7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

19 verkefni fá styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála – aukin samfélagsleg þátttaka flóttafólks og innflytjenda í forgrunni

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, tilkynnti í dag hver hljóta styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála. Alls fengu 19 verkefni og rannsóknir samtals ríflega 40 milljónir króna. Sérstaklega var horft til verkefna með eftirfarandi áherslum:

  • Verkefna sem stuðla að virkri notkun íslensku í gegnum félagslega viðburði og sem styðja við hefðbundið íslenskunám.
  • Verkefna þar sem lögð er áhersla á virkni ungs fólks, annars vegar þess sem er nýlega komið til landsins og hins vegar þess sem hvorki er í vinnu né skóla.
  • Verkefna sem stuðla að inngildingu,* einkum verkefna sem stuðla að jafnri þátttöku innflytjenda og innlendra á jafningjagrunni.
* Inngilding felur í sér að viðurkenna og virða fjölbreytileikann og gera alltaf ráð fyrir honum í öllu starfi. Inngilding snýr að því að virkja allt fólk til þátttöku og gefa fjölbreyttum hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku.

Félags- og hagsmunasamtök innflytjenda voru sérstaklega hvött til þess að sækja um, auk þess sem haldinn var fjölmennur kynningarfundur um umsóknarferlið og fór hann fram á íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Í fyrsta sinn voru umsóknareyðublöð og leiðbeiningar auk þess höfð bæði á íslensku og ensku.

Sjá lista hér neðst í fréttinni yfir verkefni og rannsóknir sem hlutu styrki.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra:

„Framlög til þróunarsjóðs innflytjendamála hafa verið stóraukin, enda málaflokkurinn mikilvægari en aldrei fyrr. Ljóst er að mikil gróska er í þróunarverkefnum og rannsóknum sem tengjast flóttafólki og innflytjendum á Íslandi. Nú er einmitt áríðandi að rannsaka áhrif mismunandi aðgerða og verkefna og læra af þeim. Ég óska öllum styrkþegum velfarnaðar og hlakka til að fylgjast með framhaldinu.“

Paola Cardenas, formaður innflytjendaráðs:

„Mjög ánægjulegt var að sjá fjölda umsókna í ár. Mikilvægasta áherslan okkar að þessu sinni var inngilding og við vorum ánægð að sjá mörg verkefni sem stuðla að henni. Einn mikilvægur þáttur í aðlögun innflytjenda er þátttaka þeirra á öllum sviðum samfélagsins og í ár bárust umsóknir frá innflytjendasamtökum og einstaklingum af erlendum uppruna. Það er jákvæð þróun og við vonumst til að sjá fleiri slíkar umsóknir í framtíðinni. Besta vísbendingin um fjölmenningarsamfélag er þegar innflytjendur og innlendir taka saman þátt í að skapa fjölbreytt samfélag á jafningjagrunni.“

 

Fayrouz Nouh hlaut hæsta styrkinn í ár fyrir rannsókn þar sem hún skoðar þá þætti sem ýmist styrkja eða veikja þátttöku múslimskra kvenna á vinnumarkaði hér á landi. 

Eftirtalin verkefni hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni:

Nafn verkefnis Umsækjandi Upphæð
Tengja Workshop Tengja fjölmenningarsamtök  2.000.000
Immigrant integration, creating equal opportunities by teaching Icelandic and harmonious connection in dance and providing integrative social events  Hjálpræðisherinn  1.500.000
The inclusion of Muslim immigrant women to the Icelandic labour market: tailwinds and hindrances Fayrouz Nouh 5.500.000
Spjöllum með hreim Borgarbókasafn Reykjavíkur  1.500.000
Orðalykill Musilla ehf.  1.800.000
Samfélagið okkar – við erum menningin Kötlusetur  1.100.000
Víslenska: Íslenskunámskeið fyrir vísindamenn Háskólasetur Vestfjarða  1.500.000
Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar Háskólasetur Vestfjarða  2.300.000
Íslenskuklúbbur/B.Eyja Amtsbókasafnið á Akureyri     146.000
Stuðningur við fylgdarlaus ungmenni Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum  4.300.000
Skapandi lestur Tungumálaskólinn  2.300.000
Nám fyrir óskólagengna erlenda nemendur Verkmenntaskólinn á Akureyri  4.500.000
Eflum tengsl heimila og leikskóla Sveitarfélagið Árborg  1.300.000
Félagsstarf og inngilding Menntaskólinn á Ísafirði  2.000.000
Examining race, racism and Whiteness in Icelandic educational materials Elizabeth Bik Yee Lay  1.400.000
Hennar rödd: Ráðstefna um konur af erlendum uppruna í listum Elínborg Kolbeinsdóttir     700.000
Assessing the talent pool of foreign experts living in Iceland Kathryn Elizabeth Gunnarsson  2.000.000
Langtímarannsókn á starfsaðstæðum innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði Varðan – rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins  4.000.000
Lesið fyrir hund Vigdís – Vinir gæludýra á Íslandi     472.000
Samtals  40.318.000

 

Paola Cardenas, formaður innflytjendaráðs, ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Gleði á athöfninni.