Modestas Antanavicius er enn saknað. Björgunarsveitir og lögreglan á Vesturlandi með aðstoð Landhelgisgæslunnar eru enn að leita þegar leitarskilyrði eru fyrir hendi. Þeir sem telja sig hafa orðið vara við hann eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 0300 eða í síma 112.
Vegna leitarinnar að Modestas Antanavicius, 46 ára karlmanni, sem saknað hefur verið síðan á laugardaginn 7. janúar, biðjum við íbúa í Borgarnesi og nágrenni að skoða sitt nærumhverfi, garða og geymslur.
Einnig upptökur frá laugardeginum ef fólk er með myndavélakerfi við húsin. Vinsamlegast hafið samband við lögregluna í síma 4440300 eða í síma 112 ef fólk telur sig hafa upplýsingar.
Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Modestas Antanavicius, 46 ára karlmanni. Síðast er vitað af ferðum hans í Borgarnesi laugardaginn 7. janúar síðastliðinn.
Þeir sem hafa séð til hans eða vita hvar hann kann að vera niðurkominn eru beðnir að láta lögregluna á Vesturlandi vita í síma 4440300 eða setja sig í samband við Neyðarlínuna í síma 112.