum rétt utan við heimili sitt í Alta og svaf þar vært, þegar faðir hans og móðir heyrðu skyndilega skrýtið hljóð frá barnavagninum.
Þegar Bjørn Milliam Angell faðir barnsins, kom út sá hann að refur stóð upp á vagninum með trýnið inn í honum þar sem að sonur hans lá. ,,Ég tók upp blómapott og reyndi að ýta honum í burtu, en hann var bara áfram iðju sinni uppi í vagninum,“ sagði Angell.
Þá öskraði hann mjög hátt og reyndi að hræða dýrið, en refurinn varð bara enn árásargjarnari. Að lokum náði hann að grípa í vagninn og draga hann upp stéttina á húsinu og kom honum inn í húsið og skellti útidyrahurðinni á eftir sér. Refurinn lá þá á glugganum og í vígarhug.
,,Ef ég hefði komið seinna gæti þetta kannski hafa farið mjög illa. Ég get ekki afborið að hugsa um hvað gæti hafa gerst, segir hann.“
Foreldrarnir fóru svo með drenginn á bráðamóttöku til skoðunnar, þar sem að það var staðfest að barnið hefði verið bitið og klórað af refnum. Lögreglan á svæðinu leitar nú að refnum til þess að reyna að skjóta hann, haldi hann sig enn í byggð.