Í fréttum er þetta helst úr dagbók lögreglunnar:
- Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
- Ökum handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
- Maður vistaður í fangageymsla eftir ítrekað ónæði í miðborginni. Var í mjög annarlegu ástandi.
- Afskipti af þremur vegna vörslu fíkniefna. Málið afgreitt á vettvangi.
- Óskað eftir aðstoð lögreglu í tvígang við að vísa fólki út sem var óvelkomið, á hóteli og spilasal. Þetta gert án frekari afskipta.
- Tveimur vísað frá byggingarsvæði. Haldið að þeir væru að brjótast inn. Voru undir áhrifum eitthvað að villast.
- Lögregla kölluð til vegna slagsmála. Málið leyst á vettvangi án kæru.
- Lögreglustöð 2 Hafnarfjörður Garðabær
- Ölvuðum manni ekið heim. Hafði verið til óþurftar þar sem hann var.
- Lögregla kölluð til vegna líkamsárásar. Málið í rannsókn.
- Lögreglustöð 4 Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
- Afskipti af ökumanni vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og án ökuréttinda. Bifreiðin stöðvuð vegna rannsóknar á líkamsárás sem ökumaður er einnig grunaður um.
- Ökumaður án ökuréttinda.
- Einn handtekinn og vistaður vegna rannsóknar á líkamsárás.
- Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Brot 17 ökumanna voru mynduð í Jónsgeisla í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Jónsgeisla í vesturátt, á móts við Jónsgeisla 1. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 161 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 11%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 62 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 71.
Brot 83 ökumanna voru mynduð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vesturlandsveg í suðurátt, á móts við Skálatún/Skálahlíð. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 652 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 13%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 83 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 104.
Brot 20 ökumanna voru mynduð á Hallsvegi í Reykjavík á þriðjudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hallsveg í vesturátt, að Strandvegi/Gullinbrú. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 161 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 12%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 76.
Vöktun lögreglunnar er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en þess má geta að skýjað, blautt og snjór var á meðan hraðamælingunni stóð.