Hátíðahöld verða haldin víða um land í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Kröfuganga hefst í Reykjavík klukkan 13.30 og gengið verður frá Hlemmi og að henni lokinni verður árlegur útifundur haldinn á Ingólfstorgi.
Félagar í Eflingu safnast saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00 en kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni og einnig á Ingólfstorgi. Gengið verður niður Laugaveginn, Bankastræti, Austurstræti og niður á Ingólfstorg. Útifundurinn á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10 og lýkur um kl. 15.00.Ræðumenn á torginu verða þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags og Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundarstjóri verður Þórarinn Eyfjörð en hann hefur stýrt fundinum síðustu ár. Tónlistaratriði verða í höndum Bubba Morthens og GDRN. Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og sungið verður á táknmáli í tónlistaratriðum.
Þegar fundinum lýkur verður boðið upp á kaffi í Valsheimilinu
Að lokinni kröfugöngu og baráttufundi á Ingólfstorgi býður Efling-stéttarfélag upp á kaffiveitingar í Valsheimilinu að Hlíðarenda í Origo höllinni. Að vanda verður boðið upp á veglegar kaffiveitingar. Ýmis afþreying verður í boði fyrir krakka, myndabox (photobooth), andlitsmálning og blöðrulistamaður. Félagsmenn Eflingar eru hvattir til að fjölmenna í gönguna og taka þátt í hátíðarhöldunum og mæta í Valsheimilið þar sem ungir sem aldnir geta notið góðra veitinga og spjallað við vinnufélaga, vini og kunningja.
Þegar fundinum lýkur verður boðið upp á kaffi í Valsheimilinu
Að lokinni kröfugöngu og baráttufundi á Ingólfstorgi býður Efling-stéttarfélag upp á kaffiveitingar í Valsheimilinu að Hlíðarenda í Origo höllinni. Að vanda verður boðið upp á veglegar kaffiveitingar. Ýmis afþreying verður í boði fyrir krakka, myndabox (photobooth), andlitsmálning og blöðrulistamaður. Félagsmenn Eflingar eru hvattir til að fjölmenna í gönguna og taka þátt í hátíðarhöldunum og mæta í Valsheimilið þar sem ungir sem aldnir geta notið góðra veitinga og spjallað við vinnufélaga, vini og kunningja.
VR ætlar að hita upp fyrir gönguna klukkan 11:30 á Klambratúni með fjölskylduhlaupi og annarri skemmtun og á Ísafirði hefst kröfuganga frá Alþýðuhúsinu klukkan 14:00 og þar á eftir verður dagskrá haldið áfram í Edinborgarhúsinu. Á Akureyri safnast fólk saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og á Egilsstöðum hefst hátíðardagskrá á Hótel Héraði klukkan 10:30. Hátíðar- og baráttufundur hefst í Stapa í Reykjanesbæ klukkan 14:00. Þar verða ræður, tónlistaratriði og kaffi. Nánari upplýsingar um dagskrá víðsvegar um landið má finnma á á vef Alþýðusambandsins.
Discussion about this post