,,þau sem eru á almannatryggingum hækka um 4,7% vegna launaþróunar ársins 2018. Ráðamenn hækka um 6,3% vegna launaþróunar sama árs“
,,Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt …“ Segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.
Fjárlagafrumvarp 2018: „Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að prósentuhækkun bóta almannatrygginga, þ.e. elli- og örorkulífeyris ásamt bóta samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, verði 4,7% frá og með 1. janúar 2018. Ákvörðun um hækkun bótanna tekur mið af spá Hagstofu Íslands um þróun launavísitölu milli áranna 2017 og 2018 að frádregnu launaskriði. Það er til samræmis við 69. gr. almannatryggingalaga, þar sem kveðið er á um að bæturnar skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni en
ákvörðun um hækkun bótanna taki mið af launaþróun en hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. “
Hækkun launa ráðamanna: „Laun alþingismanna, ráðherra, ráðuneytisstjóra og annarra æðstu embættismanna hækkuðu um 6,3 prósent frá 1. janúar síðastliðnum … Fyrsta hækkunin átti að taka gildi í fyrrasumar og taka við af hækkun vísitölunnar árið 2018. Í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna var ákveðið að fresta þeirri hækkun til 1. janúar 2020.“
Semsagt, þau sem eru á almannatryggingum hækka um 4,7% vegna launaþróunar ársins 2018. Ráðamenn hækka um 6,3% vegna launaþróunar sama árs. Segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata
https://www.facebook.com/bjornlevi/posts/10158470198961869