Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í hús í vesturbæ Reykjavíkur um tvöleytið í nótt. Í dagbók lögreglunnar segir að húsráðandi hafi vaknað þegar ljósgeisla frá vasaljósi var beint í andlit hans og að innbrotsaðilinn fór þegar húsráðandi vaknaði. Búið var að róta í skúffum og stela fjármunum. Húsráðandi taldi sig þekkja manninn, en lögregla hefur málið nú til rannsóknar.
Keyrði í veg fyrir tvö börn á hlaupahjóli
Bíl var ekið á eða í veg fyrir tvær þrettán ára stúlkur á hlaupahjóli á áttunda tímanum í gærkvöld. Stúlkurnar féllu í götuna og voru laskaðar eftir fallið. Ökumaðurinn flúði af vettvangi og er málið í rannsókn.
Umræða