Veður og færð halda áfram að hafa áhrif á meðal annars stöðu sorphirðumála í Hafnarfirði. Eins og staðan er í dag er allt að sjö daga töf á sorphirðu. Íbúum er bent á að hægt er að sjá dag tæmingar á öll heimilisföng í Hafnarfirði í sorphirðudagatali á vef bæjarins.
Íbúar eru hvattir til að leggja sitt að mörkum við að tryggja sorphirðu frá sínu húsi með því moka vel frá sorpgeymslum að lóðarmörkum og passa að tunnur séu ekki frosnar við jörðu. Ef aðgengi að tunnunum er ekki greiðfært eru tunnurnar ekki tæmdar fyrr en við næstu losun. Grátunnan / orkutunnan er losuð á 14 daga fresti og blátunnan á 28 daga fresti.
Umræða