Þrír miðaeigendur skipta svo með sér bónusvinningnum og fá 282.940 krónur hver. Einn miði var keyptur í Vídeómarkaðinum, Hamraborg 20a í Kópavogi og tveir miðar voru keyptir í appinu.
Tveir stálheppnir miðaeigendur voru með 1. vinning í útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra rúmar 26,5 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru báðir keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is.
Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker kvöldsins en fjórir voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hver. Einn miði var keyptur í Söluturninum, Hraunbergi 4 í Reykjavík, einn í appinu, einn á lotto.is og einn miði er í áskrift.
Heildarfjöldi vinningshafa var 7.860.
Umræða