Hversu mörg börn og foreldrar þeirra ætli séu í þeirri stöðu að búa ekki við öruggar húsnæðisaðstæður? Spyr Sanna Magdalena Mörtudóttir í upprifjun sinni á erfiðri æsku vegna fátæktar og minnist móður sinnar með hlýju fyrir að hafa staðið sig eins og hetja í tveimur vinnum til að sjá fyrir þeim.
Fyrir tilviljun áttaði ég mig á því að það voru akkúrat 20 ár upp á dag síðan að þetta viðtal birtist, þá var ég níu ára. Ég hringdi í mömmu þar sem ég er að undirbúa mig fyrir viðtal og spurði hana hvað leigan hafði veri hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum.
Mig minnti að það hefði komið fram í viðtalinu og þarna var það. Leiga rúmlega 50.000. Útborguð laun um 110.000 fyrir meira en tíu tíma vinnudag, á þeim stað sem við bjuggum á þá. Þ.e.a.s. leigan var um 45% af ráðstöfunartekjum. Það er talið eðlilegt ef það er um 25% af ráðstöfunartekjum. Mamma vann á leikskóla hjá Reykjavíkurborg og var líka að skúra.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig hennar líðan er eftir allt þetta en svo ég tali fyrir mitt leyti þá hef ég ekki fundið nógu sterkan plástur til að láta sár fátæktar gróa.
Hversu mörg börn og foreldrar þeirra ætli séu í þeirri stöðu að búa ekki við öruggar húsnæðisaðstæður? Hér má lesa viðtalið frá því 2001 í heild sinni: https://timarit.is/page/2127372#page/n1/mode/2up