Harmleikur
Vísir greinir hér frá hörmulegu máli. Karlmaður í blóma lífsins svipti sig lífi. Sjálfsvígið er í sjálfu sér ekki sérstakt. Það eru örlög fjölda karla, ekki síst meðal þeirra, sem verða fyrir andlegu hnjaski í náunum samböndum.
Það ku hafa verið raunin hér. Venjuleg bera karlar harm sinn í hljóði. En ekki Sólon. Hann hefur trúlega verið jafnréttissinni, trúað því, að honum yrði trúað eins og konu. Svo virðist ekki hafa verið, samkvæmt Hödd, talsmanni fjölskyldunnar:
„Hödd Vilhjálmsdóttir talsmaður fjölskyldu Sólons segir hið meinta einelti einkum hafa falist í einhliða frásögnum kvennanna af stuttu sambandi Sólons við aðra þeirra. Hödd segir Icelandair að lokum hafa slegið eineltiskvörtunina út af borðinu, þar sem ekki væri hægt að meina konunni að tjá sig um sína upplifun.
„Þetta hélt áfram. Ef eitthvað er versnuðu sögurnar inni í félaginu og þetta var komið út fyrir félagið líka. Hann upplifði sig… honum leið ömurlega, við getum orðað það þannig,“ segir Hödd.
Þann 22. ágúst hafi Sólon svo verið boðaður enn einu sinni á fund með mannauðsdeild Icelandair. Hödd segir að þar hafi honum verið tjáð að komnar væru fram nýjar ásakanir á hendur honum.
Ný réttarregla hjá „sýndardómstólum“ stofnanna og fyrirtækja
„Hann fær ekki að vita hvaða ásakanir það eru og það eigi að segja honum upp störfum samkvæmt kjarasamningi og hann er í raun þvingaður til þess að segja upp störfum sjálfur.““
Samkvæmt þessu hefur verið innleidd ný réttarregla hjá „sýndardómstólum“ stofnanna og fyrirtækja. Konur mega segja frá reynslu af ástarsamböndum sínum – og svo skal vitaskuld trúa þeim. Þá má einu gilda, hvort þær séu meiðandi.
Hvernig svo sem hér er í pottinn búið er ljóst að skoða þarf mannauðsdeild Icelandair. Ætli sé þar mikinn mannauð að finna?
Karlar sem fremja sjálfsvíg – Einelti, falskar ásakanir og ofbeldi