Í eftirlitsflugi áhafnarinnar á TF-GNA á dögunum varð þyrlusveitin vör við radarsvar í ratsjá þyrlunnar þegar flogið var utan við Smiðjuvík á Vestfjörðum. Haldið var að merkinu sem var í 12 sjómílna fjarlægð og reyndist það vera ísjaki. Á leið að jakanum sást íshröngl á stærð við fólksbíl vestan við hann. Jakinn var hæðarmældur og lengd hans stikuð út en hún er talin hafa verið 130×100 metrar. Hæðin var frá átta metrum upp í fimmtán metra.
Jakinn var á stað 66°22,7‘N 021°41‘V og virtist vera strandaður. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var upplýst sem kallaði í kjölfarið út siglingaviðvörun.
Áhöfnin tók eina hífingu á jakanum, án þess þó að sigmaðurinn losaði sig úr vírnum, og hélt eftirlitsferð sinni áfram í kjölfarið.
Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, og borgarísjakinn í bakgrunni.
Kolbeinn Guðmundsson, sigmaður, sígur niður á borgarísjakann.
Tekin var ein hífing.
Umræða