Afhendir ekki skjal um Lindarhvol
Lagaskrifstofa Alþingis og forsætisnefnd hafa synjað Viðskiptablaðinu um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda vegna eftirlits með Lindarhvoli ehf.
Beiðni blaðsins byggist á upplýsingalögum og var send síðasta sumar en í júlí hafnaði lagaskrifstofa þingsins beiðninni á þeim grunni að lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga girtu fyrir afhendingu skjalsins.
Nánar er fjallað um málið á vef Viðskiptablaðsins.
Lindarhvoll ehf. var stofnað 2016, og er tilgangur félagsins að annast sölu á eignum ríkissjóðs.
Umræða