Fimm gista fangageymslu og aðeins einn tengist skemmtanalífinu. 41 verkefni komu inn á borð lögreglu frá 17-23 þann 31 júlí en frá 23-07:00 komu 53 mál til afgreiðslu. Samtals 94 verkefni á tímabilinu.
Í gærkvöld var lögreglumaður beittur ofbeldi þegar kvenmaður var handtekinn á heimili sínu eftir að hafa áður beitt heimilisfólki sínu ofbeldi. Konan var undir miklum áhrifum áfengis og gistir nú fangageymslu. Hún verður yfirheyrð þegar af henni rennur en um tvö aðskyld mál er um að ræða.
Ekki verður greint frá því hvar þetta atvik átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja hagsmuni heimilisfólksins.
Umræða