Rétt fyrir klukkan hálf tólf varð snarpur jarðskjálfti í nágrenni við Keili og fannst hann mjög vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var skjálftinn 3,8 að stærð, og varð rétt við Keili og er stærsti skjálftinn til þessa.
Skjálftavirkni hefur verið töluverð við Keili síðustu daga og hafa um átta skjálftar stærri en þrír að stærð mælst síðan hrinan hófst 27. september. Skjálfti 3,7 að stærð mældist klukkan rúmlega tvö í nótt.
https://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar#view=table
Umræða