-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

,,Ég hlakka mjög mikið til að koma aftur heim“ segir Gylfi Þór í viðtali við Sportveiðiblaðið

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu er að dælast út úr prentvélunum og verður væntanlega byrjað að dreifa því næstu daga. Það er enginn annar en knattaspyrnugoðið Gylfi Þór Sigurðsson sem prýðir forsíðu blaðsins en hann er í ítarlegu viðtali við Eggert Skúlason.

,,Ég hlakka mjög mikið til að koma aftur heim. Þetta hefur aðeins verið að ágerast síðustu árin og þar spilar veiðin líka sterkt inn í. – ,,Íslensk náttúra er svo ótrúleg og togar í mig“ bætti Gylfi við. Hann hefur verið í atvinnumennsku og um árabil og spilar nú með Everton en hann hefur búið mun lengur erlendis en á Íslandi.

Einnig er ítarlegt viðtal við Þóri Hergeirsson landsliðsþjálfara Noregs í handbolta en bæði hann og Gylfi kunna vel við sig í veiði á Íslandi þegar stundir gefast. Við kryfjum inn að beini metveiðisumarið í Eystri-Rangá, ferðumst til Afríku að eltast við Tigerfish með Óla og Maríu auk þess sem við lítum við í Laxá í Aðaldal og kynnum nýtt fyrirkomulag þar fyrir næsta tímabil.

Einnig má finna viðtal við Helgu Kristínu en hún er að opna vefverslun á veiðileyfum. Einnig kynnust við veiðifélaginu Óðflugu en það er félagsskapur öflugra veiðikvenna. Jakob Sindri fræðir okkur um tvíveiddan stórlax sem hann og María Hrönn veiddu í Haukadalsá.

Pálmi Gunnarsson skrifar um stórgædinn Sasha í Rússlandi sem margir íslenskir veiðimenn hafa kynnst á Rússlandsveiðum. Þetta og fjölmargar aðrar greinar prýða þetta flotta tölublað. Þetta blað er hnausþykkt og við hvetjum veiðimenn til að grípa sér blað til að lesa á ferðalögum og veiðiferðum í sumar.

Hægt er að fá 42% afslátt ef þú gerist áskrifandi að blaðinu, fyrir aðeins kr. 3.400 á ári.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton segist hlakka til að flytja aftur heim til Íslands þegar atvinnumannaferlinum lýkur. – Í viðtali við Sportveiðiblaðið