-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Kona á áttræðisaldri með alzeimer fór að heiman á Akureyri í nótt

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Laust eftir kl. 02:00 í nótt fékk lögreglan tilkynningu um að kona á áttræðisaldri hefði farið að heiman frá sér á Akureyri, líklega um miðnætti, og ekki skilað sér heim aftur. Fram kom að konan væri alzheimer sjúklingur og væri því ekki líkleg til að rata heim aftur.

Hófst strax eftirgrennslan eftir konunni að hálfu lögreglu og þá voru björgunarsveitir í Eyjafirði sem og Þingey ræstar út til aðstoðar og leitar og aðgerðastjórn virkjuð. Leitað var með skipulögðum hætti út frá heimili viðkomandi og var það gert með fjölda björgunarsveitarmanna, lögreglumanna, drónum og leitarhundi.

Þó að kalt hafi verið í veðri þá voru aðstæður til leitar ákjósanlegar og gátu leitarmenn m.a. fylgt líklegum sporum í snjónum frá heimili viðkomandi. Þrátt fyrir að hafa misst af þeim á nokkrum stöðum var það til þess að konan fannst heil á húfi laust fyrir kl. 07:00, þá enn á gangi og búin að ganga rúmlega 3 kílómetra frá heimili sínu.

Var hún flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Þakkar lögreglan öllum sem að þessu verkefni komu og sýnir það enn og aftur samtakamáttinn sem er til staðar þegar þörf er á.