Töluverður erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en 125 mál eru skráð frá 17:00 – 09:00. Talsvert var um tilkynningar um gróðurelda en meirihluti þeirra var um að ræða minniháttar elda. Þá eru 9 vistaðir í fangaklefum lögreglunnar.
Tilkynnt var um hnífsstungu í hverfi 108 og á vettvangi kom í ljós að brotaþolar voru tveir og var árásaraðili handtekinn á vettvangi. Brotaþolar fluttir á slysadeild til aðhlynningar og eru ekki taldir vera í lífshættu.
Árásaraðilinn var að lokinni aðhlynningu á Bráðadeild vistaður í fangageymslu lögreglu.
Umræða