,,Bankarnir eru bókstaflega að tapa sér í græðginni
Önnur sturluð staðreynd! : Vextir á veltureikningum eru:
Íslandsbanki 0,75%
Landsbankinn 0,75%
Arion banki 0,4%
Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75%. Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum. En þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands.
Álagning bankanna á veltureikningum eru því lítil 1338% hjá Arion banka,
en hún er „aðeins“ 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum.
Bankarnir eru bókstaflega að tapa sér í græðginni!“
Umræða