• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Laugardagur, 30. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Verð á mat hækkaði í 81% tilfella

ritstjorn by ritstjorn
1. janúar 2023
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Verð á jólamat hækkaði í miklum meirihluta tilfella milli ára og í flestum tilfellum er um miklar verðhækkanir að ræða. Verð á þeim vörum sem voru til skoðunar í könnunum verðlagseftirlits ASÍ fyrir jól 2021 og 2022 hækkaði í 81% tilfella en lækkaði í 19% tilfella. Í 16% tilfella hækkaði verð á bilinu 0-5%, í 19% tilfella um 5-10% og í 18% tilfella um 10-15%. Miklar verðhækkanir voru í öllum vöruflokkum en verð á kjöti, kaffi, brauð- og kornvöru og þurrvöru og dósamat hækkaði mest. Verð á mjólkurvöru hækkaði einnig mikið en lágt hlutfall vara í þeim vöruflokki lækkaði í verði eða hækkaði lítið í verði milli ára.

Verð hækkaði mest hjá Heimkaup og næst mest í Iceland en hátt hlutfall vara í þessum verslunum hækkaði mikið í verði milli ára. Verð á jólamat hækkaði hins vegar minnst í Kjörbúðinni, Nettó og Fjarðarkaupum en þær verslanir voru með hæsta hlutfall vara sem lækkaði í verði og hækkaði minnst í verði.

Mestar verðhækkanir hjá Heimkaup og Iceland

Verð á jólamat hækkar mest í Heimkaup en þar hækkar verð í 68% tilfella yfir 15%. Þannig hækkar fjórðungur vara í Heimkaup um 15-20%, 19% vara um 20-30% og annar fjórðungur vara hækkar yfir 30% í verði. Næst mest hækkar verð í Iceland, yfir 15% í 51% tilfella og yfir 20% í 36% tilfella.

Verð lækkar oftast hjá Kjörbúðinni og Nettó

Verð lækkaði oftast í Kjörbúðinni, í 36% tilfella og næst oftast í Nettó eða í 32% tilfella. Í Iceland lækkaði verð í 26% tilfella og í 20% tilfella hjá Hagkaup. Ef litið er til þess hversu mikið verð hækkaði má sjá að verð í Fjarðarkaup hækkaði minna en í mörgum öðrum verslunum. Þar hækkaði stærstur hluti vara eða 29% um 0-5% auk þess sem 15% vara lækkaði í verði. Þar á eftir kemur Nettó með 18% vara sem hækka um 0-5% í verði. Hlutfall vara sem annaðhvort lækkaði í verði eða hækkaði um 0-5% er hæst í Kjörbúðinni, 51%, næst hæst í Nettó, 49% og þriðja hæst í Fjarðarkaupum, 44%.

Í Bónus og Krónunni hækkaði stærstur hluti vara í verði á bilinu 5-10% eða 29% vara í Bónus og 28% í Krónunni. Svipað hlutfall vara hækkaði um 10-15% í verði eða 29% í Bónus og 26% í Krónunni. Í báðum verslunum hækkaði verð yfir 15% í 18% tilfella og yfir 20% í 9% tilfella.

Verð á kjöti, þurrvöru og dósamat og brauð- og kornvöru hækkar mest

Miklar verðhækkanir eru í öllum vöruflokkum en verð á kjöti hækkar mest milli ára. Í 39% tilfella hækkar verð á kjöti um 20-30% og í 11% tilvika um 30-40%. Sem dæmi má nefna 27-33% verðhækkun á SS birkireyktum hangikjötsframparti í fjórum af fimm verslunum sem varan fékkst í. Þá hækkar verð á léttreyktum KEA lambahrygg um 25-26% í fimm verslunum og verð á KEA hangilæri minnst um 4,8% en á bilinu 18-41% í öðrum verslunum.

Verð á brauði og kornvöru hækkar oft mikið milli ára og sama má segja um verð á þurrvöru og dósamat þó verð í báðum flokkum lækki einnig í sumum tilfellum. Sem dæmi má nefna 12-27% verðhækkanir á brúnni Myllu jólatertu með kremi og 6,5-22% verðhækkanir á Myllu heimilisbrauði. Þá hækkar verð á Ora grænum baunum á bilinu 14-29%. Verð á mjólkurvöru hækkar einnig almennt mikið eða í 74% tilfella um 5-20%. Algengast var að verðhækkanir væru á bilinu 9-13%.

Verð á drykkjarvöru þ.e. gosi og safa hækkar hvað minnst en það sama gildir ekki um verð á kaffi sem hækkar í 50% tilvika á bilinu 15-30%. Þannig hækkar verð á Te og kaffi kaffipúðum t.d. um 17-28% milli ára og verð á möluðu jólakaffi um 15-28%.

Konfekt og sælgæti hækkar einnig minna í verði en flestir aðrir vöruflokkar en hækkar þó mikið í verði í sumum tilfellum. Þannig hækkar verð á 800 gr. Nóa Siríus innpökkuðum konfektkassa t.d. um 12-26,5% í sex verslunum og verð á 2 kg dós af Quality Street um 15-26% í fjórum verslunum. Grænmeti og ávextir er sá vöruflokkur sem verð lækkaði oftast í en að sama skapi sá vöruflokkur sem hvað mestar verðhækkanir voru í en miklar sveiflur geta verið í verði á grænmeti og ávöxtum.

Verðkönnun á jólamat 2022 https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/verdlagsfrettir/litill-munur-a-verdi-a-jolamat-milli-bonuss-og-kronunnar/

Verðkönnun á jólamat 2021 https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/verdlagsfrettir/50-100-munur-a-haesta-og-laegsta-kiloverdi-af-jolasteikinni/

Um úttektina

Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ frá 15. desember 2021 og 13. desember 2022. Rétt er að árétta að mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimkaup.is.
Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

  • Ung kona fannst látin við smábátahöfnina

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Spilling? Nei, nei, þetta er Ísland“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • 84 milljónir eða 215 milljónir – ,,Ekkert annað en opinber glæpastarfsemi“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Lægð suður af Reykjanesi – Gul viðvörun vegna veðurs

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Krýsu­vík­ur­vegur lokaður vegna um­ferðaró­happs

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?