Ódýrasta eldsneytisverð á tveimur stöðvum á landinu en aðeins 2.500 metrar á milli þeirra
Atlantsolíu í Kaplakrika og Bensínstöð Costco eru með ódýrasta eldsneytið
Bensínstöð Atlantsolíu í Kaplakrika býður nú lægsta eldsneytisverð á landinu segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Bensín er á 189,9 krónur og diesel er á 182,9 krónur
Bensín lækkar úr 211,90 krónum í 189,9 krónur eða um 22 krónur á líter.
Dísill lækkar úr 204,3 krónum í 182,9 krónur eða um 21,40 á líter.
Verð verður óbreytt á öðrum stöðvum AO. Sem að þýðir það að lang ódýrasta eldsneytisverð á öllu landinu er á bensínstöðvum Cosco og AO sem að eru í innan við 5 mínútna aksturs fjarlægð frá hvor annari enda ekki nema um 2.500 metrar á milli þeirra. Það er því ljóst að aðeins lítill hluti þjóðarinnar á kost á því að nýta sér hagstæðustu verð sem að í boði eru á Íslandi í dag.
„Atlantsolía hefur alltaf reynt að bjóða samkeppnishæf eldsneytisverð, hvort sem er með afsláttum sem fylgja dælulyklinum eða öðrum sérkjörum,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu.
„Nú ætlum við að bjóða nýjan valkost á stöðinni okkar í Kaplakrika í Hafnarfirði, afnema alla afslætti og bjóða upp á lægsta eldsneytisverð á landinu – án nokkurra skilyrða.
Hér er öllum velkomið að dæla, okkar viðskiptavinum sem öðrum, og eins og alltaf er hægt að greiða með dælulyklinum eða greiðslukorti, allt eftir því hvað fólki hentar. Og stöðin í Kaplakrika er opin allan sólarhringinn.“
Nýr valkostur í Kaplakrika – enginn afsláttur – bara okkar lægsta verð! 1. maí 2018
Við kynnum nýjan valkost í eldsneytiskaupum á stöðinni okkar í Kaplakrika í Hafnarfirði.
- Enginn afsláttur, bara okkar lægsta verð á landinu – skilyrðislaust!
- Engin meðlimakort eða skráning í sérstök kjör – bara mæta og dæla hvenær sem er enda er opið allan sólarhringinn hjá okkur. Dælulykilinn virkar alveg eins og áður, á öllum stöðvum Atlantsolíu og með þínum afsláttarkjörum … nema í Kaplakrika, þar er enginn afsláttur – bara okkar langbesta verð!“ Segir í auglýsingu AO í dag.
Nú er að sjá hvernig Costco tekur í þessa óvæntu samkeppni en eins og áður hefur verið fjallað um, hefur lítil sem engin samkeppni verið á þessum markaði fyrr en upp á síðkastið.
Okur á eldsneyti og bílavörum – Ísland í 1.sæti í heiminum í okri