Alls ekki víst að sumar útgerðir fái úthlutaðan kvóta
Í nýrri stefnu koma fram breytingar á fiskveiðikerfinu sem hópur manna hefur unnið að síðustu mánuði hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum. ,,Við höfum unnið að nýrra og betra kerfi fyrir þjóðina með sérfræðingum sem hafa mikla þekkingu á greininni og fiskifræði m.a. Það er alveg ljóst í dag, 36 árum síðar þegar kvótakerfið var sett á, að kvótakerfið er meingallað og hefur alls ekki skilað þeim árangri sem reiknað var með.“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson um kvótakerfið.
Í stefnuskrá flokksins er fjallað um að kvóti verði tekinn af þeim sem hafi verið að leigja hann frá sér undanfarin ár og einnig af þeim sem hafi brotið lög og farið yfir lögbundið kvótaþak, þeir verði einnig sviptir þeim kvóta, án réttar til skaðabóta. ,,Þá munu 30% af þeim kvóta sem seldur er milli aðila renna í kvótasjóð ríkisins, þ.e. 30 tonn af hverjum 100. 16 krónu veiðigjald er bara brandari eins og margt annað í þessu gallaða kerfi, fólkið í landinu er búið að átta sig á því og mun ekki samþykkja það lengur.“
Margt fleira áhugavert er sett fram varðandi breytingar á kvótakerfinu og fiskveiðistjórnun:
Hægt að sækja um 95% af fyrri úthlutun
Kvótasjóður ríkissjóðs mun verða stofnaður, þar verður farið yfir umsóknir um veiðiheimildir. Hægt verður að sækja um 95% af kvóta fyrra árs en það er alls ekki víst að viðkomandi útgerð fái þann kvóta.
Einhverjir fá full 95% aðrir minna, 10, 50 eða 80% eða jafnvel ekki neitt. Ef fyrirtækið er t.d. farið yfir lögbundið kvótaþak, verður það svipt þeim kvóta sem því nemur og fer sá kvóti inn í kvótasjóðinn.
https://gamli.frettatiminn.is/26/02/2021/kvotinn-innkalladur-og-utgerdarmenn-sviptir-veidiheimlidum/