Ákærði hefur verið sýknaður af öllum ákæruliðum máls þessa og bótakröfum brotaþola vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður málsins greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og réttargæslumanna brotaþola, sem ákveðin eru eftirfarandi að meðtöldum virðisaukaskatti:
Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, eru ákveðin 20.144.940 krónur, auk útlagðs kostnaðar verjandans 77.000 krónur.
Þóknun réttargæslumanns brotaþolanna A og B, Sævars Þórs Jónssonar lögmanns, er ákveðin 1.206.830 krónur. Þókun réttargæslumanns brotaþolanna FD og E, Evu Dísar Pálmadóttur lögmanns, er ákveðin 1.273.232 krónur auk útlagðs kostnaðar 156.484 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþolans C, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, er ákveðin 1.475.600 krónur. Dóm þennan kvað upp Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari.
Hér er hægt að lesa dóminn í heild sinni:
D Ó M U R
Héraðsdóms Reykjaness 30. júlí 2018 í máli nr. S-191/2018:
Ákæruvaldið
(Guðrún Sveinsdóttir settur saksóknari)
gegn :
X
(Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður)
A
Mál þetta, sem dómtekið var 29. júní 2018 að loknum munnlegum málflutningi, er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 13. apríl 2018, á hendur „X, […],.[…],[…],[…], fyrir eftirtalin kynferðisbrot:
I.
Fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa, í fjölmörg skipti haft önnur kynferðismök við A, […], og áreitt hann kynferðislega, á tímabilinu 2004 til 2010 er hann var 7 til 13 ára gamall, með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem fjölskylduvinur er hafði verið trúað fyrir honum til kennslu og uppeldis, beita hann ofbeldi og sumpart notfæra sér ástand hans, sem hér greinir:
- Með því að hafa, á árunum 2004 til 2010, þegar A var 7 til 13 ára gamall, í rúmi ákærða að […], þar sem hann lét drenginn gista þegar hann var í hans umsjá, í fjölda skipta […], en drengurinn var með lokuð augun á meðan [á] brotunum stóð og þóttist sofa.
- Með því að hafa, á sama tímabili og stað og greinir í ákærulið 1, í fjölda skipta […]og í eitt skipti, á tímabilinu 2005-2008, […].
- Með því að hafa, árið 2009 eða 2010, þegar A var 12 eða 13 ára gamall, í bifreið á leið í útilegu […],[…].
- Með því að hafa, árið 2009 eða 2010, þegar A var 12 eða 13 ára, á skrifstofu ákærða í […] að […] í […],[…].
- Með því að hafa, árið 2009 eða 2010, þegar A var 12 eða 13 ára, í útilegu á […],[…] þar sem sem hann lá við hliðina á honum í tjaldvagni.
Telst háttsemi samkvæmt 1. til 4. tl. varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr., sbr. áður 194. gr., 195. gr., og 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að því er varðar þau skipti sem áttu sér stað fyrir 4. apríl 2007. Telst háttsemi samkvæmt 1. tl. einnig varða við 2. mgr. 194. gr., sbr. áður 196. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að því er varðar þau skipti sem áttu sér stað fyrir 4. apríl 2007. Telst háttsemi skv. 5. tl. varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
II.
- Fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa haft önnur kynferðismök við B, […], á tímabilinu 2005 til 2008, þegar hún var 7 til 10 ára gömul og gisti í rúmi ákærða á heimili hans að […], með því að […]. Með háttseminni nýtti ákærði sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað […] er hafði tekið að sér það hlutverk að gæta hennar fyrir […], auk þess að beita hana ofbeldi og notfæra sér að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum svefndrunga.
Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr., sbr. áður 194.gr., 195. gr., 196. gr. og 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 hafi tilvikið átt sér [stað] fyrir 4. apríl 2007.
III.
Fyrir kynferðisbrot gegn C, […], sem hér greinir:
- […].
- Nauðgun, með því að hafa, árið 2006, er C gisti í rúmi ákærða á heimili hans að […], með ofbeldi og ólögmætri nauðung er fólst meðal annars í aldurs-, þroska- og aðstöðumun, og með því að notfæra sér að C gat ekki spornað við háttseminni sökum andlegrar fötlunar, haft önnur kynferðismök við hann án samþykkis hans en […] en lét af þeirri háttsemi eftir að C hafði ýtt honum frá sér í nokkur skipti.
Telst háttsemi samkvæmt ákærulið 7 varða við 2. mgr. 194. gr., sbr. áður 196. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og háttsemi samkvæmt ákærulið 8 við 1. og 2. mgr. 194. gr. , sbr. áður 194. gr., 195. gr. og 196. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
IV.
Fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa, í fjölmörg skipti haft önnur kynferðismök við D, […], á tímabilinu 1998 til 2004 eða 2005, er hann var 6 ára til 12 eða 13 ára gamall, með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem […] sem hafði verið trúað fyrir honum til kennslu og uppeldis, auk þess að beita hann ofbeldi, sem hér greinir:
- Með því að hafa, á árunum 1998 til 2004 eða 2005, á heimilum ákærða að […] og […], þegar D var 6 ára til 12 eða 13 ára gamall, í fjölda skipta, í rúmi ákærða þar sem hann lét drenginn gista þegar hann var í hans umsjá, […] í allt að 6 skipti.
- Með því að hafa, á sama tímabili og stöðum og greinir í ákærulið 9, í fjölda skipta, […] í allt að 2 skipti.
- Með því að hafa, á árunum 1998 til 1999, er D var 6 til 7 ára gamall, á heimili drengsins að […], í a.m.k. eitt skipti, […].
- Með því að hafa, á árinu 2003 eða 2004, er D var 11 eða 12 ára, í sumarhúsi í […],[…].
Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr., sbr. áður 194. gr., 195. gr., 1. mgr. 201. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 202. gr. en síðar 1. mgr. sömu greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
V.
- Fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa áreitt E, […], kynferðislega og haft við hann önnur kynferðismök, á árinu 2002 eða 2003, er E var 13 eða 14 ára gamall og gisti í rúmi ákærða á heimili hans að […], með því að beita ólögmætri nauðung, sem fólst meðal annars í aldurs-, þroska- og aðstöðumun og yfirburðum ákærða gagnvart E sem […] er átti traust hans og trúnað og hafði verið trúað fyrir honum til kennslu og uppeldis, en ákærði […].
Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. og 2. mgr. 202. gr., sbr. áður 194. gr., 195. gr., 1. mgr. 201. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“
Í ákæru eru teknar upp einkaréttarkröfur A, B, C, D og E með eftirfarandi hætti:
„Einkaréttarkröfur:
Af hálfu A, […], er þess krafist að ákærða verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 8.000.000,- auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2011 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. , sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða honum skaðabætur að fjárhæð kr. 800.000,- vegna útlagðs sjúkrakostnaðar auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2011 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Endanleg fjárhæð kröfunnar liggur ekki fyrir að svo stöddu og er gerður áskilnaður um leiðrétta kröfu, leggja fram gögn og reikninga henni til stuðnings allt fram að þingfestingu málsins. Ennfremur er þess krafist að ákærða verði gert að greiða honum skaðabætur að fjárhæð kr. 380.556, – vegna lögmannskostnaðar auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2011 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.
Af hálfu B, […], er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000, – auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2009 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.
Af hálfu C, […], er þess krafist að ákærði greiði honum miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000, – auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá þeim degi er brot átti sér fyrst stað, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun.
Af hálfu D, […], er gerð krafa um greiðslu miskabóta að fjárhæð 3.000.000 kr. úr hendi ákærða. Gerð er krafa um vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 31. desember 2005 til greiðsludags af framangreindri fjárhæð. Ef greitt verður síðar en 21. mars 2018 er gerð krafa um dráttarvexti, skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar til handa réttargæslumanni vegna réttargæslustarfa, sbr. 48. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 216. gr. sömu laga, þ.m.t. vegna framsetningar bótakröfu.
Af hálfu E, […], er gerð krafa um greiðslu miskabóta að fjárhæð 1.500.000 kr. úr hendi ákærða. Gerð er krafa um vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 31. desember 2005 til greiðsludags af framangreindri fjárhæð. Ef greitt verður síðar en 13. mars 2018 er gerð krafa um dráttarvexti, skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar til handa réttargæslumanni vegna réttargæslustarfa, sbr. 48. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 216. gr. sömu laga, þ.m.t. vegna framsetningar bótakröfu.“
B
Við þingfestingu málsins, 11. maí 2018, féll ákæruvaldið frá ákærulið III., 7 tl., vegna fyrningar.
Verjandi ákærða skilaði greinargerð sinni 1. júní 2018. Þar gerði ákærði þær kröfur aðallega að ákæruliðum I. 2. tl., II. 6. tl. , IV. og IV. 10. tl. yrði vísað frá dómi og ákærði yrði sýknaður að öðru leyti. Til vara krafðist ákærði sýknu af öllum kröfum og til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa og að óslitið gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 19. janúar 2018 kæmi til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu, yrði ákærði dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Þá krafðist ákærði aðallega frávísunar á öllum bótakröfum, en til vara að bætur yrðu ákvarðaðar mun lægri en krafist er.
Í þinghaldi 11. júní sl. lét sækjandi málsins bóka leiðréttingu á tilvísunum til eldri refsiákvæða í kafla I, II og V í ákæru. Vísaði sækjandinn til þess að í kafla I hefði tilvísun til 1. mgr. 202. gr. fallið niður í tilvísun til eldri refsiákvæða vegna ákæruliðar I. 1. til 4. tl. Þá hefði tilvísun til gildistöku breytingarlaga nr. 61/2007, þ.e. 4. apríl 2007, verið lagfærð þannig að hún kæmi á eftir tilvísun til 194. gr. og 195. gr., sbr. breytingar sem urðu á 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með nefndum breytingarlögum.
Þá vísaði sækjandi til þess að í kafla II í ákæruskjali, hefði fallið niður tilvísun til 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga í tilvísun til eldri refsiákvæða. Þá væri lagfærð tilvísun til gildistöku breytingarlaga nr. 61/2007, þ.e. 4. apríl 2007, þannig að hún kæmi á eftir tilvísun til 194. gr., 195. gr. og 196. gr., sbr. breytingar sem urðu á 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með lögunum.
Loks væri leiðrétt tilvísun í kafla V til eldri refsiákvæða, þannig að vísað væri til 1. og. 2. msl. 1. mgr. 202. gr., en síðar 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Að teknu tilliti til þessara leiðréttinga ákæruvalds yrði heimfærsla þeirra brota sem ákærða eru gefin að sök í kafla I, II og V eftirfarandi:
„Kafli I
Telst háttsemi samkvæmt 1. til 4. tl. varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr., sbr. áður 194. gr., 195. gr., að því er varðar þau skipti sem áttu sér stað fyrir 4. apríl 2007, 1. mgr. 201. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Telst háttsemi samkvæmt 1. tl. einnig varða við 2. mgr. 194. gr., sbr. áður 196. gr almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að því er varðar þau skipti sem áttu sér stað fyrir 4. apríl 2007. Telst háttsemi skv. 5. tl. varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Kafli II
Telst háttsemi þessi varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr., sbr. áður 194. gr., 195. gr., 196. gr., hafi tilvikið átt sér stað fyrir 4. apríl 2007, 1. mgr. 201. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Kafli V
Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. og 2. mgr. 202. gr., sbr. áður 194. gr., 195. gr., 1. mgr. 201. gr. og 1. og. 2. málsl. 1. mgr. 202. gr. en síðar 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“
Í sama þinghaldi, 11. júní 2018 féll verjandi ákærða frá kröfum um frávísun. Þá mótmælti verjandi ákærða fyrrgreindri leiðréttingu ákæruvaldsins. Með þessu móti hefði verið aukið við ákæruna, sem ekki yrði gert nema með framhaldsákæru.
Sævar Þór Jónsson lögmaður, réttargæslumaður A, lagði í sama þinghaldi fram leiðréttingu á bótakröfu umbjóðanda síns, með vísan til áskilnaðar þar um í greinargerð með eftirfarandi hætti:
„Brotaþoli gerir kröfu um að hinum kærða verði gert að greiða brotaþola skaðabætur að fjárhæð 159.281 kr vegna útlags sjúkrakostnaðar auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.997 kr frá 23. júlí 2013 til 11. september 2014, af 7.869 kr frá 11. september 2014 til 14. janúar 2015, af 9.516 kr frá 14. janúar 2015 til 2. mars 2015, af 18.225 kr frá 2. mars 2015 til 18. mars 2015, af 27.167 kr frá 18. mars 2015 til 18. apríl 2015, af 35.754 kr frá 18. apríl 2015 til 4. maí 2015, af 44.462 kr frá 4 maí 2015 til 25. júní 2015, af 52.976 kr frá 25. júní 2015 til 16. júlí 2015, af 61.739 kr frá 16. júlí 2015 til 21. ágúst 2015, af 70.261 kr frá 21. ágúst 2015 til 23. október 2015, af 78.000 kr frá 23. október 2015 til 3. nóvember 2015, af 86.265 kr frá 3. nóvember 2015 til 23. nóvember 2015, af 94.530 kr frá 23. nóvember 2015 til 28. desember 2015, af 102.730 kr frá 28. desember 2015 til 11. febrúar 2016, af 110.995 kr frá 11. febrúar 2016 til 16. mars 2016, af 119.291 kr frá 16. mars 2016 til 22. apríl 2016, af 127.554 kr frá 22. apríl 2016 til 17. maí 2016, af 135.782 kr frá 17. maí 2016 til 1. júní 2017, af 142.095 kr frá 1. júní 2017 til 4. júlí 2017, af 143.907 kr frá 4. júlí 2017 til 14. ágúst 2017, af 150.882 kr frá 14. ágúst 2017 til 17. nóvember 2017, af 159.281 kr frá 17. nóvember 2017 til greiðsludags. Einnig er krafist dráttarvaxta skv. 9. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags.
Aðrar kröfur brotaþola standa óbreyttar.“
C
Ákæruvaldið gerir þær kröfur sem í ákæru greinir með þeim leiðréttingum sem bókaðar voru af hálfu ákæruvalds við þingfestingu og í þinghaldi 11. júní sl.
Af hálfu brotaþola eru gerðar sömu kröfur og greinir í greinargerð, með þeirri leiðréttingu sem bókuð var í þinghaldi 11. júní á kröfu A.
Ákærði neitar sök. Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Til vara krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa og að óslitið gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 19. janúar 2018 komi til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu, verði hann dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar.
Ákærði krefst einnig aðallega frávísunar á öllum bótakröfum en til vara að bætur verði ákvarðaðar mun lægri en krafist er.
Þá gerir ákærði kröfu um að skipuðum verjanda hans verði greidd málsvarnarlaun úr ríkissjóði samkvæmt sundurliðuðum málskostnaðarreikningi og sakarkostnaður verði allur greiddur úr ríkissjóði.
Sem fyrr greinir mótmælti verjandi ákærða leiðréttingum ákæruvalds á tilvísunum til eldri refsiákvæða í I., II. og V. kafla ákæru. Að mati dómsins fer sú leiðrétting ákæruvaldsins á heimfærslu þeirra brota sem ákært er fyrir, ekki gegn þeim heimildum sem lög um meðferð sakamála veita í því efni, sbr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Í þessu sambandi áréttar dómurinn að umþrætt breyting var gerð með bókun í þingbók, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 88/2008, við upphaf aðalmeðferðar 11. júní sl. Aðalmeðferð málsins var fram haldið 12. júní, 27. og 29. júní sl. er munnlegur málflutningur fór fram. Gafst verjanda ákærða því tími og ráðrúm til þess að undirbúa vörn sína að teknu tilliti til þessara leiðréttinga ákæruvaldsins.
D
Málavextir
Mál þetta á upphaf sitt í kæru brotaþolans A til lögreglu 22. ágúst 2017. Hófst þá rannsókn lögreglu á meintum brotum ákærða gegn honum.
Fimmtudaginn 21. desember 2017 tók lögregla skýrslu af A vegna málsins þar sem hann greindi frá aðdraganda þess að hann fór að gista hjá ákærða og þeim athöfnum sem kæra hans varðaði og sömuleiðis greindi hann frá meintu broti ákærða gegn […] B. Lögreglan tók skýrslu af B, 28. desember 2017. Hún greindi þar frá aðstæðum á […], atviki sem varð þegar bróðir hennar, A, var í 2. bekk grunnskóla og honum var kennt um og samskiptum fjölskyldunnar við ákærða. Hún lýsti einnig því atviki sem ákært er fyrir og varðar hana sjálfa. Rætt var við B í síma 22. janúar 2018 nánar um atvikið og þann 1. mars 2018 lagði hún fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot gegn sér. Lögreglan tók skýrslu af móður þeirra A og B, ES, 28. desember 2017.
Ákærði var handtekinn 18. janúar sl. og úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir. Hefur ákærði setið í gæsluvarðhaldi óslitið síðan. Sama dag og ákærði var handtekinn var gerð húsleit á heimili og í bifreið ákærða og hald lagt á tölvubúnað, myndavélar, síma og fleira úr eigu hans. Undir rannsókn málsins hefur lögregla aflað upplýsinga um heimilisfesti ákærða á tímabilinu frá 2002 til 2017 og um bifreiðaeign hans. Þá var aflað upplýsinga frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar um nöfn þeirra pilta sem dvöldu á stuðningsheimilinu/tilsjónarsambýlinu að […] og […] á árunum 2004 til 2010.
Lögregla hafði á rannsóknarstigi málsins samband við ýmsa einstaklinga sem höfðu dvalið hjá ákærða til að kanna hvort þeir hefði orðið vitni að einhverju saknæmu á heimili ákærða. Við þessa rannsókn bættust við fleiri einstaklingar sem lögðu fram kæru á hendur ákærða. Leiddi þessi rannsókn svo til þessa máls, þar sem ákærði er sakaður um brot gegn fimm einstaklingum. Um nánari málavexti vísast til umfjöllunar um hvern kafla ákæru.
Ákærði hefur neitað sök hvað allar sakargiftir málsins varðar frá öndverðu.
E
Um kafla I., 1.-5. tl.
Sem fyrr segir lagði brotaþoli A fram kæru á hendur ákærða 22. ágúst 2017. Er ákærði þar sakaður um að hafa beitt kæranda kynferðisofbeldi í tæp sex ár, frá árinu 2004 til 2010. Með kærunni fylgdi vottorð […] um að kærandi, A, hefði sótt þar 9 viðtöl á árinu 2015. Sömuleiðis útskriftargögn […], dagsett 25. ágúst 2016. Samkvæmt þeim gögnum fór A í […] frá lokum september 2015 til ágústloka 2016.
Í samantekt og meðfylgjandi gögnum frá […], um aðkomu að málefnum brotaþola, dags. 13. febrúar 2018 kemur fram að A […]
Í gögnum frá […] kemur einnig fram að brotaþoli hafi […]. Þá hafi hann í ársbyrjun 2015 […]. Í tengslum við þá umsókn hafi brotaþoli upplýst að hann hafi verið […]. Þá kemur fram í þessum gögnum að brotaþoli hefði sagst vera í því ferli að kæra manninn sem hefði brotið á honum kynferðislega og væri kominn með lögfræðing í það mál. Í maí 2017 mun brotaþoli hafa verið kominn með vinnu.
Í málinu liggur fyrir læknisvottorð undirritað af SA, heilsugæslulækni, […], ritað að beiðni lögreglu um vottorð er varði kynferðisofbeldi gagnvart brotaþola, hvort hann hafi greint frá því og þá hvenær og hvaða áhrif það hafi haft á hagi hans. Samkvæmt því […].
Í greinargerð GÍ sálfræðings, frá 15. mars 2018, kemur fram að brotaþoli […].
Í málinu liggur fyrir vottorð ÞÞ, ráðgjafa hjá […] þar sem fram kemur að […].
Lögreglan aflaði mats AK, sálfræðings á þroska og heilbrigðisástandi ákærða, sem hún vann með viðtölum og prófum á ákærða. Í niðurstöðum þess mats segir m.a. […]
Lagðar hafa verið fram dagbækur móður brotaþola, fyrir árin 2005, 2008 og 2009. Flestar síður hafa verið rifnar úr þessum bókum. Merkt hefur verið með áherslupenna við nokkrar athugasemdir í þessum bókum, þar sem fram kemur að brotaþoli hafi farið til ákærða eða ákærði komið til fjölskyldunnar. Samkvæmt því sem þar má sjá fór brotaþoli til ákærða þrisvar árið 2005, þrisvar árið 2008 og einu sinni árið 2009. Auk þessa liggur fyrir ljósrit úr dagbók móður brotaþola fyrir 2. mars, en ekki kemur fram hvaða ár. Er þar fært inn að þann dag hafi brotaþoli tjáð móður sinni frá meintum brotum ákærða gegn sér.
Framburður ákærða og vitna fyrir dómi
Ákærði neitaði alfarið sök hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir dómi í öllum ákæruliðum. Hann kvaðst hafa kynnst fjölskyldu brotaþola gegnum sameiginlega kunningja meðan þau bjuggu […]. Þegar þau hefðu flutt til […] hefði fjölskyldan átt við ýmsan vanda að etja, peningalega og í samskiptum við nágranna. Hann hefði aðstoðað þau í peningamálum og farið af og til í sund með krakkana á heimilinu. Brotaþoli hefði eitthvað verið hjá honum í heimsóknum, ekki reglubundið, kannski einu sinni til tvisvar í mánuði. Brotaþoli hefði sótt í að vera hjá honum og hann hefði náð vel til drengsins. Brotaþoli hefði fengið að leika sér í tölvu hjá ákærða og horfa á sjónvarp og þeir hefðu farið í sund og keypt ís. Drengurinn hefði stundum fengið að gista og þá sofið í rúmi ákærða, enda ekki annað rúm til þess. Móðir brotaþola hefði þrifið hjá ákærða og þekkt aðstæður hjá honum. Ákærði viðurkenndi að hafa farið með brotaþola í útilegu […], líklega árið 2008. Þá hefði gleymst aukasæng þannig að þeir hefðu þurft að sofa saman undir sömu sæng. Samskipti við fjölskylduna hefðu slitnað árið 2010. Ástæðu þess tengdi hann ákvörðun […] A og B, um að loka […], sem ákærði rak með aðstoð […] og […]. Að öðru leyti tjáði ákærði sig ekki um einstaka liði ákærunnar í þessum kafla, en kvaðst ekki kannast við það sem hann er þar sakaður um eða kunna á því skýringar.
Brotaþoli A lýsti í öllum aðalatriðum eins og ákærði tildrögum kynna ákærða við fjölskyldu sína. Hann kvaðst hafa gist hjá ákærða einu sinni til tvisvar í mánuði meðan ákærði bjó að […] og kvaðst hafi verið á áttunda ári þegar hann fór að gista hjá ákærða. Af þeim sem bjuggu hjá ákærða á þeim tíma kvaðst brotaþoli sérstaklega muna eftir pilti sem héti L.
Brotaþoli kvaðst alltaf hafa sofið uppi í rúmi hjá ákærða og ekki hafa tölu á því hversu oft ákærði hefði brotið gegn sér, en það hefði gerst í flestöll skipti sem hann gisti hjá ákærða, utan tvisvar þegar hann var veikur. Brotaþoli lýsti brotum ákærða gegn sér með þeim hætti að […].[…].
Þá hefði ákærði einu sinni, þegar þeir voru á ferðalagi, […]. Hefði ákærði svo hlegið á eftir. Aðspurður staðfesti brotaþoli að í þessari ferð hefði ákærði einnig […]. Þá bar brotaþoli einnig að ákærði hefði […]. Þá kvað brotaþoli að ákærði hefði verið að […]sem ákærði rak, en þá hefði H , […], komið að og ákærði hefði hætt. Ákærði hefði „ekki náð að klára það.“
Brotaþoli kvaðst hafa sagt móður sinni frá þessu og brotnað niður við það. Hann hefði beðið hana að segja engum frá þessu. Brotaþoli kvað þessa reynslu hafa farið illa með sig og hann hefði […]. Hann hefði lengi verið […].
Vitnið B, yngri systir brotaþola, A, kvaðst sjálf hafa fengið að gista tvisvar hjá ákærða. Kvað hún ákærða hafa verið mikið inni á heimilinu og mikið með brotaþola. Hún greindi frá því að þau systkinin hefðu bæði verið lögð í einelti, hún hefði viljað vera með brotaþola og fundist spennandi að fá að gista hjá ákærða.
Hún greindi frá því að brotaþoli hefði fengið reiðiköst og liðið illa þegar hann hafi komið heim frá ákærða. Vitnið kvaðst muna til þessa frá því að hún var svona átta ára en brotaþoli 10 ára, og kvað vitnið þessa hegðun brotaþola hafa verið skýrða með því að brotþoli væri dekraður hjá ákærða. Þá kvað hún brotaþola hafa greint sér lítillega frá misnotkun af hálfu ákærða þegar hann var 15 eða 16 ára, en ekki þannig að hún gæti haft það eftir honum. Taldi hún að brotaþoli hefði átt erfitt vegna þessa, […]. Þá upplýsti vitnið að móðir hennar hefði talað um þetta við hana.
JA, bróðir brotaþolans A og B, kvað marga á heimilinu hafa „lent í atburðum hjá ákærða.“ Ákærði hefði orðið vinur fjölskyldunnar gegnum æskuvin ákærða, […]. Ákærði hefði verið að aðstoða fjölskylduna, hjálpað sér, B og A með heimanám. Þá hafi þeir bræður fengið að gista hjá ákærða, hann sjálfur tvisvar, þrisvar. Lýsti vitnið því yfir að þetta hefði gersamlega eyðilagt sig. Hann hefði sjálfur sofið uppi í hjá ákærða og teldi víst að eitthvað hefði gerst, en það væri ekkert vitni að því. Vitnið kvað ákærða hafa búið […] þegar þessi atvik urðu. Hann kvaðst hafa heyrt af máli A sennilega árið 2012 eða 2013, en brotaþoli hefði ekki greint sér frá þessu sjálfur í smáatriðum. Um mál B sagðist hann hafa heyrt að ákærði hefði gert henni eitthvað en ekki nákvæmlega hvað.
ES, móðir brotaþola og B, greindi svo frá að fjölskyldan hefði kynnst ákærða meðan […]. Þau hefðu svo haldið kynnum við hann eftir að þau fluttu til […] árið 2000. Fjölskyldan hafi fyrst búið […] en flutt til […] 2001. Þá hafi ákærði búið í […] og hún hafi farið þangað og þrifið fyrir hann, hún hefði líka þrifið hjá ákærða á […]. Ákærði hafi verið inni á heimili þeirra eins og náinn vinur. Hann hefði farið með börnin í sund. Hann hafi verið vel liðinn og hún aldrei heyrt neitt nema gott um hann. Brotaþoli A hafi farið að fara til ákærða þegar hann var á 8. ári, eftir atvik sem varð í […]. Brotaþoli hefði átt erfitt og hún hafði beðið ákærða um að liðsinna sér með hann. Vitnið gat ekki greint frá því hvernig það æxlaðist að drengurinn fór að gista hjá ákærða né hversu oft það var en það hefði verið oft fram til fermingaraldurs. Hún kvað ákærða hafa átt að aðstoða drenginn með heimanám, hann hefði ekki getað setið kyrr. Þá hefði ákærði stundum lánað henni peninga og seinna hefðu eldri börnin unnið hjá ákærða í […]. Vitnið kvað samskiptum fjölskyldunnar við ákærða hafa lokið árið 2010, það hefði verið ákvörðun eiginmanns hennar en hún vissi ekki af hvaða ástæðu.
Vitnið upplýsti að brotaþoli hefði greint sér frá misnotkun af hálfu ákærða 2. mars 2012. A hafði þá verið í […]. Hann hefði hringt heim og beðið hana að sækja sig, hann þyrfti að segja henni svolítið. Brotaþoli hefði þá sagt sér að ákærði hefði misnotað sig í sex ár. Ákærði hefði […]. Hún hefði skrifað þetta hjá sér í dagbók og tekið myndir af honum þennan dag. Vitnið kvað þetta hafa tekið mjög á sig, hún hefði treyst ákærða fyrir drengnum.
Vitnið kvað breytingar hafa orðið á hegðun brotaþola við átta ára aldur og það færi saman við frásögn hans af misnotkun af hálfu ákærða. Hann hefði […]. Þá hefði drengurinn fengið peninga hjá ákærða og fengið að gera hluti hjá honum sem hann fékk ekki að gera heima hjá sér.
Vitnið kvað brotaþola hafa sagt sér frá því að ákærði hefði […]. Vitnið upplýsti að hún hefði farið með brotaþola á fundi hjá […] og „hvert sem er“, enda hefði hann ekki treyst sér einn. Vitnið kvað brotaþola hafa sagt sér að ákærði hefði […] Brotin hefðu annars átt sér stað á heimili ákærða að […] og í […] þar sem H, […], hefði komið að þeim.
Vitnið kvaðst hafa haldið fund með fjölskyldunni árið 2016 um þetta mál. Brotaþoli hefði sjálfur viljað ráða ferðinni og hún taldi rétt að hann fengi að gera það.
Aðspurð hvort það væri rétt sem kemur fram í rannsóknarskýrslu lögreglu að réttargæslumaður barna hennar hefði bannað vitninu að afhenda lögreglu dagbækur, sem hún hafði nefnt við lögreglu, kvaðst vitnið hafa verið í sorg vegna andláts […] þegar þetta var og hún hefði sagt þetta við lögregluna til þess að losna við hana úr símanum. Hún hefði síðar beðið […] og B, […], að fara með bækurnar til Z, samstarfsmanns réttargæslumannsins. Hún hefði sjálf rifið blöð úr dagbókunum, sem hefðu að geyma persónuleg atriði.
Faðir A og B, JT, sagði brotaþola A hafa greint sér frá atviki sem hefði átt sér stað í ferð að […] og fleiri tilvikum þar sem ákærði hefði brotið gegn honum. Í ferðinni að […]. Eftir það hefði drengurinn komist í sturtuklefa og grátið. Drengurinn hefði sagt sér að hann hefði sofið uppi í hjá ákærða, sem hafi farið í sund með hann og keypt handa honum ís.
Vitnið kvað samgang hafa verið við ákærða, sem hefði komið í afmæli og slíkt hjá fjölskyldunni. Samskiptin hefðu þó verið meiri við konuna og börnin en sig. Vitnið taldi að brotaþoli hefði farið að gista hjá ákærða eftir […]. Hann taldi að drengurinn hefði gist í mesta lagi tvisvar í mánuði hjá ákærða á tímabili. Í kjölfar þess hefði hann orðið heimtufrekur og órólegur. Hann hefði átt erfitt með svefn og fengið martraðir. Vitnið taldi að hegðunarvandi brotaþola hefði verið annars konar eftir að hann fór að fara til ákærða en áður var. Vandamál hans fyrr hefðu verið […] en þau vandamál sem komu fram á heimilinu verið […].
Vitnið kvað brotaþola hafa hætt að gista hjá ákærða áður en hann keypti […], eða á sama ári og drengurinn […]. Ástæða þess hefði verið sú að þau hefðu komist að því að drengurinn svaf uppi í rúmi ákærða. Hann hefði verið ósáttur við það og þau hjónin hefðu rifist vegna þess.
AT, bróðir A og B, upplýsti að brotaþoli A hefði sjálfur greint sér frá þeim atvikum er málið varðar. Það samtal hefði átt sér stað árið 2015. Kvað vitnið brotaþola hafa sagt sér frá ýmsu sem ákærði hefði gert við hann, […]. Vitnið staðfesti á sama hátt og önnur vitni með hvaða hætti kunningsskapur hefði tekist með ákærða og fjölskyldunni. Ákærði hefði verið sá sem fjölskyldan hefði haft mest samskipti við af óskyldu fólki. Þá sagði hann að samkomulagið við ákærða hefði tekið „að súrna“ eftir að ákærði hóf rekstur […].
Vitninu sagðist svo frá að eftir að brotaþoli varð fyrir […] hefðu foreldrar hans talið gott að leita til ákærða um aðstoð með brotaþola. Vitnið kvað brotaþola oft hafa farið til ákærða, en þeir eldri bræður hans hefðu oft farið til […]. Vitnið kvað brotaþola oft hafa […]. Hann myndi fyrst eftir þessum köstum þegar brotaþoli var 8 eða 9 ára gamall.
Vitnið kannaðist ekki við að fjölskyldan hefði sest niður til að ræða þessi mál sérstaklega, en hann taldi að foreldrar sínir hefðu verið þeirrar skoðunar að betra væri að brotaþoli, A væri orðinn eldri þegar hann legði fram kæru í málinu.
AA, bróðir brotaþola, sagði fjölskyldu sína hafa kynnst ákærða […] gegnum strák sem hann hefði sjálfur kynnst milli 1997 og 2000. Vitnið staðfesti og að samgangur brotaþola A við ákærða hefði hafist eftir […] sem A varð fyrir. Sjálfur kvaðst hann hafa gist í tvígang hjá ákærða þegar hann var 14-15 ára, á sófa í stofunni.
Vitnið kvaðst fyrst hafa heyrt af málinu frá foreldrum sínum árið 2016 eða 2017, en síðar hefði brotaþoli sagt honum sjálfur frá. Brotaþoli hefði ekki greint frá atvikum í smáatriðum en talað um að ákærði hefði […]. Hann kvaðst hafa fyllst hryllingi. Vitnið staðfesti það sem fram kom í lögregluskýrslu sem tekin var af honum á rannsóknarstigi, að foreldrar hans hefðu verið hrædd við kerfið og þann möguleika að drengurinn yrði tekinn af þeim. Vitnið taldi að brotaþoli A vorkenndi ákærða.
Vitnið SM, […] B, […] A, greindi frá því að B hefði rætt meint brot ákærða á hendur henni sjálfri við sig. Taldi hann það samtal hafa átt sér stað í lok árs 2014 eða byrjun árs 2015, en þá hefði fjölskyldan verið farin að undirbúa málsókn á hendur ákærða.
H, […], staðfesti að hafa unnið hjá ákærða […]. Aðspurð kannaðist hún við brotaþola A. Kvaðst hún hafa hitt hann heima hjá ákærða en hún þekkti hann ekkert. Hún kvað þá […] stundum hafa komið […], þegar hún hefði verið að vinna hjá ákærða og mundi eftir að hafa séð brotaþola þar. Hún upplýsti jafnframt að hún hefði búið í íbúð á efri hæð hússins þar sem […] var. Vitnið kvaðst ekki muna eftir að hafa séð brotaþola einan í […], taldi hann þá annað hvort hafa komið með pabba sínum eða mögulega ákærða. Vitnið kvaðst ekki muna eftir því að hafa séð ákærða brjóta á brotaþola í […]. Þá kvaðst hún ekki muna eftir samskiptum við brotaþola á Facebook.
ÖK sálfræðingur staðfesti matsgerð sína á ákærða. Sálfræðingurinn upplýsti að ómögulegt væri að staðfesta eða hafna því hvort einstaklingur hefði tilteknar hvatir eða langanir, nema viðkomandi gengist við þeim. Slíkar hvatir væru hins vegar ekki forsenda þess að fólk bryti gegn börnum kynferðislega. Þar réði oft samspil aðstæðna og tækifæra. Einstaklingur gæti gert það við tilteknar aðstæður en léti svo af slíkri háttsemi. Ákærði hefði ekki gengist við slíku og því væri ekki unnt að svara til um hvatir hans eða langanir í þessu efni.
G, ráðgjafi hjá […], upplýsti að hún hefði hitt brotaþolann A með reglulegu millibili frá 2015, um það bil einu sinni í mánuði í eitt ár. Gerð hefði verið áætlun með honum sem miðaði að því að hann næði heilsu. Hún kvað brotaþola […]. Hún kvaðst hafa hvatt hann til náms og starfa og haldið utan um áætlun hans. Hann hefði sagt ástæðu […]. Hann hefði ekki lýst því nánar fyrir sér. Aðspurð mundi vitnið ekki eftir því hvort fyrir lægi greining sérfræðings […], aðeins frásögn hans sjálfs.
GÍ sálfræðingur staðfesti að brotaþoli hefði komið til sín á vegum […], sem miðaði að því að aðstoða viðkomandi til að koma aftur í nám eða starf. Hann hefði hitt brotaþola fimm sinnum, sem á sama tíma hefði verið í viðtölum hjá […]. Af þeirri ástæðu hefði vinna þeirra saman ekki snúist um þá misnotkun sem brotaþoli kvaðst hafa orðið fyrir frá þriðja til áttunda bekk grunnskóla. Taldi sálfræðingurinn þó að brotaþoli hefði haft […]. Hann upplýsti einnig að brotaþoli hefði ekki […]. Aðspurður taldi sálfræðingurinn að það væri ekki útilokað að einkenni vanlíðanar þeirrar sem brotaþoli sýndi mætti rekja til annars en kynferðisofbeldis, […]. Allt væru þetta einkenni sem ættu rót í upplifun einstaklinga, þar sem vegið væri að heilleika viðkomandi og farið yfir mörk og þeir niðurlægðir, smánaðir eða lítillækkaðir. Sálfræðingurinn taldi ótvírætt að í huga brotaþola hefði aðalástæða þess hvernig honum leið verið kynferðisofbeldið.
K heimilislæknir staðfesti fyrir dómi að hafa gefið út vottorð fyrir brotaþola, sem liggja fyrir í gögnum málsins, um óvinnufærni vegna […]. Hann kvaðst hafa hitt brotaþola í júlí 2015 og síðar í nokkur skipti og talað við hann í síma. Brotaþoli hefði lýst líðan sinni, kvíða, depurð og þvílíku og að ástæða þess væri fyrst og fremst kynferðisleg misnotkun sem hefði staðið yfir í 6 ár. Læknirinn kvað brotaþola ekki hafa lýst því fyrir sér hvernig hún átti sér stað. Þá staðfesti læknirinn að brotaþoli hefði samkvæmt gögnum […]. Meðferðin sem brotaþoli hafi fengið vegna þessa hafi fyrst og fremst verið viðtöl hjá […].
SA heimilislæknir kvaðst sjálfur hafa hitt brotaþola einu sinni en minntist þess ekki að á þetta mál hefði verið minnst sérstaklega. Þetta hefði komið fram í seinni tíð. Brotaþoli hefði ekki komið á […] vegna kynferðisofbeldis fyrr en seint, fyrst í byrjun árs 2015, en hann hafi verið skráður […]frá barnsaldri. Hins vegar hafi verið leitað áður til heilsugæslunnar vegna […], en ekkert minnst á þetta mál.
ÞÞ, ráðgjafi hjá […], staðfesti að brotaþoli hefði komið 8-9 sinnum til hennar í viðtöl, yfirleitt með móður sinni. Hann hafi greint frá því að hann hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi af manni sem var tengdur fjölskyldunni, sem hann hafði verið mikið hjá og borið mikið traust til. Á einhverjum tímapunkti hefði maðurinn farið að leita á hann og misnota hann. Hann hefði talað um að honum hefði liðið eins og honum hefði verið gefið eitthvað en átt erfitt með að vera nákvæmur í smáatriðum. Vitnið kvað brotaþola hafa talað um að hann hefði verið látinn horfa á eitthvað og um snertingu. Vitnið minnti að brotaþoli hefði verið um táningsaldur er þetta átti sér stað. Hann hefði verið hræddur við manninn og ekki þorað að kæra hann. Vitnið taldi að brotaþoli hefði verið hjá sér fyrir um ári og komið nokkuð þétt á tímabili.
HS sálfræðingur staðfesti vottorð sem frá henni stafar í málinu frá árinu 2003. Hún kvaðst lítið muna eftir þessu, en þetta væri hefðbundin greining á sex ára dreng. Slíkar greiningar væru aðeins gerðar ef vandi væri til staðar, en ekki almennt á öllum börnum.
MÁ sálfræðingur staðfesti mat sitt á brotaþola frá 2009 en þá var honum vísað til hennar vegna […]. Sálfræðingurinn mundi eftir að hafa hitt brotaþola einu sinni eða tvisvar, fylgst með honum í bekk og að hann hefði verið á námskeiði hjá henni þar sem unnið var með […]. Á það námskeið hefði grunnskólinn vísað brotaþola með samþykki foreldra.
Að kröfu verjanda ákærða kom Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður brotaþolanna A og B, fyrir dóminn og gaf vitnaskýrslu. Tilefni þess var að í upplýsingaskýrslu lögreglu frá 6. mars 2018 var haft eftir móður brotaþolanna að réttargæslumaðurinn hefði bannað sér að afhenda lögreglu dagbækur sem hún kvaðst eiga í fórum sínum, hann ætlaði að gera það sjálfur. Nefndar dagbækur hefðu svo borist lögreglu viku síðar, en þá hefði verið búið að rífa flestar blaðsíðurnar úr bókunum. Kvaðst vitnið ekki hafa séð þessar bækur og aldrei hafa bannað vitninu að afhenda þær lögreglu. Þá kannaðist vitnið ekki við að hafa haft frumkvæði að gerð utanréttarvottorðs sem liggur fyrir í málinu undirritað af móður brotaþola.
Þá komu fyrir dóminn og gáfu skýrslu og eftir atvikum staðfestu gögn sem frá þeim stafa í málinu í heild sinni; L, SK, HS, ráðgjafi hjá […], IS, framkvæmdastjóri […], SÓ félagsráðgjafi, lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins hjá lögreglu nr. 8915, nr. 0219 og nr. 9024, RK, RB, Ö, SS læknir, SG, E, ÁB, D, AB, RE og MG. Verður gerð grein fyrir framburði vitna undir hverjum ákærulið sérstaklega eftir því sem þörf krefur hverju sinni í tengslum við niðurstöðu, en um framburð lögreglumanna og sálfræðingsins AK er í öllum ákæruliðum vísað til þess sem áður hefur verið rakið.
Niðurstaða
Í kafla I., 1.-5. tl., í ákæru er ákærða gefin að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í fjölmörg skipti haft önnur kynferðismök við A, […], og áreitt hann kynferðislega, á tímabilinu 2004 til 2010 er hann var 7 til 13 ára gamall, með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem fjölskylduvinur sem hafði verið trúað fyrir honum til kennslu og uppeldis, beita hann ofbeldi og sumpart notfæra sér ástand hans með nánar tilgreindum hætti, svo sem lýst er í 1. til 5. tl. ákæru. Eiga brot ákærða að hafa átt sér stað á heimili ákærða […].
Ákærði hefur viðurkennt að A hafi verið á heimili sínu einu sinni til tvisvar í mánuði á einhverju árabili. Brotaþoli hafi stundum fengið að gista og þá sofið uppi í rúmi hjá sér. Virðist enginn ágreiningur vera um þá staðreynd í málinu né að þessar heimsóknir hafi átt sér stað meðan ákærði bjó að […]. Um það hvenær þessar heimsóknir drengsins hófust var ákærði óviss, en taldi þó alveg víst að þeim hefði lokið og brotaþoli ekki gist hjá sér eftir að ákærði var kominn í samband við konu árið 2009. Brotaþoli, A hefur sjálfur ekki nákvæma vissu fyrir því hvenær hann hætti að gista hjá ákærða en kveður ákærða síðast hafa brotið gegn sér árið 2010, […]. Vísaði brotaþoli á […], H, sem vitni að því atviki, en hún gat ekki staðfest það fyrir dómi.
Ákærði hefur staðfastlega neitað sök hvað alla ákæruliði varðar. Hann kannast við að hafa farið með brotaþola í sund og útilegu og gist í tjaldvagni með honum, undir einni sæng. Að öðru leyti kannast ákærði ekki við neitt af því sem brot samkvæmt ákæru málsins varðar og kann engar skýringar á því hvers vegna kæra brotaþola er fram komin.
Framburður ákærða hefur að mestu leyti verið eins, hjá lögreglu og fyrir dómi, en einkennst af nokkru minnisleysi. Það kann að hluta til að skýrast af því að nokkuð er um liðið frá því að meint brot áttu sér stað og því mögulega erfitt að henda nákvæmlega reiður á tímasetningum. Hefur ákærði þó verið sjálfum sér samkvæmur og út af fyrir sig ekki ótrúverðugur.
Við mat á trúverðugleika framburðar brotaþola, A, verður að líta til þess að hann var barn þegar þau atvik urðu sem málið hverfist um og nokkuð umliðið síðan. Það eitt og sér kann að skýra nokkra ónákvæmni í frásögn hans. Framburður brotaþola fyrir dómi um þau atvik sem ákært er fyrir er þó í ágætu samræmi við skýrslur hans hjá lögreglu. Þykir frásögn brotaþola því trúverðug um þau brot sem ákært er fyrir. Framburður hans fær einnig nokkra stoð í framburði foreldra hans og systkina, en þeim ber saman um að líðan og hegðun brotaþola hafi versnað mjög um átta ára aldur eða um það leyti sem þau kveða hann hafa farið að gista hjá ákærða. Aðdragandi máls þessa og ýmis gögn málsins eru þó að mati dómsins til þess fallin að draga úr trúverðugleika framburðar brotaþola og fjölskyldu hans.
Fram er komið í málinu að fjölskyldunni var kunnugt um meint brot ákærða nokkru áður en kæra var lögð fram hjá lögreglu. Móðir brotaþola kvað hann hafa greint sér frá þessu í mars 2012, þegar hann var 16 ára gamall, barn að aldri og sagðist hún hafa greint manni sínum og fjölskyldu frá þessu einhverju síðar. Það staðfesti B, systir brotaþola, sem kvaðst hafa vitað af málinu frá þeim tíma. Sömuleiðis kvaðst bróðir brotaþola, JA, hafa heyrt af málinu 2012 eða 2013. Þá kom fram í skýrslu vitnisins SM, […] B, að hann hefði heyrt um meint brot ákærða í lok árs 2014 eða byrjun árs 2015, en þá hefði fjölskyldan verið farin að undirbúa málsókn á hendur ákærða. Eldri bræður brotaþola, AT og AA, kváðust hafa heyrt um þetta frá brotaþola á árunum 2015-2017. Þá sagðist móðir brotaþola hafa haldið fund með fjölskyldunni um mál hans árið 2016.
Í skýrslum vitnanna RB og C, sem nánar eru raktar undir umfjöllun um ákærulið III., 8 tl., kom fram að móðir brotaþola var í sambandi við þau mæðgin í aðdraganda þess að kæra í máli brotaþolans A var lögð fram.
Af gögnum málsins má einnig ráða að undirbúningur að kæru á hendur ákærða hafi staðið í töluverðan tíma áður en kæra var lögð fram til lögreglu. Þannig liggur fyrir að brotaþoli greindi GÍ sálfræðingi frá því í lok árs 2015 að til stæði að fara í málaferli á hendur ákærða, „næsta haust“. Sömuleiðis kemur fram í umsóknargögnum brotaþola […] frá 1. nóvember 2016 að hann hafi hætt í vinnu, þar sem hann ætlaði að kæra ákærða og það tæki mjög á hann og sömuleiðis að brotaþoli hafi þá notið lögfræðingsaðstoðar í málinu. Þá liggur fyrir skrifleg frásögn móður brotaþola af atvikum 2. mars 2012, rituð að beiðni lögfræðings í október 2016. Allt þetta telur dómurinn til þess fallið að draga úr trúverðugleika framburðar brotaþola og ættingja hans í málinu, ljóst sé að umræða um málið hafi átt sér stað í fjölskyldunni töluverðan tíma áður en rannsókn lögreglu hófst og því ekki loku fyrir það skotið að fjölskyldan hafi sammælst eitthvað um framburð sinn í málinu.
Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem eru honum í óhag á ákæruvaldinu. Þá metur dómari hverju sinni hvort fram sé komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrsla ákærða og vitnisburður annarra hafi.
Í máli þessu standa orð brotaþola á móti orðum ákærða. Dómurinn telur framburð brotaþola í sjálfu sér trúverðugan, þó með þeim fyrirvara er áður greindi um aðdraganda málsins. En jafnvel trúverðugur framburður brotaþola nægir ekki einn og sér til þess að ákærði verði sakfelldur. Sem fyrr segir fær framburður brotaþola vissa stoð í framburði fjölskyldu hans, en eins og áður var rakið telur dómurinn ýmis atvik málsins þó til þess fallin að draga úr trúverðugleika framburðar þeirra.
Um önnur óbein sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu er það að segja að þau bera með sér að brotaþoli hafi fyrst árið 2015 leitað sér aðstoðar vegna meints kynferðisofbeldis hjá […] og […]. Samkvæmt vottorði SA heimilislæknis kom brotaþoli með móður sinni á […]7. janúar 2015 vegna vanlíðanar sem […]. Þá liggur fyrir að brotaþoli leitaði um líkt leyti fyrst til […] sér til aðstoðar og sótti þar níu viðtöl á árinu 2015.
Þá hefur ákæruvaldið teflt fram ýmsum gögnum um heilsu brotaþola. Þessi gögn bera með sér að brotaþoli hefur átt erfitt allt frá því að hann byrjaði í grunnskóla. Tvisvar á grunnskólaaldri var brotaþoli […]. Í ársbyrjun 2003, er brotaþoli var á sjöunda ári, var haft eftir foreldrum hans að […]. Þá hafi hann fengið […]árið 2010, en ekkert hafi þá komið fram um að brotaþoli hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi.
Samkvæmt þeim gögnum sem lögð hafa verið fram virðist brotaþoli ekki hafa leitað sér neinnar aðstoðar vegna meints kynferðisofbeldis fyrr en árið 2015, sem að mati dómsins fer illa saman við lýsingar fjölskyldu hans á […]. Auk þessa verður ekki séð að foreldrar brotaþola hafi gert nokkurn reka að því að leita aðstoðar fyrir brotaþola vegna vanlíðanar drengsins, þrátt fyrir að hafa haft vitneskju um meint brot ákærða frá því árið 2012. Þessi atvik eru að mati dómsins fremur til þess fallin að draga úr trúverðugleika málsins í heild en renna stoðum undir sönnun um sekt ákærða.
Þá hefur ákæruvaldið lagt fram greinargerð frá GÍ sálfræðingi. Taldi sálfræðingurinn að […]. Aðspurður fyrir dómi taldi sálfræðingurinn að það væri ekki útilokað að einkenni vanlíðanar þeirrar sem brotaþoli sýndi mætti rekja til annars en kynferðisofbeldis, þá […]. Allt væru þetta einkenni sem ættu rót í upplifun einstaklinga þar sem vegið væri að heilleika viðkomandi og farið yfir mörk og þeir niðurlægðir, smánaðir eða lítillækkaðir. Er því að mati dómsins ekki útilokað að vanlíðan brotaþola eigi sér aðrar orsakir en meint kynferðislegt ofbeldi af hálfu ákærða, enda ýmislegt verið brotaþola mótdrægt í lífinu.
Því skal haldið til haga að við leit á heimili ákærða og í tölvubúnaði hans og tækjum fannst ekkert saknæmt sem rennt gæti stoðum undir sekt ákærða. Þá verður mat AK sálfræðings á ákærða hvorki lagt til grundvallar um sekt hans eða sakleysi.
Að því virtu sem hér hefur verið rakið er það álit dómsins að með framburði brotaþola og vitna hafi nokkur líkindi verið færð að sekt ákærða samkvæmt ákæru. Framhjá hinu verði hins vegar ekki litið, að um það sem máli skiptir standa orð brotaþola gegn orðum ákærða. Þá telur dómurinn að þau óbeinu sönnunargögn sem fram hafa verið færð í málinu nægi ekki til þess að renna svo skýrum stoðum undir sekt ákærða eða framburð vitna að nægi til sakfellingar. Í þessu samhengi áréttar dómurinn að þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi borið ákærða sökum, sem um er fjallað í þessu máli, og það kunni að renna stoðum undir framburð brotaþola, verði engu að síður að koma fram fullnaðarsönnun um hvert það brot sem ákært er fyrir.
Samkvæmt öllu því sem nú hefur verið rakið er það niðurstaða dómsins að ekki hafi verið færðar viðhlítandi sönnur á, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi gerst sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök í þessum kafla ákærunnar og verður hann því sýknaður. Er því skylt að sýkna ákærða af ákæruliðum I., 1.-5. tl., og vísa bótakröfu brotaþola, A, frá dómi með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008.
F
Um kafla II., 6. tl.
Eins og áður hefur verið rakið var tekin skýrsla hjá lögreglu af brotaþola í þessum ákærulið, B, í tengslum við kæru bróður hennar, A, á hendur ákærða, 28. desember 2017. Þar lýsti hún því atviki sem ákært er fyrir og varðar hana sjálfa. Rætt var nánar við B í síma 22. janúar 2018 um atvikið og þann 1. mars 2018 lagði hún fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot gegn sér.
Mál brotaþola B var rannsakað samhliða máli bróður hennar, A, og liggja sömu gögn fyrir í máli hennar og áður hefur verið fjallað um varðandi ákærulið I., 1.-5. tl., þ.e. skýrslur vitna, rannsókn á heimili, bifreið og tölvum og tækjabúnaði ákærða, sem og mat AK sálfræðings á ákærða.
Framburður ákærða og vitna fyrir dómi
Hér á eftir verður rakinn framburður vitna er varðar ákærulið II., 6. tl., sérstaklega. Um annað en hér verður rakið er vísað til framburðar vitna sem áður hefur verið rakinn í umfjöllun um ákærulið I., 1.-5. tl., eftir því sem við á.
Ákærði neitaði sök hvað varðar þennan ákærulið. Hann kvað tengsl sín við brotaþola ekki hafa verið mikil. Hún hefði fengið að fara með sér í sund og beðið um að fá að gista. Hún hefði gist einu sinni hjá sér, með bróður sínum, A, og þá sofið við hlið A í rúmi ákærða. Ákærði mundi ekki hvað brotaþoli var gömul er þetta gerðist.
Brotaþoli B, kvaðst tvisvar hafa fengið að gista hjá ákærða. Í fyrra sinnið hefði hún ekki fengið að gista í rúmi ákærða. Seinna sinnið hefði hún átt að gista í tvær nætur. Hún hefði þá fengið að gista uppi í hjá ákærða með bróður sínum, þar sem hún hefði verið myrkfælin. Hún kvaðst muna að hún hefði sofið í sokkabuxum, en ákærði hefði klætt hana úr þeim. Svo hefði ákærði farið að nudda sér utan í hana. Hún hefði orðið mjög hrædd og ekki þorað að gera neitt. Ákærði hefði […]. Brotaþoli taldi að hún hefði verið um 7-9 ára þegar þetta gerðist. A, bróðir hennar, hefði gripið inn í þessar aðstæður þannig að ákærði lét hana aftur í rúmið. Daginn eftir hafi henni liðið illa og fengið að hringja heim. Hún hefði sagst vera með heimþrá og fengið að fara heim. Hún kvaðst seint hafa sagt frá þessu en hún hefði sagt […], frá þessu og […]. Aðspurð um afleiðingar þessa á líf sitt kvaðst vitnið […].
A, bróðir brotaþola, greindi frá því að eitt sinn hefði brotaþoli fengið að gista með sér hjá ákærða. Hann hefði sjálfur sofið við enda rúmsins en brotaþoli legið milli sín og ákærða. Hann hefði orðið þess var að ákærði hefði […]. Vitnið kvaðst hafa gripið inn í aðstæður með því að grípa í systur sína og fært sig nær ákærða til þess að losa hana úr þessu. Þá hefði ákærði hætt og þau hefðu farið að sofa.
ES, móðir B, taldi að brotaþoli hefði gist tvisvar eða þrisvar hjá ákærða. Hún taldi sig muna að einu sinni hefði hún þó átt að fá að gista tvær nætur en fengið heimþrá og fengið að koma heim. Vitnið hélt að þetta hlyti að hafa verið fyrir 9 ára aldur, þar sem brotaþoli hefði […] frá þeim aldri. Vitnið sagði að bróðir brotaþola, A, hefði fyrst greint sér frá þessu atviki, óbeint, þannig að ákærði hefði reynt að gera eitthvað gegn brotaþola. Mögulega einhverjum mánuðum eftir að A sagði frá brotum ákærða gegn honum sjálfum. Kvaðst vitnið mögulega ekki hafa meðtekið þetta eða áttað sig á þessu þar sem hugur hennar hefði verið meira hjá A. Síðar hefði brotaþoli sagt sér frá þessu sjálf, að þau systkinin hefðu sofið uppi í rúmi hjá ákærða. Ákærði hefði […]. Hún taldi að þetta gæti hafa átt sér stað um það leyti sem […], sennilega 2005.
AA, hvað brot gegn systur hans, B, varðaði, að A hefði sagt sér frá því að hann hefði í eitt skipti náð að hlífa B þegar ákærði hefði verið kominn „með hendurnar á hana.“
Vitnið SM, […] B, kvað brotaþola ekki hafa sagt sér mikið um atvikið er varðaði hana sjálfa. Hún ætti mjög erfitt með að tala um þetta, hefði komist í mikið uppnám við það. Vitnið taldi að brotaþoli hefði stundum verið í pössun hjá ákærða sem hefði „gert hluti við hana“ án þess að hún hefði gefið honum nákvæmar lýsingar á því. Hún hefði ekki lýst því beinlínis hvað ákærði hefði gert. Hún hefði hins vegar greint frá nafni ákærða sem geranda og sagt að brotið hefði átt sér stað þegar hún og A hefðu verið hjá ákærða.
Greindi vitnið frá því að tilefni þess að B ræddi þetta við hann hefði verið umræða á heimilinu um þetta mál áður en hann kom þangað. Brotaþoli hefði verið í uppnámi vegna þess og hann farið að hugga hana og þá hefði hún greint frá þessu. Þetta hefði verið í lok árs 2014 eða byrjun árs 2015, en þá hefði fjölskyldan verið farin að undirbúa málsókn á hendur ákærða.
SG, vinkona B, greindi frá því að B hefði sagt sér frá þessu máli rétt eftir 10. bekk árið 2014. Þá hefði hún sagt sér frá máli A. Að maður sem ynni í barnavernd hefði misnotað hann. Það hefði hún gert til að skýra hvers vegna A væri „svo skrýtinn eitthvað“ og hvað væri „í gangi hjá þeim“. Brotaþoli hefði ekki sagt sér frá atvikinu er varðaði hana sjálfa fyrr en í fyrra, en þá hefði brotaþoli sagt að sami maður hefði misnotað sig, en ekki í smáatriðum. Hann hefði þreifað á henni, snert hana. Vitnið kvaðst ekki geta munað í smáatriðum hvað brotaþoli hefði sagt um atvikið. Brotaþoli hefði sagt að þau hefðu kynnst þessum manni […] og hann væri […]. Það hefði tekið mjög á brotaþola að segja frá þessu. Vitnið hélt að brotaþoli skammaðist sín fyrir þetta.
Niðurstaða
Í ákærulið II., 6. tl., er ákærða gefin að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa haft önnur kynferðismök við brotaþola B, […], einhvern tímann á árunum 2005 til 2008, þegar hún var 7 til 10 ára gömul og gisti á heimili og í rúmi ákærða að […], með nánar tilgreindum hætti eins og segir í ákæru.
Ákærði hefur kannast við að brotaþoli hafi fengið að gista hjá sér einhvern tímann, með bróður sínum A, meðan ákærði bjó á […]. Ákærði neitaði þó staðfastlega öllum sakargiftum hvað þennan ákærulið varðar. Framburður ákærða hefur að mestu leyti verið eins, hjá lögreglu og fyrir dómi, en einkennst af nokkru minnisleysi. Það kann að hluta til að skýrast af því að nokkuð er um liðið frá því að meint brot áttu sér stað og því mögulega erfitt að henda nákvæmlega reiður á tímasetningum. Hefur ákærði þó verið sjálfum sér samkvæmur og út af fyrir sig ekki ótrúverðugur.
Við mat á trúverðugleika brotaþola ber til þess að líta að hún var mjög ung er það atvik sem málið hverfist um á að hafa átt sér stað og nokkuð um liðið síðan. Eitthvert misræmi í frásögn brotaþola af atvikum kann að skýrast af því. Þá verður að mati dómsins einnig að líta til þess sem áður hefur verið rakið um aðdraganda að kæru bróður brotaþola á hendur ákærða og mögulegt ráðslag fjölskyldunnar í því efni. Í þessu máli er framburður vitnanna SM og SG til þess fallinn að renna stoðum undir að sú hafi verið raunin. Að mati dómsins er þetta til þess fallið að draga úr trúverðugleika framburðar brotaþola og fjölskyldu hennar í málinu, þar sem ekki er útilokað að fjölskyldan hafi að einhverju leyti talað sig saman um málsatvik eins og fyrr var vikið að.
Bróðir brotaþola, A, hefur borið um að hafa orðið vitni að broti ákærða gegn brotaþola. Nokkurt misræmi hefur verið í frásögnum þeirra systkina af atvikinu. Þá bar vitnið ekki með sama hætti um atvikið fyrir dómi og hjá lögreglu. Er þetta misræmi, auk þess sem áður hefur verið fjallað um varðandi aðdraganda málsins, að mati dómsins til þess fallið að rýra trúverðugleika frásagnar vitnisins um þetta atvik.
Um sönnunargögn í málinu er það að segja að vitni sem kveða brotaþola hafa greint sér frá því að ákærði hefði brotið gegn sér, bera öll að það hafi fyrst verið eftir að bróðir brotaþola, A, hafði greint frá meintum brotum ákærða gegn honum. Þá kveða vitnin brotaþola ekki hafa lýst brotum ákærða skýrlega fyrir sér. Aðeins móðir brotaþola kvaðst hafa heyrt af brotum þessum, fyrst frá bróður brotaþola og svo síðar frá brotaþola sjálfri, og kvað móðirin brotaþola hafa lýst atvikum þannig að […]. Fær framburður brotaþola samkvæmt þessu einhvern stuðning af framburði vitna í málinu, en þó með þeim fyrirvara er áður greindi.
Við úrlausn þessa máls nýtur ekki sérstakra gagna um afleiðingar meints kynferðisofbeldis á brotaþola. Engir sérfræðingar hafa verið fengnir til að leggja mat á möguleg áhrif þess á brotaþola, engin læknisfræðileg gögn verið lögð fram er varða heilsu brotaþola og líðan. Fullyrðingar brotaþola og móður hennar um að brotaþoli hafi […] fá því ekki stuðning í gögnum málsins.
Þá skal því haldið til haga sem fyrr, að við leit á heimili ákærða og í tölvubúnaði hans og tækjum fannst ekkert saknæmt sem rennt gæti stoðum undir sekt ákærða. Þá verður mat AK sálfræðings á ákærða hvorki lagt til grundvallar um sekt hans eða sakleysi.
Að því virtu sem hér hefur verið rakið er það álit dómsins að með framburði brotaþola og vitna hafi líkindi verið færð að sekt ákærða samkvæmt ákæru. Framhjá hinu verði hins vegar ekki litið, að um það sem máli skiptir standa orð brotaþola gegn orðum ákærða. Þá telur dómurinn að þau sönnunargögn sem fram hafa verið færð í málinu nægi ekki til þess að renna svo skýrum stoðum undir sekt ákærða eða framburð vitna að nægi til sakfellingar. Í þessu samhengi áréttar dómurinn að þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi borið ákærða sökum sem um er fjallað í þessu máli, og það kunni að renna stoðum undir framburð brotaþola, verði engu að síður að koma fram fullnaðarsönnun um hvert það brot sem ákært er fyrir.
Samkvæmt öllu því sem nú hefur verið rakið er það niðurstaða dómsins að ekki hafi verið færðar viðhlítandi sönnur á, svo hafið sér yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi gerst sekur um það brot sem honum er gefið að sök í þessum lið ákærunnar og verður hann því sýknaður. Er því skylt að sýkna ákærða af ákærulið II., 6. tl., og vísa bótakröfu brotaþola, B, frá dómi með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008.
G
Um kafla III., 7.-8. tl.
III. kafli ákæru máls þessa fjallar um meint brot ákærða á hendur C. Eins og áður greinir féll ákæruvaldið frá 7. tl. ákærunnar við þingfestingu málsins vegna fyrningar. Stendur þá eftir 8. tl. III. kafla þar sem ákærða er gefin að sök nauðgun, með nánar tilgreindum hætti eins og fram kemur í ákæru.
Rannsókn á máli C hófst í tengslum við mál A. Skýrsla var tekin af brotaþola 26. janúar 2018 og af móður hans RB 30. janúar 2018. Skýrsla var tekin af bróður brotaþola 6. febrúar og meðal rannsóknargagna þessa máls er einnig skýrsla af H frá 23. janúar 2018. Auk annarra rannsóknargagna sem lögregla aflaði vegna meintra brota ákærða gagnvart brotaþolanum C eru heilsufarsgögn er varða brotaþola, frá þeim tíma er hann bjó […]og einnig frá[…] læknum.
Í máli brotaþolans C liggur fyrir læknisvottorð frá 2016, undirritað af MJ yfirlækni. Samkvæmt því er brotaþoli […]. Þar kemur og fram að hann sé frískur en hafi létta/væga […]. Hann þurfi […]. Þá segir og að brotaþoli líði fyrir þá einangrun sem fötlun hans leiði til.
Þá liggur einnig fyrir vottorð ARS, yfirlæknis geðlækningasviðs […], dagsett 4. janúar 2018. Samkvæmt því er ýmsu ábótavant hvað […] sem veldur honum vandkvæðum í daglegu lífi.
Framburður ákærða og vitna fyrir dómi
Ákærði neitaði sök hvað varðar ákærulið þennan. Hann kvað tengsl sín við brotaþola vera gegnum Ö, […]. Ákærði kvaðst hafa kynnst Ö í framhaldsskóla. Þeir væru góðkunningjar og enn í miklum samskiptum. Ákærði kvað það hafa komið fyrir að hann heimsækti fjölskyldu brotaþola til[…], þar hefði hann fengið fría gistingu. Ákærði hélt að hann hefði síðast gist hjá fjölskyldunni árið 2002 eða 2003 og þá sofið í stofunni hjá þeim. Um samband sitt við brotaþola sagði ákærði það hefði aðallega snúist um tölvur og áhuga brotaþola á þeim og svo í gegnum […], Ö. Ákærði greindi frá því að hann hefði farið í ferðalag með brotaþola þegar hann var í […] og þá hefðu verið með í för […] H og E, sem hann taldi að hefðu þá verið 11-12 ára. Ákærði kannaðist við að brotaþoli væri […] en hann hefði verið fróður um tölvur.
Aðspurður viðurkenndi ákærði að brotaþoli hefði fengið að gista hjá sér á […] en mundi ekki hvenær eða hvað brotaþoli var þá gamall. Honum fannst líklegt að það hefði verið eftir að ákærði hefði sjálfur gist hjá fjölskyldu brotaþola […], kannski 2005 eða 2006. Taldi hann að brotaþoli hefði þá gist í rúmi sínu eitt sinn en í annað sinn á uppblásinni dýnu. Aðspurður um heilsu brotaþola á þessum tíma kvað ákærði brotaþola hafa á þessum tíma[…], en hefði getað verið í tölvum. Að öðru leyti kvaðst ákærði ekki muna vel eftir þessum heimsóknum, sem hefðu verið stuttar. Hann kvaðst ekki vita neitt um […] brotaþola, það hefði ekki verið rætt við hann sérstaklega og hann ekki tekið neitt sérstaklega eftir því, þeirra umræðuefni hefðu lotið að tölvum og brotaþoli hefði verið ágætlega að sér í þeim efnum.
Brotaþoli C kvaðst þekkja ákærða gegnum […] sinn, frá því að þeir bjuggu á Íslandi. Þá hefði ákærði mikið verið heima hjá þeim. Ákærði hefði einnig heimsótt fjölskyldu sína til […]. Hann kvað ákærða síðast hafa komið og heimsótt þau til […] þegar hann var táningur. Sambandið við ákærða hefði þó verið stopult. Ákærði hefði komið nokkrum sinnum og í einhver skipti með frændfólk sitt. Brotaþoli bar að þegar ákærði hefði komið í heimsókn hefði verið farið í skemmtigarða og einu sinni hefði verðið gist eina eða tvær nætur í sumarhúsi í slíkum garði. Það hefði verið fyrir árið 2001.
Brotaþoli kvaðst oft hafa gist hjá ákærða […], árin 2005 og 2006. Árið 2006 hefði móðir hans þurft að sinna veikum föður sínum […]og brotaþoli hefði þá fengið að gista hjá ákærða. Það hefði hann gert þar sem hann treysti ákærða. Ákærði hefði boðið upp á mat, grill og pizzur, tölvuleiki, dvd-myndir og fleira skemmtilegt, ýmislegt sem fjölskylda brotaþola hafði ekki efni á, t.d. ferð í […].
Brotaþoli kvað ákærða hafa […] í heimsókn sinni til ákærða árið 2005. Hann hefði verið að sofna þegar ákærði fór að strjúka sér, taka utan um sig og reisa sig upp. Ákærði hefði svo […][…].
Árið 2006 hefðu atvik hins vegar verið með þeim hætti að ákærði hefði […]. Ákærði hefði þannig þvingað brotaþola til þessa. Þá hefði ákærði einnig reynt að […] þegar hann lá á hliðinni og við hlið ákærða í rúminu. Þessi atvik kvað brotaþoli hafa átt sér stað á heimili ákærða og í rúmi hans. Í sama skipti, árið 2006, hefði ákærði einnig reynt að þvinga brotaþola til að […]. Ákærði hefði […], en ekki tekist að fá brotaþola til þess að gera þetta.
Brotaþoli, kvaðst fyrst hafa greint frá þessu í fyrra, eftir samtal móður sinnar ES, móður A. Hann kvaðst hafa skammast sín mikið fyrir þetta. Brotaþoli kvaðst síðar hafa rætt þetta við lækni sinn, vegna þess að hann hefði fengið mikil kvíðaköst. Þá sagðist brotaþoli hafa rætt þetta við sálfræðing, en ekki nákvæmlega hvað gerðist eða hvernig. Hann hefði greint frá því að hann hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Brotaþoli kvaðst ekki hafa rætt þetta við aðra sem hafa kært. Hann hefði þó fengið skilaboð frá A og rætt ES, móður hans, um það hvort lögfræðingur A mætti tala við sig, og lögreglan.
Brotaþoli kvaðst vera með […]. Hann væri einnig greindur […], sem gerði það að verkum að hann ætti stundum erfitt með að […]. Þá hefði hann alltaf átt erfitt með að treysta fólki. Hann sagðist hafa […] árin 2005-2006, en þó ekki vel. Brotaþoli kannaðist við að hafa verið […]. Hann hefði átt erfitt með […]. Þá kannaðist brotaþoli við að hafa verið greindur með […]. Brotaþoli lýsti lífi sínu í dag þannig að hann byggi einn í íbúð, en hefði áður verið í sambúð. […]. Brotaþoli kvað ákærða hafa misnotað traust sitt. Brot ákærða hefðu haft sálræn áhrif á sig. Hann hefði fengið […]. Hann taldi enn fremur að ákærða hefði verið kunnugt um að hann gengi ekki heill til skógar, en ekki endilega hvað gengi að honum.
RB, móðir brotaþola, C kvaðst ekki hafa vitað neitt um mál þetta fyrr en ES, móðir A og B, hefði hringt í hana og viljað fá að vita hvort brotið hefði verið á C. Vitnið kvaðst þá hafa rætt þetta við syni sína sem hefðu ekki viljað kannast við að ákærði hefði brotið á þeim. Einhverjum mánuðum síðar hefði ES hringt aftur til sín og sagt sér að A ætlaði að kæra ákærða. Vitnið kvaðst ekki vita með hvaða hætti hefði verið brotið á A.
Vitnið kvaðst hafa kynnst ákærða […] árið 1992 í gengum Ö, elsta son sinn. Ákærði hefði heimsótt Ö til […], eftir að fjölskyldan flutti […]. Í […] hefðu tekist kynni með ákærða og ES og JT, manni hennar, foreldrum A og B, þau hefðu verið nágrannar sínir þar í landi. Vitnið kvað ákærða hafa komið til […] fyrst til að heimsækja Ö, son sinn, svo hefði ákærði komið í júní 2000, í fermingu brotaþola, C. Ákærði hefði líka komið í heimsókn árið 2001, þegar dóttir hennar varð stúdent. Í það skipti hefði ákærði komið með H, […] og strák, […] ákærða.
Vitnið taldi að brotaþola hefði þótt vænt um ákærða, sem hefði verið honum góður, eftir því sem henni hefði sýnst. Brotaþoli hefði átt erfitt með hegðun og ákærði hefði stundum setið með brotaþola í fanginu við tölvuna.
Vitnið kvaðst ekkert hafa vitað um brot ákærða gegn brotaþola fyrr en brotaþoli hefði hringt í sig grenjandi og sagt að ákærði hefði brotið á sér. Brotaþoli hefði verið hræddur um að hún myndi loka á samskipti við hann. Þetta taldi vitnið að hefði átt sér stað eftir að A var búinn að senda inn kæru til lögreglu og að mögulega hefði ES hringt í brotaþola af því tilefni.
Vitnið kvað þau mæðgin hafa komið til […] árið 2005. Þá staðfesti hún að hafa komið til […] með brotaþola árið 2006, þegar faðir hennar fór á elliheimili og kvað brotaþola þá hafa gist hjá ákærða.
Vitnið kvað brotaþola hafa verið heilsulausan frá fæðingu. Hann hefði verið greindur með […], sem væri […]. Hann […].
Vitnið sagðist síðast hafa komið til […] 2010, þegar gos varð í Eyjafjallajökli. Þá hefði hún hitt ákærða síðast. ES hefði þá sótt hana og farið með hana í […] sem ákærði rak þá, […]. Þar hefði hún hitt ákærða og sambýliskonu hans.
Vitnið kvað brotaþola ekki hafa lýst fyrir sér atvikum og hún hefði ekki þvingað hann til frásagnar. Þá kvað vitnið brotaþola […].
Ö, bróðir brotaþola, kvaðst fyrst hafa haft spurnir af máli þessu í fréttum, þegar ákærði var hnepptur í gæsluvarðhald, hann hefði ekki haft nokkurn grun um málið. Hann væri vinur ákærða og hefði síðast í nóvember sl. aðstoðað ákærða við að standsetja nýja íbúð hans í […]. Þeir hefðu kynnst í framhaldsskóla, […][…]. Þeir hefðu orðið perluvinir, „gleraugnaglámar í stærðfræðitímum“. Þeir hefðu spilað saman tölvuleiki og lesið sömu bækur, haft sömu áhugmál og verið saman. Þeirra vinskapur hefði verið mjög góður og þeir heimalningar hvor hjá öðrum.
Vitnið greindi svo frá að móðir hans hefði fyrst flutt til […] rétt fyrir aldamótin, en svo þaðan til […]. Hann hefði hins vegar orðið eftir […] til að ljúka framhaldsskóla en að því loknu flutt út til móður sinnar. Ákærði hefði komið í heimsókn til […], en ekki fyrr en vitnið var aftur flutt til […] 2001.
Um brot ákærða gegn brotaþola kvaðst hann ekkert hafa vitað fyrr en eftir handtöku ákærða að hann ræddi við móður sína. Hann kvaðst ekki vita betur en að ákærði hefði bara verið vinur bræðra sinna beggja. Þá fyndist honum skrýtið að hafa aldrei orðið var við neitt. Vitnið staðfesti að brotaþoli væri með […]. Brotaþoli væri […] vegna þessa. Það væri sá heilsufarsbrestur sem hann glímdi við.
Vitnið taldi að milli brotaþola og ákærða væri aðeins kunningsskapur, enda væri mikill aldursmunur á þeim. Hann kannaðist við að brotaþoli glímdi við […] en vissi ekki til þess að það hefði hrjáð brotaþola á ungum aldri, taldi það mögulega tengjast því að brotaþoli […], það væri skelfileg lífsreynsla. Aðspurt kvaðst vitnið ekki vita til þess að brotaþoli glímdi við önnur heilsufarsvandamál og vissi ekki til þess að hann væri með einhverjar greiningar aðrar en […]. Vitnið lýsti brotaþola sem rólyndum og mildum persónuleika, sem hefði sig ekki mikið í frammi. Hann hefði mikinn áhuga á tölvum og tækni. Þeir ættu það sameiginlegt, bræðurnir, eins og ákærði. Brotaþoli væri klár í tölvum og þekkti inn á það svið.
Vitnið mundi ekki eftir því hvenær eða af hverju brotaþoli gisti hjá ákærða. Hann kvað ákærða alltaf hafa haft mikið af börnum og unglingum í kringum sig, sérstaklega starfs síns vegna. Ákærði hefði mikinn áhuga á uppeldismálum. Vitnið sagðist hafa leyst ákærða af nokkrum sinnum á heimilinu á […] og mundi þá sérstaklega eftir einum dreng L, það hefði verið nokkuð mikill „gusugangur“ á honum. Þá kvaðst vitnið hafa kynnst JT og fjölskyldu þegar hann var úti í […]. Ákærði hefði kynnst þessu fólki gegnum sig. Þessi fjölskylda hefði svo flutt aftur til […]. Þá nefndi vitnið að ákærði hefði nokkuð verið kringum […] og einnig ættinga sína, en hann ætti stóra fjölskyldu.
H, […], greindi frá því að hún hefði farið með ákærða til […] og […] þegar hún var 12 ára. Ákærði hefði boðið sér og V, […] sínum. Það hefðu verið verðlaun fyrir að standa sig vel í skóla. Síðar hefði ákærði einnig boðið yngri systur sinni til […]. Úr ferðinni með ákærða til […] mundi vitnið eftir brotaþola, C og systur þeirra, S. Aðspurð mundi hún eftir að hafa verið í veislu í […], systir C hefði örugglega verið að útskrifast.
AB, […] og […] H, staðfesti að H hefði farið með ákærða þessa ferð.
ÁB, […], staðfesti sömuleiðis að sonur hennar, E, hefði verið með í þeirri för.
SS læknir staðfesti að hafa unnið […] árið 2016 fyrir brotaþola, sem er meðal gagna málsins. Það kvaðst vitnið hafa unnið á grundvelli gagna frá […]. Hann hefði aldrei hitt brotaþola, en unnið þetta mat fyrir […]. Læknirinn kvað brotaþola vera […].
SH læknir staðfesti að hafa unnið […] fyrir brotaþola á árunum 1993 og 1994, sem liggur fyrir í málinu. Samkvæmt því hafi brotaþoli […] Læknirinn kvað brotaþola hafa verið býsna ungan þegar hann var hjá sér og þetta gæti breyst. Brotaþoli hefði sýnt góðar framfarir hér á landi en flutt svo til […] og vitnið hefði ekki upplýsingar um hann frekar.
Niðurstaða
Ákærða er í ákærulið III., 8 tl., gefið að sök að hafa nauðgað brotaþola C, […], árið 2006 á heimili sínu að […], með nánar tilteknum hætti eins og greinir í ákæru.
Ákærði hefur kannast við að brotaþoli C hafi fengið að gista á heimili sínu, árið 2005 eða 2006. Ákærði taldi það mögulega hafa gerst í tvígang. Hefði brotaþoli þá í annað skiptið sofið í rúmi sínu en í hitt skiptið á dýnu. Ákærði kvaðst að öðru leyti ekki muna glöggt eftir þessum heimsóknum, sem hann taldi hafa verið stuttar. Mögulega hafi verið farið í tölvu og svo að sofa. Þá kvaðst ákærði vita til þess að brotaþoli væri […] en hefði að öðru leyti ekki hugmynd um […] hans, þeirra samskipti hefðu mest lotið að tölvum, þar sem brotaþoli væri vel að sér. Ákærði neitaði staðfastlega öllum sakargiftum á hendur sér í þessum ákærulið. Hefur ákærði verið samkvæmur sjálfum sér og út af fyrir sig ekki ótrúverðugur hvað þennan ákærulið varðar.
Frásögn brotaþola fyrir dómi og á rannsóknarstigi var að mati dómsins ekki fullkomlega skýr og brotaþoli á stundum eins og óviss um atvik. Ákærða og brotaþola ber saman um að þeir hafi kynnst gegnum Ö, bróður brotaþola, og kannast báðir við að brotaþoli hafi fengið að gista á heimili ákærða, sennilega árin 2005 og 2006. Þá liggur fyrir í gögnum málsins að ákærði bjó þá á […] og er í sjálfu sér ekki ágreiningur um það í málinu.
Líkt og á rannsóknarstigi bar brotaþoli að hann hefði fyrst greint móður sinni frá atvikum fyrir um ári síðan, eftir að móðir hans gekk á hann um það hvort ákærði hefði brotið gegn honum, en hún hafði þá fengið fyrirspurn frá ES, móður A um hvort svo hefði verið. Þá kvaðst brotaþoli einnig hafa verið í samskiptum við ES sjálfur í síma og að brotaþoli A hefði sent sér skilaboð á Messenger gegnum Facebook. Í skýrslu lögreglu og fyrir dómi kvaðst brotaþoli hafa rætt brot ákærða gegn sér við sálfræðing en engin gögn liggja fyrir í málinu því til staðfestu.
Sem fyrr segir verður framburður brotaþola einn og sér, jafnvel þótt trúverðugur sé, ekki lagður til grundvallar sakfellingu ákærða gegn neitun hans. Nægir þá ekki að þeir séu sammála um þau atriði sem áður greindi eða önnur atvik sem ekki snerta þau brot sem ákært er fyrir beinlínis.
Ákæruvaldið hefur í þessu máli kallað til vitnis móður brotaþola og bróður. Móðir brotaþola hefur greint frá því að brotaþoli hafi greint sér frá brotum ákærða eftir að þau fengu vitneskju um að sonur kunningjafólks þeirra, A, hefði lagt fram kæru á hendur ákærða Það gæti þá fyrst hafa verið í ágúst 2017. Taldi móðir brotaþola að ES, móðir A, hefði upplýst brotaþola um kæruna og kannaðist brotaþoli við að hafa rætt við ES í síma. Framburður brotaþola fær samkvæmt þessu vissa stoð í frásögn móður hans. Móðir brotaþola kvað brotaþola ekki hafa lýst atvikum fyrir sér og Ö, bróðir brotaþola, kvaðst enga hugmynd hafa haft um málið fyrr en eftir að ákærði var hnepptur í gæsluvarðhald og þá af samtali við móður sína. Fær frásögn brotaþola um meint brot ákærða því ekki stoð í vitnisburði bróður hans.
Gögn málsins, sem og framburður móður brotaþola, staðfesta að brotaþoli hefur átt við […] að stríða frá ungum aldri. Hins vegar liggur ekki fyrir með ótvíræðum hætti að aðrir en móðir brotaþola hafi gert sér grein fyrir því að brotaþoli gímdi við […]. Bróðir brotaþola staðfesti að brotaþoli væri með […] og glímdi við […], en kvaðst ekki þekkja til þess að brotaþoli hefði verið greindur með einhverja aðra heilsufarsbresti. Í þessu samhengi er rétt að árétta að vitneskja bróður brotaþola um […] virtist í samræmi við það sem ákærði kvaðst vita í því efni.
Því ber að halda til haga sem fyrr, að við leit á heimili ákærða og í tölvubúnaði hans og tækjum fannst ekkert saknæmt sem rennt gæti stoðum undir sekt ákærða. Þá verður mat AK sálfræðings á ákærða hvorki lagt til grundvallar um sekt hans eða sakleysi.
Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem eru honum í óhag á ákæruvaldinu. Í þessum lið ákærunnar nýtur ekki við mikilla gagna og um það sem máli skiptir standa orð brotaþola gegn orðum ákærða og verður í sjálfu sér ekki gerður greinarmunur á trúverðugleika framburðar þeirra.
Engra sérstakra gagna nýtur í málinu sem rennt geti stoðum undir það að […] eigi rót í meintu kynferðisofbeldi. Enn áréttar dómurinn að þrátt fyrir að fleiri einstaklingar en brotaþoli hafi borið ákærða sökum sem um er fjallað í þessu máli, og það kunni útaf fyrir sig að renna stoðum undir framburð brotaþola, verði engu að síður að koma fram fullnaðarsönnun um hvert það brot sem ákært er fyrir. Að mati dómsins hefur ákæruvaldinu ekki lánast sú sönnun í þessu tilviki.
Með vísan til ofanritaðs telur dómurinn að ekki hafi verið færðar viðhlítandi sönnur á, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi gerst sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök og verður hann því sýknaður. Er því skylt að sýkna ákærða af ákærulið III. 8, og vísa bótakröfu brotaþola, C, frá dómi með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008.
H
Um kafla IV., 9. – 12. tl.
- kafli ákæru máls þessa, 9. til 12. tl., fjallar um meint brot ákærða gegn D. Rannsókn á máli brotaþolans D hófst í tengslum við rannsókn á máli A. Lögregla ræddi við brotaþola í síma vegna þess 23. janúar sl. og aftur, 30. janúar, en brotaþoli kvaðst þá ekki hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu ákærða. Daginn eftir, 31. janúar 2018, hafði brotaþoli sjálfur samband við lögreglu og kvað ákærða hafa brotið gegn sér kynferðislega og hann vildi leggja fram kæru á hendur ákærða. Skýrslur voru teknar af brotaþola 1. og 15. febrúar sl. vegna máls hans.
Í málinu liggur fyrir tölvupóstur frá réttargæslumanni brotaþola þar sem staðfest er að brotaþoli hafi ekki leitað til sálfræðings eða geðlæknis áður en hann lagði fram kæru á hendur ákærða.
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Þjóðskrá um búsetu ákærða og brotaþola á því tímabili sem til umfjöllunar er bjó brotaþoli, sem fæddur er […], að […] frá því í nóvember 1997 þar til í júní 2001 að hann flutti […]. Ákærði, hins vegar, var skráður til heimilis að […] frá því í júlí 2002 fram til ársins 2012.
Í málinu liggur einnig fyrir bréf frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar um greiðslur til ákærða fyrir umsjón með tilsjónarsambýli/stuðningsheimili Reykjavíkurborgar og hvar það var til húsa á hverjum tíma. Kemur þar fram að ákærði hafi þegið greiðslur frá borginni fyrst í september 2000, fyrir umsjón með tilsjónarsambýli/stuðningsheimili að […]. Starfsemin hafi flutt þaðan að […] í ágúst 2002 og verið þar til júnímánaðar 2015.
Þá liggja fyrir ljósmyndir af brotaþola sem fundust í peningaskáp á heimili ákærða við húsleit.
Framburður ákærða og vitna fyrir dómi
Ákærði lýsti yfir sakleysi sínu hvað varðar ákæruliði kafla IV., 9.-12. tl. Ákærði kvað brotaþola vera […] og töluverð samskipti hefðu verið milli sín og fjölskyldu brotaþola. Ákærði kvaðst stundum hafa passað börn […] og nefndi sérstaklega H, LS og brotaþola D í því samhengi. Hann hefði heimsótt […] meðan hún bjó í […], en hún hefði flutt […] og þá hefði dregið úr samskiptunum. Ákærði kvað […] hafa búið við góðar aðstæður. Hún hefði verið einstæð móðir með fjögur börn og hann hefði létt undir með henni. Ákærði kannaðist við að hafa hvatt börnin til að læra og lesið fyrir þau, og taldi líklegt að hann hefði einhvern tímann lesið fyrir brotaþola fyrir svefninn. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa verið meira með brotaþola en systkini hans. Ákærði taldi það hugsanlegt að brotaþoli hefði fengið að gista hjá sér áður en fjölskyldan flutti […], en kvaðst ekki muna það almennilega. Hann taldi þó líklegra að brotaþoli hefði gist hjá sér eftir að hann flutti að […]. Ákærði kannaðist ekki við að brotaþoli hefði gist oft í mánuði hjá sér áður en hann flutti […]. Ákærði taldi brotaþola hafa verið 8 ára gamlan þegar fjölskylda hans flutti […]. Ákærði kannaðist við að brotaþoli hefði gist hjá sér eftir það, þegar fjölskylda hans hefði komið til […], kannski einu sinni til tvisvar á ári og að brotaþoli hefði gist einn og mögulega með einhverjum öðrum, t.d. LS systur brotaþola. Þá hefði brotaþoli gist í rúmi sínu. Aðspurður kvað ákærði sig ráma í að hafa gist á heimili […], mögulega eftir að hafa verið að passa fram eftir og mögulega hefði hann sofnað hjá brotaþola en ekki sofið þar.
Ákærði kvaðst hafa farið með brotaþola í sumarleyfi til […] og […] í eina eða tvær vikur og […] hefðu verið með í för. Hefðu þau dvalið í sumarhúsi í […] í viku og svo einhverja daga í […]. Þá hefði ákærði deilt herbergi með brotaþola og sömuleiðis í […], eftir því sem hann myndi. Ákærði taldi að brotaþoli hefði síðast gist hjá sér 2008 eða 2009. Þó hefði hann þá sennilega gist hjá H, […], […], ásamt félaga sínum.
Ákærði kvað þá […] hafa átt ágæt samskipti. Aðspurður kannaðist ákærði við að hafa farið í sund og tölvur og mögulega í bíó með brotaþola. Þá greindi ákærði frá því að RK, vinur brotaþola í Reykjavík, hefði stundum verið með sér og brotaþola, bæði í sundi og í tölvum. Taldi ákærði líklegt að þetta hefði verið þegar hann bjó á […] en ekki að […]. Þá kannaðist ákærði við að RK hefði gist hjá sér, þá á […].
Ákærði kunni engar skýringar á kæru brotaþola, samband sitt við hann hefði verið þokkalegt og hann hefði hitt hann fyrir […] þegar ákærði var á ferðalagi um landið árið 2013, 2014. Þá kvaðst ákærði hafa hitt brotaþola gegnum tölvuleiki og spjallað við hann, en ekki verið í miklum samskiptum við hann eða fjölskyldu hans frá þeim tíma eftir 2014, hann hefði verið mjög upptekinn í námi síðan.
Brotaþoli D upplýsti að ákærði væri […]. Þeir hefðu átt gott samband og mjög mikið þegar hann var lítill. Brotaþoli kvaðst hafa búið lengi í […]. Ákærði hefði farið með sig og aðra krakka í sund og leikið í tölvunni. Þá hefði hann oft verið í heimsókn hjá ákærða eftir að fjölskyldan flutti til […]. Brotaþoli kvaðst oft hafa gist hjá ákærða, en mundi ekki hversu oft. Fyrst hefði hann gist hjá ákærða 5 eða, 6 ára gamall, sennilega þegar hann var í fyrsta bekk. Brotaþoli kvaðst hafa sofið uppi í hjá ákærða.
Brotaþoli greindi frá aðstæðum á heimili sínu. Þau hefðu verið 5 systkinin og móðir hans verið lengi ein með þau, meðan þau bjuggu í […]. Þau hefðu svo flutt á […] þegar brotaþoli var sjö ára, en móðir hans var þá tekin saman við mann. Brotaþoli taldi brot ákærða gegn sér hafa byrjað þegar hann var í fyrsta bekk, 6 ára og þeim hefði lokið þegar hann var 12-13 ára. Brotaþola minnti að ákærði hefði á þessum tíma búið rétt við […] en kvaðst ekki muna götuheitið. Hann sjálfur hefði þá búið í […].
Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki hafa haft mikil samskipti við drengina á heimili ákærða. Hann kvaðst aðallega muna eftir einum strák, sem hefði skroppið út í búð að kaupa mjólk. Brotaþoli taldi að fyrstu brotin gegn sér hefðu mögulega átt sér stað annars staðar en á […], taldi sig muna eftir öðru húsi í þessu samhengi, mögulega að […], þar hefði RK, vinur hans, mikið verið með honum hjá ákærða. Minnti brotaþola að þar hefðu einhverjir unglingar búið. Brotaþoli kvað hina íbúð ákærða […] vera sterkari í minningunni, enda hann orðinn eldri þá.
Brotaþoli kvaðst oft hafa heimsótt ákærða eftir að hann flutti á […], í hvert skipti sem fjölskyldan kom í bæinn. Kannski einu sinni eða tvisvar á ári. Þá hefði komið fyrir að brotaþoli gisti hjá ákærða. Brotaþoli lýsti aðstæðum á heimili ákærða á þeim tíma þannig að hjá ákærða hefðu einhverjir búið tímabundið og svo aðrir komið í staðinn.
Brotum ákærða gegn sér lýsti brotaþoli með þeim hætti að þau hefðu yfirleitt átt sér stað þegar þeir voru að fara að sofa, í rúmi ákærða. Þeir hefðu legið hlið við hlið og ákærði hefði farið inn á brotaþola […]. Það hefði komið fyrir að brotaþoli hefði fengið sáðlát. Brotaþoli kvaðst ekki muna hversu oft þetta gerðist, en þetta hefði gerst nokkuð oft, í nokkra tugi skipta.
Brotaþoli kvað ákærða einu sinni hafa brotið gegn sér heima hjá sér í […], í sínu svefnherbergi, með sama hætti. Brotaþoli hefði þá deilt herbergi með litlu systur sinni, LS, sem þá hafi verið kannski þriggja eða fjögurra ára. Koja hefði verið í herberginu og aukarúm. Þeir hefðu verið í aukarúminu þegar ákærði braut á honum, en litla systir hans hafi verið í herberginu sofandi.
Brotaþoli taldi að ákærði hefði stundum snert sjálfan sig líka, hann hefði þá […], en það hefði verið sjaldnar en hitt. Brotaþoli greindi frá því að ákærði hefði […] en ekki oft, kannski þrisvar til fimm sinnum. Þá hefði ákærði látið brotaþola […] einu sinni. Það hafi aðeins átt sér stað heima hjá ákærða. Þessi atvik taldi brotaþoli hafa átt sér stað þegar hann var 6 til 10 ára gamall. Aðspurður mundi brotaþoli einnig eftir því að hafa sjálfur […], en mundi ekki hvort ákærði hefði látið sig gera það. Langoftast hefði ákærði […] og brotin hefðu oftast byrjað með því.
Brotaþoli greindi einnig frá því að ákærði hefði brotið gegn sér í ferð sem þeir fóru til […]. Hann hafi þá verið kannski 12 ára gamall. Með í þessari ferð hefðu verið […], þ.e. […], og […]. Þau hefðu einnig farið yfir til […] og til baka í þessari ferð og gist hefði verið í sumarhúsi. Brot ákærða í þetta sinn hefði byrjað með því að ákærði […]. Eftir það hefði ákærði viljað […]. Ákærði hefði beðið um það en brotaþoli neitað. Brotaþoli hefði svo reynt að stoppa ákærða af með […].
Þá kvaðst brotaþoli einnig muna eftir því að hafa séð ákærða brjóta gegn RK, vini sínum. Ákærði hefði […] RK. RK hefði oft farið með honum í heimsókn til ákærða og þeir farið með ákærða í sund. Brotaþoli taldi að hann hefði ranglega sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að tiltekið atvik hefði varðað hann sjálfan og E en það hefði rifjast upp fyrir honum að það hefði verið RK en ekki E sem var með brotaþola hjá ákærða þetta sinn. Þetta hafi átt sér stað stuttu eftir að brotaþoli flutti á […].
Brotaþoli kvaðst fyrir dómi ekki hafa rætt brot ákærða gegn sér við neinn nema E, eftir að þetta mál hófst. Hann hefði reynt að gleyma þessu, grafa þetta djúpt með sjálfum sér. Ástæðu þess að hann steig fram nú kvað brotaþoli vera þá að hann hefði tvívegis fengið símtöl vegna þessa máls frá lögreglu. Fyrst hefði hann ekki verið tilbúinn að greina frá brotum gegn sér, hann hefði verið alveg óviðbúinn þessu. Fundist þetta eins og „sleggja í andlitið“. Hann hefði svo ákveðið að greina frá þessu, þegar hann heyrði að fleiri mál væru að koma upp varðandi ákærða, auk þess sem hann hefði þurft að finna kjark hjá sjálfum sér til að tala um þetta. Brotaþoli kvaðst ekki hafa rætt um þetta við nokkurn mann.
AB, […] móðir brotaþolans D, kom fyrir dóminn. Hún kvaðst ekkert hafa vitað um brot ákærða fyrr en í janúar á þessu ári eftir að mál þetta hófst. Hún kvaðst ekki hafa neitt nema gott um samskipti við ákærða að segja. Samskipti við ákærða hefðu bara verið venjuleg […], öll börn í fjölskyldunni hafi verið hænd að ákærða. Vitnið kvað nokkur samskipti hafa verið við ákærða meðan fjölskyldan bjó í […]. Ákærði hafi farið með krakkana í sund, þau hafi stundum fengið að gista og þau hefðu farið í mat hjá honum og slíkt. Aðspurð kvað vitnið ákærða stundum hafa verið með brotaþola. Brotaþoli hafi farið með ákærða og […] til útlanda. Ákærði hefði einnig farið með H, […], í ferðalag til útlanda. Þá hafi ákærði hvatt krakkana til að vera dugleg í skólanum og gefið þeim utanlandsferðir í verðlaun.
Vitninu sagðist svo frá að eftir að ákærði flutti á […] hefði það oft komið fyrir að brotaþoli fékk að gista. Vitnið kvað brotaþola hafa verið 8 ára þegar fjölskyldan flutti á […]. Þá hefði brotaþoli einnig gist hjá ákærða fyrir flutningana, og RK, vinur hans, með. Drengirnir hefðu þá búið beint á móti hvor öðrum í […] og verið mikið saman. Á þeim tíma kvaðst vitnið hafa verið einstæð móðir með fimm börn en flutt árið 2000 […] með fjögur börn. Þá kvað hún ákærða oft hafa komið í heimsókn í […]. Hann hefði borðað, lesið fyrir drenginn og létt undir, t.d. með því að gæta brotaþola fyrir sig. Aðspurð hvort ákærði hefði gist hjá þeim, kvaðst vitnið muna eftir að ákærði hefði einhvern tímann sofnað hjá brotaþola og hún hefði þurft að vekja hann. Ákærði hefði þá verið að lesa fyrir drenginn fyrir svefninn. Vitnið kvaðst ekki muna eftir að önnur börn hennar en brotaþoli hefðu gist hjá ákærða. Um tildrög þess sagði hún að brotaþoli hefði, sem dæmi, fengið að vera eftir hjá ákærða ef þau hefðu verið í heimsókn hjá honum eða ákærði hefði komið til hennar, og farið með krakkana í sund og svo síðar hafi komið beiðni um að brotaþoli fengi að gista. Vitnið staðfesti að hafa vitað að brotaþoli hefði sofið í herbergi ákærða, engum öðrum stöðum hefði verið til að dreifa, hann hefði þá sofið í stóru rúmi ákærða.
Vitnið kvað brotaþola hafa gist hjá ákærða eftir að þau fluttu […], þegar þau komu til […]. Það taldi vitnið sér efst í minni og að ákærði hefði þá búið á […]. Vitnið taldi sér ekki í fersku minni hvar ákærði bjó á þessum tíma. Vitnið kvað fjölskylduna hafa komið í bæinn tvisvar til fjórum sinnum á ári. Drengurinn hefði sóst eftir því að vera hjá ákærða vegna þess að ákærði var duglegur að gera ýmislegt með honum. Brotaþoli hefði því yfirleitt gist hjá ákærða þegar þau komu í […], hann langað að vera þar í tölvuleikjum og slíku. Vitnið minnti að brotaþoli hefði hætt að gista hjá ákærða um fermingu.
Nánar aðspurð um utanlandsferð ákærða með brotaþola greindi vitnið svo frá að brotaþoli hefði farið með ákærða, […] til […] þegar brotaþoli var kannski 10 eða 11, ára. […] og […] hefðu boðið honum. H, […] og […], og E, frændi þeirra hefðu farið með ákærða til útlanda síðar, að því er vitnið minnti vorið 2001, fyrir fermingu barnanna. Það hafi verið verðlaun fyrir að standa sig vel í skólanum.
Vitnið staðfesti að í […] hefði brotaþoli verið í herbergi með kojum og deilt því með litlu systur sinni.
H, […] brotaþola, kvaðst hafa heyrt af atvikum máls þessa úr fréttum, frá öðrum og frá […]. Hún kvað samskipti fjölskyldu sinnar við ákærða hafa verið góð. Ákærði hefði verið mikið með þau krakkana þegar þau voru lítil. Farið með þau í sund og gert skemmtilega hluti með þeim. Hann hefði komið mikið í heimsókn til þeirra. Vitnið kvað aðstæður hjá þeim, meðan þau bjuggu í […], hafa verið þannig að mamma hennar hafi verið ein með fjögur börn, elsta systir hennar hafi verið farin að heiman. Ákærði hefði verið að reyna að létta undir með móður sinni. Vitnið kvað ákærða hafa verið svolítið með brotaþola, ekkert meira með hann en hana eða systur hennar.
Vitnið kvaðst ekki muna eftir því beint að brotaþoli hafi gist hjá ákærða þegar þau bjuggu í […], en það gæti samt hafa verið. Vitnið mundi vel eftir að brotaþoli hefði gist hjá ákærða eftir að þau fluttu […]. Aðspurð hvort hún myndi eftir því að ákærði hefði gist hjá þeim kvaðst hún muna eftir því að hafa séð ákærða uppi í rúmi með brotaþola heima hjá sér, en mundi ekki hvort ákærði hafði verið að lesa fyrir drenginn eða gista. Hún kvaðst sjálf hafa gist hjá ákærða eftir að þau fluttu […], a.m.k. einu sinni, og seinna í þrjár fjórar vikur þegar hún var að flytja í bæinn. Þá hafi hún fengið að vera hjá ákærða þar til hún fékk húsnæði. Vitnið kvaðst einu sinni hafa gist uppi í rúmi hjá honum. Hún hefði átt að gista í sófanum en þegar að því kom hefði ákærði sagt að sófinn væri óþægilegur og boðið sér að sofa frekar uppi í hjá honum. Kvaðst vitnið hafði sæst á það. Kvaðst hún muna að ákærði hefði þá sett höndina yfir sig, það hefði ekki verið neitt meira en það.
Aðspurð kvað vitnið H, […], hafa sóst meira eftir því að vera hjá ákærða en hún. Þeir hefðu náð betur saman. Þá greindi hún frá ferð sinni með ákærða til […] og […] og kvaðst nokkuð viss um að hún hefði þá verið 12 ára. Ákærði hefði boðið sér og E […]. Það hefðu verið verðlaun til þeirra fyrir að standa sig vel í skóla. Ákærði hefði einnig boðið yngri systur sinni síðar til […].
E, […] og brotaþola, upplýsti í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hefði búið á […]. Hann hefði fengið að gista hjá ákærða þegar hann var í […] með foreldrum sínum. Stundum hefði annar […] hans gist með honum, en ekki foreldrar hans sem hafi fengið gistingu annars staðar. Aðspurt kvaðst vitnið gruna að ákærði hefði brotið gegn […][…], sem einnig býr á […]. Þeir hefðu talað um það þegar þeir voru krakkar, en ekki þorað að segja frá því frekar. Þeir hefðu rætt þetta um 14 til 15 ára aldurinn, en frændinn væri þremur árum yngri en hann. Kvaðst vitnið muna eftir því að þeir hefðu verið saman í útilegu og hann hefði þá spurt […] sinn út í þetta. Vitnið kvaðst ekki eiga neinar minningar um að brotið hafi verið gegn honum sjálfum og brotaþola D, […], saman.
Vitnið RK upplýsti að hann hefði verið besti vinur brotaþola D þegar hann var lítill og hefði þannig kynnst ákærða. Hann hefði þá verið í fyrsta bekk. Ákærði hefði farið með þá vini á rúntinn, í sund og fleira. Hann taldi að þessar ferðir hefðu kannski verið 10, en það væri langt um liðið. Vitnið kvaðst hafa gist nokkrum sinnum hjá ákærða, einhvern tímann þegar hann var í 1. til 3. bekk í […]. Hann og brotaþoli hefðu gist saman hjá ákærða, en þó ekki í öll skiptin sem ákærði var með þeim. Aðspurt um bifreiðaeign ákærða á þessum tíma taldi vitnið að ákærði hefði átt […] eða […], sennilega svarta eða dökka.
Vitnið kvaðst hafa orðið vitni að broti ákærða gegn brotaþola D. Því atviki lýsti vitnið þannig að þeir drengirnir hefðu sofið uppi í rúmi hjá ákærða, sem hefði legið á milli þeirra. Hann hefði vaknað við að ákærði var að […], en hefði ekki séð það með berum augum, því að þetta hefði gerst undir sæng. Hann hefði orðið stjarfur. Þegar ákærði hefði svo farið að gera það sama við sig hefði hann áttað sig á því hvað átti sér stað. Nánar lýsti vitnið brotinu þannig […]. Kvað vitnið ákærða hafa ítrekað […] báðum saman og minnti að þeir hefðu alltaf verið saman þegar þetta gerðist. Vitnið gat ekki svarað því hversu oft þetta átti sér stað. Vitnið kvað þetta hafa verið part af nóttunni þegar þeir gistu hjá ákærða.
Vitnið sagði minningar sínar um þetta renna saman, en hann myndi best eftir fyrsta skiptinu þegar ákærði braut fyrst gegn brotaþola, en síðan sjálfum sér. Hann hafi þá verið um sjö ára gamall og að þetta hefði gerst á […]. Þetta hefði verið áður en hann fór í […] í 4. bekk. Vitnið kvaðst muna að ákærði hefði unnið hjá […] á þessum tíma og á þessum tíma hefði verið strákur á heimili ákærða, SK, […].
Vitnið kvað samskipti sín við brotaþola hafa minnkað þegar brotaþoli flutti á […] og hann sjálfur í […]. Eftir það kvaðst vitnið ekki muna eftir samskiptum við ákærða. Hann og brotaþoli hefðu eftir það hist einu sinni er vitnið fór til […] en vitnið mundi ekki hvenær það var. Þeir hefðu átt í einhverjum netsamskiptum fram undir 13 ára aldur. Um það leyti kvaðst vitnið hafa farið í mikla neyslu svo að minni hans væri ótryggt eftir það. Hann hefði flutt oft og átt marga vini. Nánar upplýstur um framburð vitna, þar á meðal móður brotaþola um að vitnið og brotaþoli hefðu hist hjá ákærða eftir að brotaþoli flutti […], svaraði vitnið því til að þetta væri mikið í móðu hjá sér. Hann myndi ekki eftir mörgum skiptum sem þeir hefðu hist, en kannski einhverjum.
Áminntur um að ákærði hefði ekki búið á […] fyrr en […] var vitnið spurt hvort hann væri viss um að hann hefði verið 7-8 ára þegar þessi atvik urðu. Vitnið kvaðst hafa heyrt af þessu, en hann væri viss um að þetta hefði fyrst gerst þegar hann var 7-8 ára. Aðspurður um það hvort hann myndi eftir að ákærði hefði búið annars staðar en á […] sagðist vitnið hafa heyrt talað um […], en myndi ekki eftir að hafa komið þangað. Vitnið var upplýst um að ákærði tengdi minningar sínar um vitnið við […] og innt eftir skoðun sinni á því kvaðst vitnið ekki muna sérstaklega eftir því að hafa komið þangað á þeim tíma. Vitnið kvað sig hafa dreymt þetta mikið og þá hefði þetta fyrst gerst meðan hann var í […]. Hann hefði að vísu átt marga vini í […] en myndi þetta ekki glöggt.
Vitnið kvað heimilisaðstæður sínar ekki hafa verið góðar og hann hefði flúið heimili sitt. Hann mundi ekki hvernig það kom til að hann fór að gista hjá ákærða en taldi sig bara hafa fylgt með brotaþola.
Vitnið kvaðst fyrst hafa sagt frá brotum ákærða gegn sér þegar hann var kominn yfir tvítugt, meðferðaraðilum og fjölskyldu. Hann sagðist hafa sagt vini sínum, barnsmóður og fjölskyldu frá þessu fyrst. Þá hefði hann farið að „stúdera“ ákærða, fengið þráhyggju fyrir honum. Hann hefði haft samband við SK, sem hann myndi eftir að bjó hjá ákærða, og hringt í hann og átt við hann samtal. Vitnið kvaðst vera í meðferð og svo stæði til að fara til sálfræðings vegna þessa.
RE, móðir vitnisins RK, kom fyrir dóminn. Hún kvað son sinn hafa opnað sig um meint brot ákærða árið 2014. Hann hefði þá sagt foreldrum sínum að hann hefði verið misnotaður kynferðislega. Hann hefði sagt ákærða brotamanninn og nefnt brotaþola D þessu samhengi, að ákærði hefði misnotað þá báða. Hún kvað son sinn ekki hafa lýst brotunum nákvæmlega en minnti að hann hefði þó sagt að ákærði hefði „[…].“ Annars hefði sonur sinn aðeins sagt að ákærði hefði farið með þá í sund og misnotað þá í framhaldi af því. Vitnið kvað þau hafa búið í blokk á móti brotaþola D. Þar hefði mamma brotaþola búið ein með mörg börn. Dætur þeirra hefðu leikið sér saman og þannig hefðu tekist kynni með þeim. Vitnið kvað ákærða stundum hafa tekið krakkana með sér í sund, en síður viljað hafa stelpurnar með. Henni hefði fundist ákærði „voða góður“ að hafa RK með í sund, enda hefði hún sjálf verið með mörg börn. Vitnið kvað ákærða hafa verið mikið heima hjá brotaþola. Hann hefði aðstoðað […] með krakkana, farið í bíltúr, sund og fleira. Vitnið taldi sig muna þetta vel og hafa séð þetta heiman að frá sér. Hún kvaðst einnig muna eftir því að sonur sinn, RK, hefði gist hjá ákærða, horft á video og farið í tölvuleiki. Vitnið kvað samskiptum við ákærða hafa lokið að mestu þegar fjölskylda brotaþola flutti á […].
MG, bróðir vitnisins RK, kvað bróður sinn hafa sagt sér frá því að hann hefði verið misnotaður. Hann hefði þá verið mjög fullur og það væri frekar langt síðan, vitnið giskaði á að það væru kannski sjö mánuðir eða ár síðan. RK hefði sagt sér að brotin gegn honum hefðu átt sér stað „um það leyti sem ég var nýfæddur“. Þá hefði RK sagt sér að það hefði verið brotið gegn vini hans, og það hefði verið […] sem gerði þetta. Vitnið kvað RK aldrei hafa talað um þetta aftur við sig. Þá hefði hann ekki útskýrt þetta nákvæmlega, bara að […], og að RK hefði einu sinni vaknað við að maðurinn var að fikta í vini hans.
Skýrsla var tekin af HR í síma. Vitnið kvaðst hafa vitneskju sína um þetta mál frá RK, […], en hann hefði sagt henni frá því árið 2014 að hann hefði verið misnotaður kynferðislega. RK hefði allaf verið að leika við vin sinn, D, og […], ákærði, hefði káfað á þeim, farið með þá í sund og gefið þeim nammi. Hún kvað RK hafa sagt að ákærði hefði farið „[…]“, en ekkert úrskýrt það nánar. Vitnið kvað RK hafa nafngreint manninn, sem ákærða. Þá greindi vitnið frá því að RK hefði ítrekað skoðað ákærða á Facebook og sýnt henni myndir af honum. Hann hefði verið mjög reiður og ætlað heim til ákærða. RK hefði svo „byrjað í brjáluðu rugli“. Hann hefði kært ákærða til lögreglu, því að hann vissi að ákærði væri að vinna í barnavernd og hann vildi bjarga börnunum. Ekkert hefði hins vegar verið gert í málinu. Kvaðst vitnið hafa þekkt myndir af ákærða eftir að mál hans komst í fjölmiðla og hún hefði sent RK skjáskot af mynd af ákærða og spurt hvort þetta væri ekki maðurinn sem hefði brotið á honum, en þá var RK í meðferð í […]. Það hefði því verið hún sem upplýsti RK um að mál ákærða væri til rannsóknar.
SK greindi frá því að hann hefði fengið símtal fyrir nokkrum árum frá ungum dreng, árið 2012 eða 2014, sem staðhæfði að ákærði hefði nauðgað sér. Vitnið kvað drenginn hafa sagt sér að hann væri skyldur ákærða og vildi fá staðfestingu á því að SK myndi eftir honum á svæðinu og hvort hann hefði einhverja vitneskju um þetta. Vitnið taldi að pilturinn hefði verið í einhvers konar tilfinningauppgjöri á þessum tíma. Hann hefði sagt ákærða hafa misnotað sig í lengri tíma, en hann ekki skilið hvað átti sér stað. Þá hefði hann sagt að hann ætlaði að leggja fram kæru, sem væri hluti af uppgjörinu. Vitnið kvað þetta hafa komið flatt upp á sig. Drengurinn hefði talað um nauðgun, en hann hefði ekki verið viss um hvort drengurinn hefði meint það. Vitnið gat ekki greint frá nafni viðmælandans en minnti að hann hefði sagst vera […] ákærða og hefði munað eftir sér af heimilinu. Vitnið staðfesti að hafa búið hjá ákærða í um það bil eitt ár og það gæti hafa verið frá febrúar 2004.
Aðspurt kvaðst vitnið muna eftir að […] ákærða, ljóshærður eða skolleitur, hafi oft komið á föstudögum og þá hafi verið gert tilefni úr því, pizzakvöld, spilað á tölvu eða horft á dvd. Stundum hafi drengurinn komið til að gista. Vitnið bar að honum hefði skilist á þeim […] að þeir væru nánir. Hélt vitnið að drengurinn hefði verið […] ákærða. Vitnið greindi frá einu tilviki sem honum fannst skrýtið í þessu samhengi. Kvaðst vitnið hafa séð þá […] liggja í rúminu snemma kvölds að horfa á sjónvarpið og sér hefði fundist eitthvað skrýtið við aðstæður. Ákærði hefði legið á hliðinni með drenginn við hlið sér‚ líkt og kærustupar. Vitnið kvaðst aldrei hafa orðið vitni að því að ákærði bryti gegn börnum. Aðspurður mundi vitnið eftir þremur öðrum börnum, tveimur strákum og stelpu, systur þess sem var mest þarna, […].
Niðurstaða
Ákærða er í IV. kafla ákæru, 9.- 12. tl., gefin að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í fjölmörg skipti haft önnur kynferðismök við D, kt. […], á tímabilinu 1998 til 2004 eða 2005, er hann var 6 ára til 12 eða 13 ára gamall, með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem móðurbróðir sem hafði verið trúað fyrir honum til kennslu og uppeldis auk þess að beita hann ofbeldi, sem nánar greinir í ákæru.
Ákærði hefur staðfastlega neitað sök hvað brot þau sem hér er um fjallað varðar, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, og kunni engar skýringar á kæru brotaþola á hendur sér. Var framburður hans fyrir dómi í meginatriðum með sama hætti og hjá lögreglu. Ákærði hefur kannast við að hafa umgengist brotaþola meðan hann bjó í […], eins og önnur börn […] […]. Þá taldi hann líklegt að hann hefði einhvern tímann lesið fyrir brotaþola fyrir svefninn og hugsanlegt að brotaþoli hefði fengið að gista hjá sér áður en fjölskyldan flutti […], en líklegra að brotaþoli hefði gist hjá sér eftir það, kannski einu sinni til tvisvar á ári, þá einn, en mögulega með einhverjum öðrum, t.d. LS, […] brotaþola. Ákærði kvað drenginn þá hafa gist í rúmi sínu. Ákærði greindi frá því að hann hefði farið í sund og leikið við brotaþola í tölvum og þá hefði RK, vinur brotaþola stundum verið með og einnig fengið að gista. Taldi ákærði líklegt að þetta hefði verið þegar hann bjó á […] en ekki að […]. Þá kvaðst ákærða ráma í að hafa gist á heimili […] í […], mögulega eftir að hafa passað börnin og mögulega sofnað en ekki sofið þar.
Ákærði kvaðst hafa farið til útlanda með brotaþola og deilt herbergi með honum í þeirri ferð. Ákærði var ekki viss hvenær brotaþoli gisti síðast hjá sér.
Hefur ákærði að mati dómsins verið samkvæmur sjálfum sér og út af fyrir sig ekki ótrúverðugur.
Framburður brotaþola fyrir dómi þykir trúverðugur, og sýnilegt að skýrslugjöfin tók mjög á hann. Hvað varðar framburð brotaþola sérstaklega ber að taka tillit til þess að brotaþoli greindi fyrst frá atvikum í byrjun þessa árs, í skýrslu hjá lögreglu 1. febrúar sl. Sömuleiðis að þau atvik sem málið varðar eiga að hafa átt sér stað þegar brotaþoli var barn og langt um liðið síðan. Það kann að skýra ónákvæmi í frásögn brotaþola um tímasetningar og jafnvel staði þar sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Þá er í þessu samhengi rétt að vekja athygli á því að brotaþoli féll fyrir dómi frá þeim framburði sínum hjá lögreglu að tiltekið atvik, meint brot gegn honum og E, hefði hent þá […]. Kvað brotaþoli fyrir dómi að það atvik hefði hent sig og vitnið RK.
Sem fyrr segir verður framburður brotaþola einn og sér ekki lagður til grundvallar sakfellingu ákærða gegn eindreginni neitun hans, jafnvel þótt framburður brotaþola þyki mjög trúverðugur. Stendur þá upp á ákæruvaldið að leggja fram frekari gögn til sönnnunar sekt ákærða. Í því skyni hefur ákæruvaldið í þessu máli kallað til ýmis vitni. Er því næst verkefni dómsins að leggja mat á framburð þeirra.
Ákæruvaldið hefur leitt sem vitni í þessu máli RK. Að mati dómsins var vitnisburður hans óstöðugur og reikull, þannig að rýri nokkuð trúverðugleika framburðar vitnsins. Ber og til þess að líta að framburður vitnisins hefur stangast á við framburð brotaþola, sem mundi ekki eftir að hafa gist með vitninu hjá ákærða. Fyrir dómi taldi brotaþoli sig þó muna eftir því að ákærði hefði einu sinni brotið gegn þeim saman, en ekki gegn sér og[…], eins og brotaþoli hafði áður greint frá hjá lögreglu. Þrátt fyrir það virðast minningar brotaþola og vitnisins af atvikum ekki hinar sömu, og misræmi í frásögnum þeirra ekki til þess að renna stoðum undir efni ákærunnar sem slíkrar.
Hvað varðar vitnisburð móður og bróður vitnisins, RK, sérstaklega, ber til þess að líta að frásögn þeirra byggist á frásögn RK sem þegar hefur verið lagt mat á. Þó ber jafnframt til þess að líta sem áður greindi að brotaþoli taldi fyrir dómi að ákærði hefði einu sinni brotið gegn sér með RK. Dómurinn telur að frásagnir þessara vitna og brotaþola, virtar sem heild og atvik málsins að öðru leyti, geri það að verkum að ekki sé hægt að útiloka að ákærði kunni að hafa brotið gegn brotaþola, en um leið séu þær ekki endilega til þess fallnar að renna stoðum undir þau brot sem ákært er fyrir í málinu.
Móðir brotaþola kom fyrir dóminn og staðfesti það sem brotaþoli greindi sjálfur frá, að hann hefði verið samvistum við ákærða og gist hjá honum. Kvaðst móðir brotaþola hafa vitað af því að drengurinn hefði þá gist í sama rúmi og ákærði. Framburður hennar var í alla staði trúverðugur, en vitnið hafði aldrei fyrr en við rannsókn lögreglu í málinu heyrt af meintum brotum ákærða og brotaþoli ekki greint henni frá þeim. Er framburður vitnisins því í sjálfu sér ekki til þess fallinn að renna stoðum undir efni ákærunnar. Sama gildir um framburð […], H, sem var bæði skýr og trúverðugur, en ekkert í framburði hennar er sérstaklega til þess fallið að renna stoðum undir staðhæfingar um meint brot ákærða.
Vitnið E, […] brotaþola, bar fyrir dómi að sig hefði grunað að ákærði hefði brotið gegn brotaþola D og þeir hefðu rætt það sem unglingar. Vitnið gat ekki gefið nánari lýsingar á því samtali og þá kvaðst vitnið ekki eiga minningar um að brotið hefði verið gegn þeim […] saman.
Vitnið SK, sem samkvæmt gögnum málsins bjó hjá ákærða að […] árið 2004, bar um að […] ákærða, sem vitnið hélt vera […] ákærða, hefði oft komið og gist á föstudögum hjá ákærða. Taldi vitnið sig hafa séð þann dreng og ákærða liggja saman uppi í rúmi líkt og kærustupar. Árið 2004 bjó brotaþoli á […] og kom að eigin sögn og ákærða einu sinni til tvisvar á ári til […] og gisti þá hjá ákærða. Að sögn móður brotaþola komu þau kannski tvisvar til fjórum sinnum á ári. Að því virtu telur dómurinn hæpið að slá því föstu að þessi frásögn vitnisins eigi endilega við um brotaþola D. Þá mátti skilja framburð vitnisins svo að sami einstaklingur, „[…]“, hefði löngu síðar verið í símasambandi við sig um meint brot ákærða. Það stangast á við það sem fram kom í vitnisburði RK, sem greindi frá því að hann hefði sett sig í samband við SK vegna meintra brota ákærða gegn sér en brotaþoli hefur ekki greint frá því að hafa sett sig í samband við vitnið SK á seinni árum.
Enn skal því haldið til haga sem fyrr að við leit á heimili ákærða og í tölvubúnaði hans og tækjum fannst ekkert saknæmt sem rennt gæti stoðum undir sekt ákærða. Þá verður mat AK sálfræðings á ákærða hvorki lagt til grundvallar um sekt hans eða sakleysi.
Að því virtu sem hér hefur verið rakið er það álit dómsins að með framburði brotaþola og vitna hafi nokkur líkindi verið færð að sekt ákærða samkvæmt ákæru. Framhjá hinu verði hins vegar ekki litið, að um það sem máli skiptir standa orð brotaþola gegn orðum ákærða. Þá telur dómurinn að þau sönnunargögn sem fram hafa verið færð í málinu nægi ekki til þess að renna svo skýrum stoðum undir sekt ákærða eða framburð vitna að nægi til sakfellingar. Í þessu samhengi áréttar dómurinn að þrátt fyrir að fleiri einstaklingar en brotaþoli hafi borið ákærða sökum sem um er fjallað í þessu máli, verði engu að síður að koma fram fullnaðarsönnun um hvert það brot sem ákært er fyrir.
Samkvæmt öllu því sem nú hefur verið talið er það niðurstaða dómsins að ekki hafi verið færðar viðhlítandi sönnur á, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærði hafi gerst sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök og verður hann því sýknaður. Er því skylt að sýkna ákærða af ákæruliðum IV., 9.-12. tl., og vísa bótakröfu brotaþola, D, frá dómi með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008.
I
Um kafla V., 13. tl.
- kafli, 13. tl., ákæru máls þessa fjallar um meint brot ákærða gegnE. Rannsókn á máli hans hófst í tengslum við mál A. Lögregla ræddi við brotaþola í síma 23. janúar s.l. og þar greindi brotaþoli frá því að ákærði hefði brotið gegn sér kynferðislega, þegar hann var 12 til, 13 ára gamall. Í framhaldi af því var tekin skýrsla af brotaþola hjá lögreglu 25. janúar 2018, og aftur 5. febrúar sl.
Í málinu liggur fyrir tölvupóstur frá réttargæslumanni brotaþola þar sem staðfest er að brotaþoli hafi ekki leitað til sálfræðings eða geðlæknis áður en hann lagði fram kæru á hendur ákærða. Einnig liggur fyrir teikning brotaþola af svefnherbergi ákærða, meintum brotavettvangi. Ekki voru teknar sérstakar skýrslur af vitnum í þessu máli á rannsóknarstigi en skýrsla af D frá 30. janúar 2018 var lögð fram með gögnum í þessu máli.
Framburður ákærða og vitna fyrir dómi
Ákærði neitaði sök hvað sakargiftir samkvæmt ákærulið V., 13 tl., varðar. Hann kvað brotaþola vera […] búsettan á […]. Þeirra samskipti hefðu mest verið gegnum tölvuleiki, rafræn. Samskipti sín hefðu verið ágæt við fjölskyldu brotaþola, falist í heimsóknum þegar fjölskyldan kom í heimsókn, símtölum og slíku. Ákærði kvaðst sjálfur hafa heimsótt þau á […] einhvern tímann. Aðspurður um hvort þeir E hefðu verið nánir, svaraði ákærði því til að hann teldi að þeir hefðu verið góðir vinir. Ákærði kannaðist við að brotaþoli hefði fengið að gista hjá honum, en mundi ekki hvenær eða hvort brotaþoli var þá einn. Ákærði taldi að það gæti passað að brotaþoli hefði gist hjá sér 10 eða 11 ára gamall. Hann hefði fengið að gista stundum þegar fjölskyldan var í bænum, en þau hefðu einnig átt möguleika á að gista hjá öðru frændfólki. Ákærði mundi ekki hvenær brotaþoli gisti síðast hjá sér. Þá kannaðist ákærði við að hafa farið með brotaþola E og H […][…] til útlanda. Þetta hefði verið fermingargjöf þeirra, en farin áður en þau fermdust, kannski þegar þau voru 11 til,12 ára. Að minnsta kosti hefðu þau verið á þeim aldri að hafa gaman af ferð í […]. Ákærði kvaðst síðast hafa verið í samskiptum við E í lok sl. árs, eftir að ákærði lauk námi, en ákærði kvaðst þá hafa verið að heyra í fólki eftir skólann. Ákærði kunni engar skýringar á kæru brotaþola á hendur sér.
E brotaþoli lýsti atvikum þannig að hann hefði verið 12-13 ára þegar brot ákærða gegn honum hefði átt sér stað að […], á heimili ákærða. Hann hefði gist hjá ákærða og sofið uppi í rúmi hjá honum, þar hefði ákærði […]. Ákærði hefði farið inn á brotaþola og […]. Aðdraganda þessa kvað vitnið hafa verið á þá leið að hann hefði búið á […] en verið í […] með foreldrum sínum. Hann hefði alltaf viljað heimsækja ákærða, sem hefði verið […], skemmtilegur, og gaman að vera með honum. Þá hefði þetta gerst, en brotaþoli kvaðst aðeins hafa hitt ákærða þegar hann var á ferð í […]. Brotaþoli kvaðst oft hafa gist hjá ákærða, en hvaða daga eða hversu oft gæti hann ekki sagt. Stundum hefði annar […] hans gist með honum, en ekki foreldrar hans, sem hafi fengið gistingu annars staðar.
Brotaþoli lýsti brotum ákærða með þeim hætti að hann og ákærði hefðu legið í rúmi ákærða hlið við hlið. Sjálfur hefði brotaþoli verið íklæddur bol og brók. Hann hefði legið nær glugga í herberginu en ákærði við hlið hans. Ákærði hefði svo farið […]. Engin orð hefðu farið þeim á milli og ekkert kynferðislegt rætt. Þeir hefðu svo farið að sofa og þetta hefði aldrei síðar verið rætt, hann hefði ekki þorað það. Kvaðst brotaþoli hafa verið á táningsaldri þegar þetta átti sér stað, 12-14 ára, kringum árið 2003, að hann hélt um sumar eða haust.
Brotaþoli greindi frá ferð sinni með ákærða til […], sem hann minnti að hann hefði fengið í fermingargjöf. Hann hefði fermst um hvítasunnu, 13 ára gamall. Hann mundi ekki nákvæmlega hvenær hann hefði farið þessa ferð, en taldi mögulegt að ferðin hefði verið farin eftir ferminguna um sumar, því að það hefði verið mjög heitt í veðri. Ekkert saknæmt hefði átt sér stað milli þeirra í þessari ferð og hún verið ánægjuleg. Áminntur um framburð ákærða um að ferðin hefði verið farin áður en brotaþoli fermdist og sömuleiðis samkvæmt framburði vitnisins H, kvaðst brotaþoli ekki viss, mögulega hefði ferðin verið farin fyrir fermingu sína.
Brotaþoli var spurður hvort hann vissi til þess að ákærði hefði brotið gegn einhverjum öðrum. Kvaðst vitnið gruna að ákærði hefði brotið gegn […][…] sem býr á […]. Þeir hefðu talað um það þegar þeir voru krakkar, en ekki þorað að segja frá því. Þeir hefðu rætt þetta vegna þess að brotaþola E hefði grunað þetta og því gengið á […] sinn. Hélt brotaþoli að hann hefði verið 15 eða,16 ára þegar þetta var, en […] væri […] yngri en hann. Hann kvaðst muna að þeir hefðu verið í útilegu þegar þetta samtal átti sér stað. Brotaþoli kvaðst aldrei hafa rætt þetta við ákærða. Brotaþoli kvaðst heldur ekki hafa rætt brot ákærða gegn sér við aðra. Hann hefði reynt að gleyma þessu. Hugsað um framtíðina og sitt líf. Brotaþoli kvaðst hafa treyst ákærða vel. Tildrög þess að hann hefði skýrt frá brotunum kvað brotaþoli vera símtal frá lögreglu vegna máls ákærða. Hann hefði þá brotnað niður og sagt frá þessu. Nánar aðspurður kvaðst brotaþoli muna eftir „[…]“ á staðnum þegar atvikið varð, þeir hefðu verið að spila tölvuleik saman. Þá kvaðst brotaþoli ekki eiga neinar minningar um að brotið hafi verið gegn honum og D, […][…], saman.
Brotaþoli greindi nánar frá því að í áðurnefndri utanlandsferð hefði H, […][…], verið með og þau hefðu farið frá […] með lest til […], til fólks sem brotaþoli þekkti ekki. Þar hefðu þau gist einhverjar nætur. Brotaþoli var óviss um hvort brot ákærða gegn sér hefðu átt sér stað eftir þessa ferð. Eftir á að hyggja teldi hann mögulegt að það hefði verið áður, þar sem hann hefði í ferðinni haft áhyggjur af því að ákærði myndi gera eitthvað við hann aftur. Aðspurður játti brotaþoli því að fjölskylda hans hefði stundum gist annars staðar en hjá ákærða.
ÁB, […][…] móðir brotaþola E, kvaðst ekki vita annað um mál þetta en það sem brotaþoli hefði sagt henni, en hann hefði ekki sagt frá atvikum nákvæmlega, hann hefði ekki viljað það. Hún kvað samskipti við ákærða ekki hafa verið mikil, aðeins í þau skipti sem fjölskyldan hefði farið suður. Þá hefði ákærði boðið drengnum til sín, sem hefði fengið að vera hjá ákærða meðan hún og maður hennar voru að útrétta. Brotaþola hefði þótt meira spennandi að vera hjá ákærða og leika í tölvu og slíkt en að vera með foreldrum sínum í útréttingum í […]. Þetta hafi ekki verið oft og hún taldi að þetta hefði mögulega verið þegar brotaþoli var 12 til, 13 ára. Hún kvaðst ekki vita hvort ákærði hefði verið mikið með önnur börn í fjölskyldunni eða oft, enda hefði hún búið á […].
Aðspurð staðfesti vitnið að ákærði hefði farið með brotaþola til […]. Minnti vitnið að farið hefði verið til […] og að H, […], hefði verið með í ferðinni. Ferðin hefði mögulega verið fermingargjöf til brotaþola, en vitnið var óvisst hvenær ferðin var farin, taldi líklegt að það hefði verið 2002 eða 2003, sumarið sem brotaþoli fermdist eða ári síðar. Vitnið kvað brotaþola hafa fermst um hvítasunnu 2003. Að öðru leyti kvaðst vitnið ekki vita meira um þetta mál, hefði aldrei heyrt um neitt áður. Brotaþoli hefði aldrei sagt eitt eða neitt um þetta. Aðspurð um hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á brotaþola sem gætu tengst þessu, kvaðst vitnið ekki hafa tekið eftir því. Einhver grunur hefði verið um að brotaþoli hefði verið ofvirkur eða með athyglisbrest. Hann hefði haft neikvæðar hugmyndir um sjálfan sig en ekki þannig að það væri hægt að tengja það „neinu svona“.
D, […] brotaþola, sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hefði ranglega sagt í skýrslu hjá lögreglu að tiltekið atvik, meint brot ákærða, hefði varðað hann sjálfan og E, […][…], en það hefði rifjast upp fyrir honum að það hefði verið RK en ekki E sem ákærði braut gegn í það sinn. Það atvik hafi átt sér stað stuttu eftir að hann flutti á […].
Niðurstaða
Í þessum kafla ákærunnar er ákærða gefin að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa áreitt E, kt. […], kynferðislega og haft við hann önnur kynferðismök, á árinu 2002 eða 2003, er E var 13 eða 14 ára gamall og gisti í rúmi ákærða á heimili hans að […] í […], eins og nánar greinir í ákæru.
Ákærði neitaði sakargiftum í þessum ákærulið og kvaðst engar skýringar hafa á því hvers vegna kæra brotaþola væri fram komin. Framburður ákærða hvað þennan lið ákærunnar varðar var stöðugur og í samræmi við það sem hann bar í skýrslum hjá lögreglu og í sjálfu sér ekki ótrúverðugur.
Um framburð brotaþola E er það að segja að aðeins gætti misræmis í framburði hans fyrir dómi og hjá lögreglu. Misræmis er laut að lýsingu á meintu broti ákærða og því hvenær brotaþoli fór í ferð til […] með ákærða, en um þá tímasetningu var brotaþoli mjög óviss fyrir dómi. Að mati dómsins ber þó að taka mið af því að nokkuð langt er um liðið frá því að meint brot áttu sér stað og brotaþoli enn unglingur á þeim tíma. Kann það að skýra ákveðið misræmi í frásögn hans, auk þess sem fram kom að brotaþoli hefur ekki tjáð sig um þetta frá því að atvik urðu að nokkru ráði, fyrr en í tengslum við mál þetta. Verður framburður hans því metinn nokkuð trúverðugur.
Til þess að unnt sé að leggja framburð brotaþola til grundvallar sekt ákærða hvað þennan ákærulið varðar nægir ekki að framburður brotaþola sé metinn trúverðugur eða trúverðugri en framburður ákærða, eins og áður hefur verið rakið í umfjöllun dómsins um aðra ákæruliði. Til þess verður framburðurinn að fá stoð í öðrum sönnunargögnum. Í þessu máli liggja aðeins fyrir óbein sönnunargögn. Liggur þá fyrir dóminum að meta vægi þeirra. Í máli brotaþola liggur fyrir skýrsla af D, […][…] og ákærða, og skýrsla af móður brotaþola fyrir dómi. Áður hefur verið lagt mat á skýrslu D og hún metin ágætlega trúverðug, hvað brot gegn honum sjálfum varðar miðað við aðstæður. Í skýrslu D fyrir dómi kvaðst hann aðeins hafa rætt þetta mál við brotaþola, eftir að mál þetta hófst. Skýrsla sem tekin var af D á rannsóknarstigi verður hins vegar skilin þannig að þeir […] hafi rætt sín á milli um meint brot ákærða, þegar þeir voru yngri, eins og brotaþoli hefur haldið fram. Sú frásögn D hjá lögreglu var í beinu samhengi við frásögn hans af meintu broti ákærða gegn D og brotaþola, sem D hefur síðar fallið frá og talið rangminni. Þá kannast brotaþoli í þessu máli ekki við að ákærði hafi brotið gegn þeim […] saman. Er þetta til þess fallið að draga nokkuð úr trúverðugleika þess sem fram kemur í lögregluskýrslunni, að brotaþoli hafi rætt meint brot ákærða við D […] sinn. Frásagnir þessar eru að mati dómsins nokkuð óljósar og á reiki, kannski skiljanlega.
Skýrsla af móður brotaþola var skýr og trúverðug, en brotaþoli hafði aldrei fyrr en eftir að mál þetta hófst greint móður sinni frá meintum brotum ákærða gegn sér. Þessar skýrslur eru því að mati dómsins ekki til þess fallnar að renna stoðum undir þær staðhæfingar sem ákæran byggist á. Verða því ekki dregnar neinar ályktanir af framburði vitna hvað þennan ákærulið varðar, aðrar en þær að fullvíst má telja að brotaþoli hafi sem barn og eða unglingur gist hjá ákærða og farið með honum í ferð til […], einhvern tímann á tímabilinu frá 2001 til 2003.
Skýrslur annarra vitna, sem leidd hafa verið fyrir dóm í máli þessu eru heldur ekki til þess fallnar að renna stoðum undir ákæruefnið. Í þessu samhengi áréttar dómurinn að þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi undir rannsókn málsins sett fram kærur á hendur ákærða, sem um er fjallað í þessu sama máli, og það kunni útaf fyrir sig að renna stoðum undir framburð brotaþola, verði það eitt og sér ekki lagt til grundvallar sakfellingu ákærða. Þá skal því enn haldið til haga að við leit á heimili ákærða og í tölvubúnaði hans og tækjum fannst ekkert saknæmt sem rennt gæti stoðum undir sekt ákærða. Þá verður mat AK sálfræðings á ákærða hvorki lagt til grundvallar um sekt hans eða sakleysi.
Að öllu ofangreindu virtu er það mat dómsins að ákæruvaldinu hafi ekki tekist nægilega að sanna sekt ákærða í ákærulið V., 13. tl., enda þarf að koma fram fullnaðarsönnun um hvert og eitt brot sem ákært er fyrir, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til ofanritaðs telur dómurinn ákæruvaldið ekki hafa axlað sönnunarbyrði samkvæmt 1. mgr. 108. gr. laga nr. 88/2008 um að ákærði hafi framið það brot sem hann er sakaður um í þessum ákærulið. Þær staðhæfingar sem málið byggst á hafi ekki verið sannaðar. Er því skylt að sýkna ákærða af ákærulið V., 13. tl., og vísa bótakröfu brotaþola, E, frá dómi með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008
J
Ákærði hefur samkvæmt framansögðu verið sýknaður af öllum ákæruliðum máls þessa og bótakröfum brotaþola vísað frá dómi.
Með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 skal allur sakarkostnaður málsins greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og réttargæslumanna brotaþola, sem ákveðin eru eftirfarandi að meðtöldum virðisaukaskatti:
Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, eru ákveðin 20.144.940 krónur, auk útlagðs kostnaðar verjandans 77.000 krónur.
Þóknun réttargæslumanns brotaþolanna A og B, Sævars Þórs Jónssonar lögmanns, er ákveðin 1.206.830 krónur. Þókun réttargæslumanns brotaþolanna FD og E, Evu Dísar Pálmadóttur lögmanns, er ákveðin 1.273.232 krónur auk útlagðs kostnaðar 156.484 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþolans C, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, er ákveðin 1.475.600 krónur.
Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt fyrirmæla 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu ákæruvalds, verjanda ákærða, réttargæslumanna brotaþola og dómara var ekki talin þörf á að flytja málið að nýju.
Dóm þennan kveður upp Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari.
Dómsorð:
Ákærði, X, er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.
Einkaréttarkröfum brotaþolanna, A, B, C, D og E, er vísað frá dómi.
Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 20.144.940 krónur, og útlagður kostnaður verjandans 77.000 krónur. Ennfremur þóknun réttargæslumannanna, Sævars Þórs Jónssonar lögmanns, 1.206.830 krónur, Evu Dísar Pálmadóttur lögmanns, 1.273.232 krónur auk útlagðs kostnaðar 156.484 krónur, og Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 1.475.600 krónur.
Bergþóra Ingólfsdóttir