Maður á áttræðisaldri lést eftir fall af Ystakletti í Vestmannaeyjum í dag. Þetta staðfestir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, við fréttastofu ríkisútvarpsins áðan.
Ekki er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu en maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Uppfært: Lögreglan í Vestmannaeyjum
Kl. 13:40 í dag barst lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynning um að maður hafi fallið úr Ystakletti og hafnað í sjónum. Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja héldu þegar á vettvang og náðu manninum úr sjónum en hann reyndist vera látinn.
Maðurinn var búsettur í Vestmannaeyjum og var með hópi manna við smölun í klettinum þegar að óhappið varð og hátt fall á þeim stað sem maðurinn féll. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur nú yfir. Vill lögregla þakka öllum viðbragðsaðilum og vottar aðstandendum samúð.
Umræða