0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Frost út vikuna en svo breytist veðrið

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt 5-13 m/s og allvíða él, en vestlægari síðdegis og styttir þá upp um landið austanvert. Frost yfirleitt á bilinu 3 til 13 stig.
Sunnan 8-15 í nótt með éljagangi, en þurrt norðaustanlands. Bætir í vind á sunnanverðu landinu á morgun með samfelldari slyddu eða snjókomu þar, en rigningu nærri ströndinni. Hlýnandi veður. Spá gerð: 01.01.2023 10:44. Gildir til: 03.01.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestan og vestan 3-10 m/s og lítilsháttar él, frost 2 til 8 stig. Suðaustan 8-13, rigning eða slydda og hiti 0 til 5 stig austanlands fram eftir degi.

Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Snjókoma austanlands, en annars bjartviðri og þurrt að kalla. Frost 2 til 12 stig.

Á fimmtudag:
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt, þurrt að mestu og bjart á köflum. Frost 3 til 14 stig.

Á föstudag:
Hvöss suðaustanátt með snjókomu eða slyddu, síðar rigningu við suðurströndina. Úrkomulítið á norðanverðu landinu. Hlýnandi veður.

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt og víða snjókoma eða slydda. Hiti um og undir frostmarki.
Spá gerð: 01.01.2023 08:55. Gildir til: 08.01.2023 12:00.