Tilkynnt var um umferðarslys á Háaleitisbraut / Kringlumýrarbraut. Ekið hafði verið á gangandi vegfaranda og sá sem ók bifreiðinni, ók henni af vettvangi án þess að huga að þeim slasaða.
Sá slasaði er 16 ára drengur og fór faðir hans með drenginn á Bráðadeild til skoðunar. Ekki er enn vitað um meiðsl hans. Bifreiðin fannst um miðnættið og er málið í rannsókn hjá lögreglu.
Umræða