Lögregla og björgunarsveitir hafa hafið leit að manni við Goðafoss. Um er að ræða 70 ára gamlan ferðamann með heilabilun, sem varð viðskila við hópinn sem hann var að ferðast með um kl. 17:00.
Uppfært kl. 20.00 Maðurinn sem leitað var að við Goðafoss fannst rétt í þessu á svæðinu, heill á húfi. Lögregla þakkar öllum þeim sem komu að leitinni og einnig öllum þeim sem deildu færslunni þar sem lýst var eftir manninum.
Ekki er hægt að útiloka að maðurinn hafi farið um borð í utanaðkomandi bifreið. Hafi einhver tekið ferðamann upp við Goðafoss er hann beðinn um að láta lögreglu vita, og ökumenn hópferðabifreiða eru beðnir um að kanna hvort maðurinn sé um borð hjá þeim.
Lýsing: 70 ára karlmaður, bandarískur, dökkur á hörund. Líklega í ljósum buxum, grænni peysu og/eða bláum jakka. Mögulega með hatt.
Þeir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hringja í 112.
Umræða