Myndband frá Flórída sýnir konu sem ekur á yfir 100 km. hraða með fyrrverandi á húddinu á þjóðveginum
Það var uppi ágreiningur um hvort okkar mætti nota bílinn, sem leiddi til lífshættulegra aðstæðna í Miami, á Flórída um s.l. helgi.
Konan segist hafa verið komin inn í bílinn, þegar að stríðið milli parsins um yfirráð yfir bílnum blossaði upp. Til þess að koma í veg fyrir að hún mundi aka í burtu, stökk maðurinn upp á húdd bílsins.
Hins vegar var það ekki nóg til þess að stöðva konuna sem svaraði með því að keyra út á þjóðveginn með fyrrverandi hangjandi á húddinu þar sem að hann hélt sér með dauða haldi og mjög hræddur.
Maðurinn sagði síðar að hann hefði náð að hringja í lögregluna á meðan hann hélt með annari hendi í húdd bílsins, sem keyrði á yfir 100 km. hraða.
Að lokum ók konan út af þjóðveginum og fyrrverandi fékk að lokum lykilinn að bílnum. Eftir atvikið var konan handtekinn en henni hefur nú verið sleppt úr fangelsi.