Stærsti trampólíngarður landsins opnar
Föstudaginn 3. ágúst nk. opnar stærsti trampólíngarður landsins, Rush Iceland.
Garðurinn er hluti af erlendri keðju en Rush garðana má meðan annars finna í Danmörku, Bretlandi, Argentínu og Suður Afríku.
Rush Iceland er staðsett að Dalvegi 10-14 í Kópavogi, eða í gamla Kostshúsinu.
Húsnæðið sjálft er um 2200 fm og það má með sanni segja að þar sé öllu til tjaldað.
Salurinn er sérstaklega innréttaður með fjöldan allan af trampólínum, löngum trampólínbrautum og trampólínveggjum.
Þar má einnig finna skotboltavöll, slam dunk trampólín, trampólín fitness og klifurveggi.
Á bak við verkefnið stendur einn stærsti trampólínframleiðandi í heimi, Rush Extream Sports of USA, ásamt Torfa Jóhannssyni sem hefur í um 3 ár unnið að því að koma Rush Iceland á laggirnar.
Garðurinn opnar fyrir bókanir miðvikudaginn 1. ágúst kl 12:00 á rushiceland.is