Fréttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá 17:00 – 05:00. Á tímabilinu er lögregla búinn að sinna 79 málum og fjórir gista fangageymslur
Lögregla var send að heimili í gær, þar átti einn aðili að vera í einangrun sökum Covid 19. Sá var orðinn ölvaður og átti erfitt með að virða mörk einangrunar og aðrir íbúar voru orðnir úrræðalausir. Aðilinn var því vistaður í fangageymslu þar til víman rennur af honum.
Í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um mann með hnífa á heimili sínu, fram kom í tilkynningunni að maðurinn væri í annarlegu ástandi, er lögregla kom á vettvang kom í ljós að maðurinn átti við andleg veikindi að stríða og var ástand hans sökum þess. Lögreglan aðstoðaði manninn að fá viðeigandi aðstoð.
Lögreglu barst tilkynning frá manni sem hefur hús til umráða í miðborginni. Sá kom að tveimur sem voru búnir að gera sig heimkæra í íbúðinni og verða þeir kærðir fyrir húsbrot. Sambærilegt mál kom inn á borð til lögreglu skömmu síðar en þar kom eigandi í bát sinn sem er við Reykjavíkurhöfn, þar voru tveir búnir að koma sér fyrir í bátnum. Þeir verða einnig kærðir fyrir húsbrot.
Lögreglu og sjúkraliði barst tilkynning um reiðhjólaslys í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar datt maður harkalega á reiðhjóli og þurfti að flytja aðilann á slysadeild til aðhlynningar.
Einn aðili var handtekinn grunaður um fíkniefnamisferli í efri byggðum Reykjavíkur. Sá var vistaður í fangageymslu sökum málsins. Annar aðili var handtekinn í miðborginni sökum annarlegs ástands og er hann einnig grunaður um rúðubrot. Sá var vistaður í fangageymslu þar til víman rennur af honum.
Maður var handtekinn grunaður um líkamsárás í efri byggðum Reykjavíkur. Sá var vistaður í fangageymslu sökum málsins. Lögreglunni hafa borist fjölmargar hávaðakvartanir og nokkrar kvartanir sökum flugeldasprenginga.