Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað, en líkur á stöku síðdegisskúrum, einkum í innsveitum vestanlands. Hiti 12 til 21 stig, hlýjast inn til landsins.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan og suðvestan 3-8 m/s og skýjað. Hæg breytileg átt eða hafgola á morgun, og léttir til síðdegis. Hiti 9 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum, en sums staðar skýjað og þokuloft við ströndina. Hiti 15 til 20 stig, en svalara við sjávarsíðuna.
Á sunnudag og mánudag:
Breytileg átt 3-8 og skýjað með köflum, en sums staðar þokusúld við ströndina, einkum austantil. Líkur á stöku skúrum og áfram hlýtt í veðri.
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt, fremur skýjað og stöku skúrir, en sums staðar þokuloft við austurströndina. Hiti 10 til 19 stig.
Á miðvikudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á þoku við svávarsíðuna. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og rigning með köflum norðvestantil, en bjart veður annars staðar. Áfram hlýtt í veðri á austanverðu landinu.