Lögregla og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi voru kallaðir út í Sundhöll Selfoss vegna slyss sem þar varð á ellefta tímanum í morgun.
Tilkynnt var um að eldri maður hefði slasaðist alvarlega. Sundlauginni var lokað á meðan verið var að rannsaka vettvang. Eftirfarandi tilkynning hefur nú verið gefin út:
Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. Sjúkralið og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða