Hugleiðingar veðurfræðings
Það hefur dregið úr vindi á landinu í nótt, víða norðaustan og norðan 10-18 m/s í dag, en það verða hvassir vindstrengir sunnan Vatnajökuls. Yfirleitt léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él í öðrum landshlutum. Frost 1 til 12 stig, mildast syðst.
Hægari vindur á vestanverðu landinu eftir hádegi, en í kvöld gengur í norðvestan hvassviðri eða storm austanlands. Á morgun er útlit fyrir norðvestan storm eða rok á austanverðu landinu, en annars staðar verður vindurinn talsvert hægari. Víða él, en bjart að mestu sunnan heiða. Áfram svalt í veðri. Síðdegis dregur svo úr vindi.
Veðuryfirlit
750 km SSV af Reykjanesi er 960 mb lægð sem þokast SA, en yfir A-Grænlandi er 1025 mb hæð. Skammt V af Færeyjum er 967 mb lægð sem fer NNA í dag, en S í nótt og á morgun.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan og norðan 10-18 m/s, en 15-23 sunnan Vatnajökuls. Léttskýjað á S- og V-landi, annars dálítil él. Hægari vindur á V-verðu landinu eftir hádegi, en gengur í norðvestan hvassviðri eða storm A-lands í kvöld. Frost 1 til 12 stig, mildast syðst.
Norðan 8-15 á morgun, en norðvestan 20-28 m/s um landið A-vert. Víða él, en bjart að mestu sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig. Dregur úr vindi síðdegis.
Spá gerð: 02.01.2022 05:35. Gildir til: 03.01.2022 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 8-15 m/s í dag, en norðan 5-10 í kvöld og á morgun. Léttskýjað og frost 2 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðvestan 15-25 m/s, hvassast austast, en mun hægari vindur um landið V-vert. Víða él, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig. Dregur úr vindi síðdegis.
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-10, en 10-15 A-til fram eftir degi. Lítilsháttar él N-lands, annars víða léttskýjað. Frost 1 til 13 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Gengur í suðaustan hvassviðri með rigningu eða snjókomu á köflum. Hlýnar í veðri, en hægari vindur og bjart og kalt á N- og A-landi. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið.
Á fimmtudag:
Austan stormur og rigning eða snjókoma, en úrkomuminna um landið N-vert. Hiti um eða yfir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn og kólnar í veðri.
Á föstudag:
Austlæg átt og él, en lengst af úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um og undir frostmarki.
Á laugardag:
Austanátt og dálitlar skúrir eða él S-til, annars þurrt.
Discussion about this post