Klukkan 06:15 í morgun kom tilkynning frá neyðarlínu um reyk frá fjölbýlishúsi upp á Ásbrú í Keflavík, Reykjanesbæ. Þrír aðilar voru fastir á efri hæð hússins og komust ekki út vegna reyks.
Reykkafarar fóru inn og fundu pott sem gleymst hafði á eldavél og fóru með hann út. Einstaklingunum var svo hjálpað við að komast út og íbúðin var reykræst.
Einnig var töluverður erill í sjúkraflutningum s.l. sólarhring hjá Brunavörnum Suðurnesja.
Umræða