-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Jarðskjálftahrinan í Borgarfirði stendur enn

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Jarðskjálftahrina sem hófst seinnipart desember 2021 vestan við Ok í Borgarfirði stendur enn og hafa um 550 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst. Upptök skjálftanna í hrinunni eru á lághitasvæði og eru engar vísbendingar um kvikusöfnun.

Skjálftarnir í þessari hrinu eru innflekaskjálftar þar sem staðsetning þeirra er utan flekaskila og eldvirkra svæða. Innflekaskjálftar geta orðið vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni, svokallaðra siggengishreyfinga. Innflekaskjálftar eru ekki algengir á Íslandi en þó eru þeir þekktir.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar: https://www.vedur.is/…/jardskjalftahrina-i-borgarfirdi #visindiavakt