Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Veðrið fer smám saman versnandi í dag með vaxandi suðaustanátt og rigningu, en það verður hins vegar að mestu bjart á norðaustanverðu landinu.
Í kvöld ganga skil frá lægðinni yfir landið og má búast við allhvössum vindi á suðvestanverðu landinu og gular viðvaranir vegna vinds verða í gildi á Suðurlandi og miðhálendinu fram á nótt. Þetta eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og tjöld geta fokið. Það verður einnig mikið vatnsveður í kvöld og nótt.
Á morgun tekur við ákveðin sunnanátt með skúrum, en það verður víða bjart á Norður- og Austurlandi.
Stíf suðvestanátt á sunnudag og skúrir, en áfram bjart norðaustantil. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Spá gerð: 01.08.2025 06:27. Gildir til: 02.08.2025 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Faxaflói og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt með rigningu, 8-15 síðdegis, en hægari og yfirleitt bjart norðaustantil. Suðaustan 13-20 í kvöld og talsverð rigning sunnan- og vestanlands. Suðaustan 8-15 og rigning í kvöld og nótt á Norðaustur- og Austurlandi.
Gengur í sunnan og suðaustan 10-18 m/s með skúrum á morgun, hvassast vestantil. Léttir til á Norður- og Austurlandi.
Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.
Spá gerð: 01.08.2025 07:46. Gildir til: 03.08.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 8-18, hvassast norðvestantil, með skúrum eða rigningu, en að mestu bjart norðaustan- og austanlands. Hægari um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Suðvestlæg átt, 3-10 og skúrir, en bjart austanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast austantil.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt, 3-10 og skúrir, en bjartviðri austantil. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast austantil.
Á miðvikudag:
Suðlægar áttir, 3-10 m/s. Rigning sunnanlands, en skýjað með köflum norðaustantil. Hiti 10 til 15 stig.
Á fimmtudag:
Austlæg átt, 5-13 m/s. Rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 8 til 15 stig.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt, 5-13 m/s. Rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.
Spá gerð: 01.08.2025 08:37. Gildir til: 08.08.2025 12:00.