Tæplega 800 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti. Er virknin áfram einkum bundin við svæðið SV við Keili og við Trölladyngju. Í nótt kl. 01:31 varð skjálfti af stærð M4,9 um 2,5 KM VSV af Keili og fannst hann víða á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi. Sex skjálftar yfir M3,0 hafa mælst frá miðnætti. Fimm þeirra mældust VSV við Keili en einn SA við Trölladyngju.
Uppfært 28.02. kl. 21.30
Frá miðnætti í dag hafa nú mælst yfir 1600 jarðskjálftar á Reykjanesskaga, þar af 33 yfir M3,0 og sjö M4,0 eða stærri. Virknin er aðallega bundin við svæði sem er um 2 km NA við Fagradalsfjall en eftir hádegi færðist virknin lítillega í NA nær Keili. Auk þess mældust skjálftar við Trölladyngju í nótt og við Grindavík rétt eftir hádegi. Skjálftarnir hafa fundist vel á höfuðborgarsvæðinu að Borgarnesi og austur að Hvolsvelli.
- M4,7 kl. 00:19 um 2,0 km NA af Fagradalsfjalli
- M4,0 kl. 07:54 um 1,5 km NA af Fagradalsfjalli
- M4,3 kl. 11:32 um 3 km NA af Fagradalsfjalli
- M4,2 kl. 15:39 um 1,5 km VSV af Keili
- M4,3 kl. 16:29 um 0,5 km V af Keili
- M4,0 kl. 18:43 um 1,0 km SV af Keili
- M4,7 kl. 19:01 um 2,0 km SSV af Keili