Mistök urðu við úrdrátt í lottóinu í kvöld, jókertölurnar voru komnar og talan 3 var komin af fimm aðal tölum kvöldsins, þegar að vélin virtist stöðva og kynnirinn sagði að einhver mistök hefðu átt sér stað og stöðvaði úrdráttinn.
Þá var útsending rofin en heyra mátti lottokúlur velta um gólfið. Hætt var við úrdráttinn en þess má geta að fulltrúi sýslumanns er alltaf viðstaddur þegar að dregið er í lottóinu upp á að fylgjast með að allt fari rétt fram.
Potturinn í kvöld var upp á 27.299.780 krónur. En ekkert varð úr að potturinn gengi út fyrir fréttir.
Umræða