Maður að nafni Jón vekur athygli á alvarleika ölvunaraksturs á síðu sinni og vill deila sögu sinni um alvarleika ölvunaraksturs í þjóðfélaginu. Sjálfur segir hann frá að hann sé margsekur og dæmdur nokkru sinnum fyrir þennan glæp. Hér er saga hans:
Góðan daginn öllsömul
Ég heiti Jón og ég er alkahólisti en hef verið án áfengis í 27 og hálft ár og verð vonandi áfram. Ég bið ykkur að hugsa um það sem ég skrifa hér vegna þess að það skiptir okkur öll máli.
Ölvunarakstur er dauðans alvara og hefur því miður drepið marga í umferðinni. Nú fer í hönd eftir tæpa viku stærsta umferðarhelgi á Íslandi og margir munu hafa áfengi um hönd sem oftast er bara allt í góðu lagi.
Ég er margsekur og dæmdur nokkrum sinnum fyrir þennan glæp sem ölvunarakstur er. Í dag þakka ég guði fyrir að hafa aldrey orðið öðrum að skaða eða bana með þessu. Hinsvegar var það aldrei mín ætlun að keyra undir áhrifum, málið er það að ég var ekki sjálfráður gjörða minna undir áhrifum, ég var í minnisleysis ástandi og stórhættulegur í umferðinni. Það er auðvitað engin afsökun, en staðreynd þó.
Ég var farinn að undirbúa mig þegar ég fékk mér í glas, t.d. með því að biðja einhvern annan að geyma lyklana af bílnum á meðan ég var ófær um að keyra.
Markmið mitt með þessum skrifum er að vekja athygli á því hvað ölvunarakstur er hættulegur og oft eru gerendur ekki sjálfráðir gjöða sinna í neyslunni.
Stöndum öll saman við að fylgjast með og gera ráðstafanir ef á þarf að halda.
Ef einhver verður vitni af manneskju sem er að setjast undir stýri og er ekki í ökuhæfu ástandi, endilega gerið ráðstafanir annað hvort tala við viðkomandi eða lögreglu. Okkur kemur þetta öllum við!
Svo óska ég öllum yndislegrar verslunarmannahelgar hvar sem þið verðið og endilega komum öll heil heim.
P.s. þið megið endilega deila þessum pósti, því ef að það gæti stoppað einn einstakling frá því að aka undir áhrifum, þá er mínu takmarki náð.
Kær kveðja