Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, yfirleitt 5-13 m/s, en 13-15 við austurströndina. Él á norðanverðu landinu, en léttskýjað syðra. Dregur heldur úr vindi V-til síðdegis og úr éljum fyrir norðan. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum, en herðir á frost í kvöld. Lægir og léttir víða til í fyrramálið, en stöku él úti við N- og A-ströndina. Gengur í austan og suðaustan 8-15 með éljum S-lands annað kvöld og dregur úr forsti þar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og snjókoma á köflum. Hægari vindur og úrkomulaust á Norðurlandi. Vægt frost sunnanlands, en allt að 14 stiga frost í innsveitum norðanlands.
Á mánudag:
Suðaustan 3-10 m/s. Skýjað og dálítli él sunnan- og austanlands, en þurrt og bjart um landið norðan- og vestanvert. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, en allt að 10 stiga frost fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með snjókomu í fyrstu, síðar slyddu eða rigningu og hita 1 til 5 stig. Yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu og minnkandi frost þar.
Á miðvikudag:
Austlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins. Hiti kringum frostmark.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með ofankomu, en rofar til sunnan heiða. Víða vægt frost.
Spá gerð: 01.02.2019 09:22. Gildir til: 08.02.2019 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Köld norðanáttin leikur enn um landið og ber éljaloft yfir norðurhelminginn, en miðhálendið heldur sunnanverðu landinu yfirleitt björtu og éljalausu. Dregur smám saman úr vindi vestanlands eftir hádegi og úr éljum nyrðra og kólnar enn.
Á morgun er kominn hæðarhryggur yfir landið og léttir víða til, en lægðardrag nálgast af Grænlandshafi með austanstrekkingsvindi og éljum á suðurhlutanum. Á sunnudag gengur lægðardragið yfir Suður- og Vesturland og snjóar þá með köflum á þeim slóðum, en helst bjart á Norðausturlandi. Eftir helgi er síðan spáð umhleypingum með úrkomu af ýmsu tagi.