Tveir hafa verið fluttir á slysadeild eftir umferðarslys, annar eftir árekstur á Hringbraut við Bústaðaveg og hinn eftir að hafa fallið af reiðhjóli við Sæbraut samkvæmt dagbók lögreglu seinnipartinn.
Þá var karlmaður handtekinn nálægt lögreglustöðinni á Hverfisgötu, grunaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Kona var handtekin fyrir þjófnað í Smáralind.
Tilkynnt var um reiðan karlmann sveiflandi kúbeini í Laugardalnum, hann fannst ekki, annar karlmaður var handtekinn í sama hverfi grunaður um fíkniefnaakstur. Tilkynnt var um innbrot á hótel í miðborginni, ekki vitað hverju var stolið. Þá var ölvaður og illa áttaður farþegi fjarlægður úr strætisvagni í vesturbænum og honum komið á áfangastað.
Umræða