Frá og með nýliðnum áramótum er hægt að greiða fyrir ýmis gögn og þjónustu sem sýslumenn veita með kreditkortum.
Fram til þessa hefur einungis verið hægt að greiða fyrir slíka þjónustu með reiðufé eða debetkorti. Frá og með 1. janúar 2020 má þó einnig greiða með kreditkorti. Einnig má greiða með því að millifæra fjárhæðina sem verið er að greiða inn á reikning viðkomandi embættis. Þá er mikilvægt að fram komi fyrir hvað verið er að greiða (tilvísun eða skýring greiðslu).
Nánar má sjá um þetta á vef sýslumannsembættanna.
Umræða