Seinkun varð því miður í útdrætti kvöldsins vegna tæknibilunar í útdráttarvél. Þegar útdráttur var hafinn og búið var að draga eina tölu kom í ljós að allar fjörutíu kúlurnar höfðu ekki skilað sér í kúlubelg vélarinnar.
Samkvæmt reglum um útdrátt þurfti því að endurtaka útdráttinn undir eftirliti fulltrúa dómsmálaráðuneytisins. Það var gert og út voru dregnar tölurnar 20, 32, 37, 26, 30 og bónustalan 21.
Enginn var með allar fimm tölurnar réttar og verður 1. vinningur því fjórfaldur í næstu viku.
Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra 98.380 krónur. Einn miðinn var keyptur í Hagkaup á Eiðistorgi, einn miðinn er í áskrift og þrír miðar voru keyptir á lotto.is.
Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir vinning upp á 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Kvikk, Birkimel 1, Reykjavík, AK-INN, Hörgárbraut, Akureyri, á Lotto.is og þrír miðar eru í áskrift. Fjöldi vinningshafa í þessum útdrætti var 5.924. Tengt efni:
https://www.fti.is/2019/02/02/mistok-i-lottourdraetti-upp-a-27-299-780-kr-i-kvold/
Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra 98.380 krónur. Einn miðinn var keyptur í Hagkaup á Eiðistorgi, einn miðinn er í áskrift og þrír miðar voru keyptir á lotto.is.
Sex voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir vinning upp á 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Kvikk, Birkimel 1, Reykjavík, AK-INN, Hörgárbraut, Akureyri, á Lotto.is og þrír miðar eru í áskrift. Fjöldi vinningshafa í þessum útdrætti var 5.924. Tengt efni:
https://www.fti.is/2019/02/02/mistok-i-lottourdraetti-upp-a-27-299-780-kr-i-kvold/
Umræða