0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Útlit fyrir sunnanátt og gul viðvörun

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag er útlit fyrir sunnanátt, víða á bilinu 8-15 m/s og él, en þurrt norðaustanlands. Síðdegis kemur lítið lægðardrag inn á land úr suðri og veldur það talsverðri slyddu eða rigningu á láglendi á Suðausturlandi og einnig á Austfjörðum í kvöld. Það hlýnar hjá okkur frá því sem verið hefur undanfarið og heilt yfir verður hiti nálægt frostmark á landinu í dag.

Mun rólegri suðvestanátt á morgun víðast hvar, skýjað með köflum, stöku él og frystir aftur. Annað veður í vændum austanlands, þar hangir úrkomubakki yfir og úr honum ýmist rignir eða snjóar. Auk þess má búast við allhvassri suðaustanátt á því svæði framan af degi.
Spá gerð: 02.01.2023 06:33. Gildir til: 03.01.2023 00:00.

Veðuryfirlit
350 km V af Snæfellsnesi er 980 mb lægð sem hreyfist lítið. 300 km NA af Færeyjum er vaxandi 1006 mb hæðarhryggur sem fer hægt NA. 800 km S af Reykjanesi er vaxandi 990 mb lægðardrag sem fer allhratt NNA.
Samantekt gerð: 02.01.2023 08:16.

Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-15 m/s og él, en þurrt norðaustanlands. Talsverð slydda eða rigning á láglendi á Suðausturlandi síðdegis og einnig á Austfjörðum í kvöld. Hiti kringum frostmark.
Suðvestan 3-10 á morgun, skýjað með köflum og stöku él. Frost 1 til 6 stig. Rigning eða snjókoma austanlands og hiti 0 til 5 stig, auk þess allhvöss suðaustanátt þar framan af degi. Spá gerð: 02.01.2023 05:29. Gildir til: 03.01.2023 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 10-15 m/s, en 5-10 síðdegis. Él og hiti nálægt frostmarki.
Suðvestan 3-8 á morgun, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Vægt frost.
Spá gerð: 02.01.2023 05:12. Gildir til: 03.01.2023 00:00.

 Gul viðvörun vegna veðurs: Austfirðir

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 3-10. Snjókoma á austurhelmingi landsins, en rigning með austurströndinni. Bjartviðri um landið vestanvert. Frost 2 til 10 stig, en frostlaust austast.

Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt, þurrt að mestu á landinu og bjart á köflum, en snjókoma á köflum austast. Frost 1 til 13 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag:
Gengur í austan og norðaustan 8-15, en hvassari með suðurströndinni. Dálítil él á austanverðu landinu, en þurrt vestantil. Dregur úr frosti.

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustanátt með éljum, en víða bjartviðri sunnan heiða. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við stöndina.
Spá gerð: 02.01.2023 08:20. Gildir til: 09.01.2023 12:00.