Tveir menn og kona voru handtekin, grunuð um rán, þjófnað, nytjastuld bifreiðar, umferðaróhapp / afstungu og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, eignaspjöll ofl. Fólkið rændi bifreið af manni sem þau höfðu ráðist á með ofbeldi og tóku m.a. farsímann hans og skildu svo manninn eftir slasaðan á vettvangi.
Bifreiðinni var ekið yfir umferðareyjur, móti rauðu ljósi og utan í aðra bifreið. Jafnframt var henni ekið á göngustígum þar sem börn voru nærri og í gegnum garð við íbúðarhús. Ræningjarnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslum lögreglunnar.
Umræða